Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. febrúar 2019 21:20 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokar á föstudaginn vegna fjárskorts. Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóna framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. Formaður stjórnar SÁÁ segir Sjúkratrygginar Íslands vilja „eitthvað annað“.Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar, vakti athygli á hinni fyrirhuguðu lokun áFacebook í kvöldþar sem hún sagðist vera svekkt, sár og reið yfir ákvörðun SÁÁ.„Þetta er gert þrátt fyrir að meirihluti fjárlaganefndar og heilbrigðisráðherra hafi tryggt fjármuni til reksturs deildarinnar, Akureyrarbær hafi lýst yfir vilja til áframhaldandi stuðnings við göngudeildina og að samningaviðræður hafi verið í gangi milli Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og SÁÁ,“ skrifar Hilda Jana.Ákveðið var í janúar á síðasta ári að hefja undirbúning að lokun deildarinnar sökum þröngrar rekstrastöðu SÁÁ sem hefur í gegnum tíðina ekki fengið framlag frá ríkinu til reksturs slíkra deilda. Eftir mikla umræðu og þrýsting frá bæjarfulltrúum og hagsmunaðilum á Akureyri lagði meirihluti fjárlaganefndar til að SÁÁ fengi 150 milljónir tímabundið framlag. Var Sjúkratryggingum Íslands falið að ganga til samninga um göngudeildarþjónustu á vegum SÁÁ.„Það bólar ekkert á þeim,“ segir Arnþór Jónsson, formaður stjórnar SÁÁ, aðspurður um milljónirnar 150 og hvort þær hafi borist SÁÁ svo tryggja megi áframhaldandi rekstur göngudeildarinnar á Akureyri, en SÁÁ starfrækir einnig göngudeild í Reykjavík. Fundahöld SÁÁ og SÍ vegna málsins hafa ekki borið árangur.Ekki liggi ljóst fyrir hvað „eitthvað annað“ sé Segir Arnþór að skýrt hafi komið fram á þeim fundum að SÍ vilji að fjármagnið fylgi samningi um ákveðna þjónustu.Arnþór Jónsson er formaður stjórnar SÁÁ.„Það hefur komið skýrt fram á fundum að það er ekki þjónustan sem við erum að veita núna. Það á að vera eitthvað annað,“ segir Arnþór sem segir ekki alveg liggja ljóst fyrir hvað þetta „annað“ sé. Á meðan ekki liggi fyrir samningur geti SÁÁ ekki gert annað en að loka göngudeildinni á Akureyri enda verði félagið að sníða sér stakk eftir vexti. „Við erum með ákveðinn ramma sem við þurfum að starfa innan og við verðum að passa okkur því að ef við förum fram úr okkar eigin heimildum förum við bara á hausinn,“ segir Arnþór. „Okkar rekstur verður að taka mið af þeim fjármunum sem við höfum, við getum ekki miðað við einhverja fjármuni sem eru upp í einhverju skýi.“Það sé þó þungbært að þurfa að loka deildinni á Akureyri.„Þetta er ofsalega fín eining og okkur þykir mjög vænt um hana,“ segir Arnþór. Það sé leiðinlegt að þurfa að stíga þetta skref eftir að útlit var fyrir að búið væri að tryggja fjármagn í reksturinn.„Þetta er agalegt af því að allt síðasta ár vorum við búin að tilkynna um að það stefndi í þetta. Síðan kemur allt í einu peningur og þá voru ægileg fagnaðarlæti og við sáum fyrir okkur að hægt væri að auka þjónustu og gera miklu meira þannig að þetta er eiginlega helmingi verra en þetta var fyrir ári“ Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Enginn vilji virðist til að halda rekstri SÁÁ á Akureyri áfram SÁÁ mun ekki reka göngudeildarþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins að óbreyttu eftir áramót. 5. september 2018 08:00 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. 25. janúar 2018 20:15 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóna framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. Formaður stjórnar SÁÁ segir Sjúkratrygginar Íslands vilja „eitthvað annað“.Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar, vakti athygli á hinni fyrirhuguðu lokun áFacebook í kvöldþar sem hún sagðist vera svekkt, sár og reið yfir ákvörðun SÁÁ.„Þetta er gert þrátt fyrir að meirihluti fjárlaganefndar og heilbrigðisráðherra hafi tryggt fjármuni til reksturs deildarinnar, Akureyrarbær hafi lýst yfir vilja til áframhaldandi stuðnings við göngudeildina og að samningaviðræður hafi verið í gangi milli Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og SÁÁ,“ skrifar Hilda Jana.Ákveðið var í janúar á síðasta ári að hefja undirbúning að lokun deildarinnar sökum þröngrar rekstrastöðu SÁÁ sem hefur í gegnum tíðina ekki fengið framlag frá ríkinu til reksturs slíkra deilda. Eftir mikla umræðu og þrýsting frá bæjarfulltrúum og hagsmunaðilum á Akureyri lagði meirihluti fjárlaganefndar til að SÁÁ fengi 150 milljónir tímabundið framlag. Var Sjúkratryggingum Íslands falið að ganga til samninga um göngudeildarþjónustu á vegum SÁÁ.„Það bólar ekkert á þeim,“ segir Arnþór Jónsson, formaður stjórnar SÁÁ, aðspurður um milljónirnar 150 og hvort þær hafi borist SÁÁ svo tryggja megi áframhaldandi rekstur göngudeildarinnar á Akureyri, en SÁÁ starfrækir einnig göngudeild í Reykjavík. Fundahöld SÁÁ og SÍ vegna málsins hafa ekki borið árangur.Ekki liggi ljóst fyrir hvað „eitthvað annað“ sé Segir Arnþór að skýrt hafi komið fram á þeim fundum að SÍ vilji að fjármagnið fylgi samningi um ákveðna þjónustu.Arnþór Jónsson er formaður stjórnar SÁÁ.„Það hefur komið skýrt fram á fundum að það er ekki þjónustan sem við erum að veita núna. Það á að vera eitthvað annað,“ segir Arnþór sem segir ekki alveg liggja ljóst fyrir hvað þetta „annað“ sé. Á meðan ekki liggi fyrir samningur geti SÁÁ ekki gert annað en að loka göngudeildinni á Akureyri enda verði félagið að sníða sér stakk eftir vexti. „Við erum með ákveðinn ramma sem við þurfum að starfa innan og við verðum að passa okkur því að ef við förum fram úr okkar eigin heimildum förum við bara á hausinn,“ segir Arnþór. „Okkar rekstur verður að taka mið af þeim fjármunum sem við höfum, við getum ekki miðað við einhverja fjármuni sem eru upp í einhverju skýi.“Það sé þó þungbært að þurfa að loka deildinni á Akureyri.„Þetta er ofsalega fín eining og okkur þykir mjög vænt um hana,“ segir Arnþór. Það sé leiðinlegt að þurfa að stíga þetta skref eftir að útlit var fyrir að búið væri að tryggja fjármagn í reksturinn.„Þetta er agalegt af því að allt síðasta ár vorum við búin að tilkynna um að það stefndi í þetta. Síðan kemur allt í einu peningur og þá voru ægileg fagnaðarlæti og við sáum fyrir okkur að hægt væri að auka þjónustu og gera miklu meira þannig að þetta er eiginlega helmingi verra en þetta var fyrir ári“
Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Enginn vilji virðist til að halda rekstri SÁÁ á Akureyri áfram SÁÁ mun ekki reka göngudeildarþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins að óbreyttu eftir áramót. 5. september 2018 08:00 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. 25. janúar 2018 20:15 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Enginn vilji virðist til að halda rekstri SÁÁ á Akureyri áfram SÁÁ mun ekki reka göngudeildarþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins að óbreyttu eftir áramót. 5. september 2018 08:00
Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. 25. janúar 2018 20:15