Skammast sín ekki fyrir að enduróma málflutning félagsmanna Sighvatur Jónsson skrifar 28. febrúar 2019 14:15 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Forseti Alþýðusambans Íslands segir það hlutverk sitt að enduróma málflutning félagsmanna og standa með þeim. Forsetinn hefur fengið aðvörun um málshöfðun frá starfsmannaleigunni Menn í vinnu vegna ummæla í máli rúmenskra verkamanna. Fleiri verkalýðsforystumenn hafa fengið slíkar aðvaranir. Stéttarfélag verkamannanna hefur falið lögmanni að gæta hagsmuna þeirra. Framkvæmdastjóri Eflingar og tveir starfsmenn Alþýðusambands Íslands hafa fengið lögfræðibréf frá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Hjá ASÍ fengu Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdarstjóri og Drífa Snædal forseti bréf. „Mér barst pakki í gærkvöldi þar sem er krafa um afsökunarbeiðni og greiðslu miskabóta með hótun um málsókn,“ segir Drífa Snædal. Hún segir að farið sé fram á eina milljón króna í miskabætur og greiðslu lögfræðikostnaðar. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, greindi frá því á Facebook í gær, að farið væri fram á sömu bótaupphæð í bréfi sem honum barst ásamt því sem krafist er afsökunarbeiðni frá honum. Málið snýst um ummæli fólksins vegna umfjöllunar um aðbúnað rúmenskra verkamanna hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu í kjölfar fréttar á Stöð 2 um málið. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að hún sé gagnrýnd fyrir ummæli vegna málsins á heimasíðu félagsins. „Ég tel mig eiga að enduróma málflutning okkar félagsmanna, standa með þeim og ég gerði það og skammast mín ekkert fyrir það,“ segir Drífa. Rúmensku verkamennirnir eru í stéttarfélaginu Eflingu. Félagið hefur falið Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni að gæta hagsmuna þeirra. Ragnar og lögmönnum hans er veitt umboð til að innheimta vangoldin laun fyrir mennina, afla gagna og krefjast opinberrar rannsóknar á hugsanlega refsiverðu athæfi Manna í vinnu og kæra ef til þess kemur, segir í tilkynningu frá Eflingu. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Forseti Alþýðusambans Íslands segir það hlutverk sitt að enduróma málflutning félagsmanna og standa með þeim. Forsetinn hefur fengið aðvörun um málshöfðun frá starfsmannaleigunni Menn í vinnu vegna ummæla í máli rúmenskra verkamanna. Fleiri verkalýðsforystumenn hafa fengið slíkar aðvaranir. Stéttarfélag verkamannanna hefur falið lögmanni að gæta hagsmuna þeirra. Framkvæmdastjóri Eflingar og tveir starfsmenn Alþýðusambands Íslands hafa fengið lögfræðibréf frá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Hjá ASÍ fengu Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdarstjóri og Drífa Snædal forseti bréf. „Mér barst pakki í gærkvöldi þar sem er krafa um afsökunarbeiðni og greiðslu miskabóta með hótun um málsókn,“ segir Drífa Snædal. Hún segir að farið sé fram á eina milljón króna í miskabætur og greiðslu lögfræðikostnaðar. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, greindi frá því á Facebook í gær, að farið væri fram á sömu bótaupphæð í bréfi sem honum barst ásamt því sem krafist er afsökunarbeiðni frá honum. Málið snýst um ummæli fólksins vegna umfjöllunar um aðbúnað rúmenskra verkamanna hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu í kjölfar fréttar á Stöð 2 um málið. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að hún sé gagnrýnd fyrir ummæli vegna málsins á heimasíðu félagsins. „Ég tel mig eiga að enduróma málflutning okkar félagsmanna, standa með þeim og ég gerði það og skammast mín ekkert fyrir það,“ segir Drífa. Rúmensku verkamennirnir eru í stéttarfélaginu Eflingu. Félagið hefur falið Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni að gæta hagsmuna þeirra. Ragnar og lögmönnum hans er veitt umboð til að innheimta vangoldin laun fyrir mennina, afla gagna og krefjast opinberrar rannsóknar á hugsanlega refsiverðu athæfi Manna í vinnu og kæra ef til þess kemur, segir í tilkynningu frá Eflingu.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira