Útrýma megi barnafátækt á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 20:00 Lífskjör barna á Íslandi eru góð í alþjóðlegum samanburði en Ísland er eftirbátur Norðurlanda þegar kemur að fjárveitingum til fæðingarorlofs, barnabóta eða daggæslu samkvæmt nýrri rannsókn. Félagsfræðingur segir vel hægt að útrýma barnafátækt á Íslandi. Skýrslan var kynnt í dag en hún fjallar um lífskjör og fátækt barna á Íslandi á árunum 2004 til 2016.„Staða íslenskra barna er almennt mjög góð þegar við berum okkur saman við önnur lönd en það eru hins vegar ákveðin vandamál sem virðast vera óleyst eins og það að fátækt virðist vera tiltölulega algeng meðal barna einstæðra foreldra og barna öryrkja,“ segir Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur og höfundur skýrslunnar. Aðspurður segir hann erfitt að segja til um það hversu hátt hlutfall barna á Íslandi búi við fátækt enda geti það farið eftir því hvernig fátækt er mæld. „Það er ofboðslega erfitt að meta það með einhverri nákvæmni, það fer eftir því hvaða mælingar við erum að nota. En mælingar svona benda til þess að það sé einhvers staðar kannski á bilinu 10-15%“ Miðast það við hlutfall barna á heimilum sem búa við fjárhagsþrengingar samkvæmt skilgreiningu Eurostat. Félagsfræðingurinn Kolbeinn Stefánsson vann skýrsluna.Vísir/BaldurÞótt ýmislegt mætti betur fara kemur Ísland heilt yfir vel út í erlendum samanburði. „Hins vegar er íslensk fjölskyldustefna frekar veik. Við verjum ekkert rosalega miklum fjármunum, hvorki í barnabætur eða fæðingarorlof og jafnvel daggæslan okkar, þar erum við eftirbátar Norðurlandanna,“ segir Kolbeinn. Hann vill meina að hægt sé að útrýma barnafátækt á Íslandi en skýrslunni eru settar fram fjórar tillögur um að draga megi úr barnafátækt með því að brúa umönnunarbilið milli fæðingarorlofs og daggæslu, auka tilfærslur til einstæðra foreldra, Bjóða ókeypis skólamáltíðir og auka niðurgreiðslu tómstundastarfs fyrir börn sem búa við fjárhagsþrengingar. „Börn eru dálítið í sérstöðu þegar kemur að fátæktarumræðunni. Fólk getur deilt um það hvort að fólk beri ábyrgð á eigin fátækt eða ekki, börn bera aldrei ábyrgð á eigin fátækt,“ segir Kolbeinn. Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Lífskjör barna á Íslandi eru góð í alþjóðlegum samanburði en Ísland er eftirbátur Norðurlanda þegar kemur að fjárveitingum til fæðingarorlofs, barnabóta eða daggæslu samkvæmt nýrri rannsókn. Félagsfræðingur segir vel hægt að útrýma barnafátækt á Íslandi. Skýrslan var kynnt í dag en hún fjallar um lífskjör og fátækt barna á Íslandi á árunum 2004 til 2016.„Staða íslenskra barna er almennt mjög góð þegar við berum okkur saman við önnur lönd en það eru hins vegar ákveðin vandamál sem virðast vera óleyst eins og það að fátækt virðist vera tiltölulega algeng meðal barna einstæðra foreldra og barna öryrkja,“ segir Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur og höfundur skýrslunnar. Aðspurður segir hann erfitt að segja til um það hversu hátt hlutfall barna á Íslandi búi við fátækt enda geti það farið eftir því hvernig fátækt er mæld. „Það er ofboðslega erfitt að meta það með einhverri nákvæmni, það fer eftir því hvaða mælingar við erum að nota. En mælingar svona benda til þess að það sé einhvers staðar kannski á bilinu 10-15%“ Miðast það við hlutfall barna á heimilum sem búa við fjárhagsþrengingar samkvæmt skilgreiningu Eurostat. Félagsfræðingurinn Kolbeinn Stefánsson vann skýrsluna.Vísir/BaldurÞótt ýmislegt mætti betur fara kemur Ísland heilt yfir vel út í erlendum samanburði. „Hins vegar er íslensk fjölskyldustefna frekar veik. Við verjum ekkert rosalega miklum fjármunum, hvorki í barnabætur eða fæðingarorlof og jafnvel daggæslan okkar, þar erum við eftirbátar Norðurlandanna,“ segir Kolbeinn. Hann vill meina að hægt sé að útrýma barnafátækt á Íslandi en skýrslunni eru settar fram fjórar tillögur um að draga megi úr barnafátækt með því að brúa umönnunarbilið milli fæðingarorlofs og daggæslu, auka tilfærslur til einstæðra foreldra, Bjóða ókeypis skólamáltíðir og auka niðurgreiðslu tómstundastarfs fyrir börn sem búa við fjárhagsþrengingar. „Börn eru dálítið í sérstöðu þegar kemur að fátæktarumræðunni. Fólk getur deilt um það hvort að fólk beri ábyrgð á eigin fátækt eða ekki, börn bera aldrei ábyrgð á eigin fátækt,“ segir Kolbeinn.
Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira