Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Andri Eysteinsson skrifar 10. febrúar 2019 17:30 Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. Kristján var gestur nafna síns, Kristjáns Kristjánssonar, á Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag. „Þetta er orðið, því miður, síendurtekið efni. Við höfum séð úrskurði kjararáðs í gegnum tíðina sem hafa skilað alþingismönnum og tekjuhæstu ríkisstarfsmönnum 45% hækkun á einu bretti. Nú sjáum við bankastjóra Landsbankans fara úr 2,1 milljón upp í 3,8 milljónir. Hækkun um 1,7 milljónir á skömmum tíma. Þetta er bara sprengja inn í þetta umhverfi sem við erum í,“ sagði Kristján Þórður.Þrátt fyrir dempaða rödd er málefnið brýnt Kristjánarnir ræddu saman um kjaraviðræðurnar og þá helst stöðu iðnaðarmanna, en minna hefur farið fyrir iðnaðarmönnum í þessum viðræðum en áður. Kristján Þórður sagði viðræður hafa gengið upp og ofan á síðustu vikum, þær hafi þokast áfram en hafi verið brokkgengar að undanförnu. Kristján segir að þrátt fyrir að rödd iðnaðarmanna í viðræðunum sé dempaðri en rödd þeirra sem hafa verið á oddinum fyrir hönd verkalýðshreyfingarinnar, sé málefnið brýnt. Iðnaðarmenn vilja að sögn Kristjáns halda í það sem náðst hefur, einnig þurfi að taka á málefnum erlendra starfsmanna. „Íslenskir iðnaðarmenn þeir fá greidd ákveðin markaðslaun en erlendir starfsmenn fá miklu lægri laun sem eru í besta falli að dansa á taxtanum,“ sagði Kristján og segir gapið á milli vera óásættanlegt. Kristján segir það einnig verkefni verkalýðsfélaganna að tryggja og bæta stöðu fólks eins og mögulegt er og minnist þar á brot gegn starfsmönnum sem fjallað var um í vikunni„Þurfum að sjá hvað ríkið er tilbúið að gera“ Annars segir Kristján Rafiðnaðarsambandið vera með ýmsar stefnur sem snúi að ríkinu, varðandi tekjuskattkerfið og átak í húsnæðismálum. Kristján segir að lækkun tekjuskatts á tekjulægsta hópinn geti létt undir í kjarasamningum. „Við þurfum að sjá hvað ríkið tilbúið að gera í skattamálum til þess að létta undir á öðrum stað. Ríkisstjórnin hefur ekki verið tilbúin til að sýna þeirra hugmyndir á þessum enda. Kristján segir að verkalýðshreyfingin muni ekki sætta sig við ef eingöngu yrði tekið á lægstu launum, og segir að finna þurfi leiðir svo að allir aðilar fái einhvern framgang. Kristján segir mikilvægt að staða láglaunafólks batni en á meðan „þessar gölnu hækkanir“ í efri stigum viðgangist verði engin sátt um slíkar leiðir. Íslenskir bankar Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. 8. febrúar 2019 17:46 Tillögur Eflingar gætu hækkað skatta á millistétt að hluta Leggja til fjögurra þrepa skattkerfi í stað tvgegja eins og í dag 7. febrúar 2019 20:00 Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. 9. febrúar 2019 12:30 Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. Kristján var gestur nafna síns, Kristjáns Kristjánssonar, á Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag. „Þetta er orðið, því miður, síendurtekið efni. Við höfum séð úrskurði kjararáðs í gegnum tíðina sem hafa skilað alþingismönnum og tekjuhæstu ríkisstarfsmönnum 45% hækkun á einu bretti. Nú sjáum við bankastjóra Landsbankans fara úr 2,1 milljón upp í 3,8 milljónir. Hækkun um 1,7 milljónir á skömmum tíma. Þetta er bara sprengja inn í þetta umhverfi sem við erum í,“ sagði Kristján Þórður.Þrátt fyrir dempaða rödd er málefnið brýnt Kristjánarnir ræddu saman um kjaraviðræðurnar og þá helst stöðu iðnaðarmanna, en minna hefur farið fyrir iðnaðarmönnum í þessum viðræðum en áður. Kristján Þórður sagði viðræður hafa gengið upp og ofan á síðustu vikum, þær hafi þokast áfram en hafi verið brokkgengar að undanförnu. Kristján segir að þrátt fyrir að rödd iðnaðarmanna í viðræðunum sé dempaðri en rödd þeirra sem hafa verið á oddinum fyrir hönd verkalýðshreyfingarinnar, sé málefnið brýnt. Iðnaðarmenn vilja að sögn Kristjáns halda í það sem náðst hefur, einnig þurfi að taka á málefnum erlendra starfsmanna. „Íslenskir iðnaðarmenn þeir fá greidd ákveðin markaðslaun en erlendir starfsmenn fá miklu lægri laun sem eru í besta falli að dansa á taxtanum,“ sagði Kristján og segir gapið á milli vera óásættanlegt. Kristján segir það einnig verkefni verkalýðsfélaganna að tryggja og bæta stöðu fólks eins og mögulegt er og minnist þar á brot gegn starfsmönnum sem fjallað var um í vikunni„Þurfum að sjá hvað ríkið er tilbúið að gera“ Annars segir Kristján Rafiðnaðarsambandið vera með ýmsar stefnur sem snúi að ríkinu, varðandi tekjuskattkerfið og átak í húsnæðismálum. Kristján segir að lækkun tekjuskatts á tekjulægsta hópinn geti létt undir í kjarasamningum. „Við þurfum að sjá hvað ríkið tilbúið að gera í skattamálum til þess að létta undir á öðrum stað. Ríkisstjórnin hefur ekki verið tilbúin til að sýna þeirra hugmyndir á þessum enda. Kristján segir að verkalýðshreyfingin muni ekki sætta sig við ef eingöngu yrði tekið á lægstu launum, og segir að finna þurfi leiðir svo að allir aðilar fái einhvern framgang. Kristján segir mikilvægt að staða láglaunafólks batni en á meðan „þessar gölnu hækkanir“ í efri stigum viðgangist verði engin sátt um slíkar leiðir.
Íslenskir bankar Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. 8. febrúar 2019 17:46 Tillögur Eflingar gætu hækkað skatta á millistétt að hluta Leggja til fjögurra þrepa skattkerfi í stað tvgegja eins og í dag 7. febrúar 2019 20:00 Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. 9. febrúar 2019 12:30 Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. 8. febrúar 2019 17:46
Tillögur Eflingar gætu hækkað skatta á millistétt að hluta Leggja til fjögurra þrepa skattkerfi í stað tvgegja eins og í dag 7. febrúar 2019 20:00
Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. 9. febrúar 2019 12:30
Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00