Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Andri Eysteinsson skrifar 10. febrúar 2019 17:30 Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. Kristján var gestur nafna síns, Kristjáns Kristjánssonar, á Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag. „Þetta er orðið, því miður, síendurtekið efni. Við höfum séð úrskurði kjararáðs í gegnum tíðina sem hafa skilað alþingismönnum og tekjuhæstu ríkisstarfsmönnum 45% hækkun á einu bretti. Nú sjáum við bankastjóra Landsbankans fara úr 2,1 milljón upp í 3,8 milljónir. Hækkun um 1,7 milljónir á skömmum tíma. Þetta er bara sprengja inn í þetta umhverfi sem við erum í,“ sagði Kristján Þórður.Þrátt fyrir dempaða rödd er málefnið brýnt Kristjánarnir ræddu saman um kjaraviðræðurnar og þá helst stöðu iðnaðarmanna, en minna hefur farið fyrir iðnaðarmönnum í þessum viðræðum en áður. Kristján Þórður sagði viðræður hafa gengið upp og ofan á síðustu vikum, þær hafi þokast áfram en hafi verið brokkgengar að undanförnu. Kristján segir að þrátt fyrir að rödd iðnaðarmanna í viðræðunum sé dempaðri en rödd þeirra sem hafa verið á oddinum fyrir hönd verkalýðshreyfingarinnar, sé málefnið brýnt. Iðnaðarmenn vilja að sögn Kristjáns halda í það sem náðst hefur, einnig þurfi að taka á málefnum erlendra starfsmanna. „Íslenskir iðnaðarmenn þeir fá greidd ákveðin markaðslaun en erlendir starfsmenn fá miklu lægri laun sem eru í besta falli að dansa á taxtanum,“ sagði Kristján og segir gapið á milli vera óásættanlegt. Kristján segir það einnig verkefni verkalýðsfélaganna að tryggja og bæta stöðu fólks eins og mögulegt er og minnist þar á brot gegn starfsmönnum sem fjallað var um í vikunni„Þurfum að sjá hvað ríkið er tilbúið að gera“ Annars segir Kristján Rafiðnaðarsambandið vera með ýmsar stefnur sem snúi að ríkinu, varðandi tekjuskattkerfið og átak í húsnæðismálum. Kristján segir að lækkun tekjuskatts á tekjulægsta hópinn geti létt undir í kjarasamningum. „Við þurfum að sjá hvað ríkið tilbúið að gera í skattamálum til þess að létta undir á öðrum stað. Ríkisstjórnin hefur ekki verið tilbúin til að sýna þeirra hugmyndir á þessum enda. Kristján segir að verkalýðshreyfingin muni ekki sætta sig við ef eingöngu yrði tekið á lægstu launum, og segir að finna þurfi leiðir svo að allir aðilar fái einhvern framgang. Kristján segir mikilvægt að staða láglaunafólks batni en á meðan „þessar gölnu hækkanir“ í efri stigum viðgangist verði engin sátt um slíkar leiðir. Íslenskir bankar Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. 8. febrúar 2019 17:46 Tillögur Eflingar gætu hækkað skatta á millistétt að hluta Leggja til fjögurra þrepa skattkerfi í stað tvgegja eins og í dag 7. febrúar 2019 20:00 Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. 9. febrúar 2019 12:30 Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. Kristján var gestur nafna síns, Kristjáns Kristjánssonar, á Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag. „Þetta er orðið, því miður, síendurtekið efni. Við höfum séð úrskurði kjararáðs í gegnum tíðina sem hafa skilað alþingismönnum og tekjuhæstu ríkisstarfsmönnum 45% hækkun á einu bretti. Nú sjáum við bankastjóra Landsbankans fara úr 2,1 milljón upp í 3,8 milljónir. Hækkun um 1,7 milljónir á skömmum tíma. Þetta er bara sprengja inn í þetta umhverfi sem við erum í,“ sagði Kristján Þórður.Þrátt fyrir dempaða rödd er málefnið brýnt Kristjánarnir ræddu saman um kjaraviðræðurnar og þá helst stöðu iðnaðarmanna, en minna hefur farið fyrir iðnaðarmönnum í þessum viðræðum en áður. Kristján Þórður sagði viðræður hafa gengið upp og ofan á síðustu vikum, þær hafi þokast áfram en hafi verið brokkgengar að undanförnu. Kristján segir að þrátt fyrir að rödd iðnaðarmanna í viðræðunum sé dempaðri en rödd þeirra sem hafa verið á oddinum fyrir hönd verkalýðshreyfingarinnar, sé málefnið brýnt. Iðnaðarmenn vilja að sögn Kristjáns halda í það sem náðst hefur, einnig þurfi að taka á málefnum erlendra starfsmanna. „Íslenskir iðnaðarmenn þeir fá greidd ákveðin markaðslaun en erlendir starfsmenn fá miklu lægri laun sem eru í besta falli að dansa á taxtanum,“ sagði Kristján og segir gapið á milli vera óásættanlegt. Kristján segir það einnig verkefni verkalýðsfélaganna að tryggja og bæta stöðu fólks eins og mögulegt er og minnist þar á brot gegn starfsmönnum sem fjallað var um í vikunni„Þurfum að sjá hvað ríkið er tilbúið að gera“ Annars segir Kristján Rafiðnaðarsambandið vera með ýmsar stefnur sem snúi að ríkinu, varðandi tekjuskattkerfið og átak í húsnæðismálum. Kristján segir að lækkun tekjuskatts á tekjulægsta hópinn geti létt undir í kjarasamningum. „Við þurfum að sjá hvað ríkið tilbúið að gera í skattamálum til þess að létta undir á öðrum stað. Ríkisstjórnin hefur ekki verið tilbúin til að sýna þeirra hugmyndir á þessum enda. Kristján segir að verkalýðshreyfingin muni ekki sætta sig við ef eingöngu yrði tekið á lægstu launum, og segir að finna þurfi leiðir svo að allir aðilar fái einhvern framgang. Kristján segir mikilvægt að staða láglaunafólks batni en á meðan „þessar gölnu hækkanir“ í efri stigum viðgangist verði engin sátt um slíkar leiðir.
Íslenskir bankar Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. 8. febrúar 2019 17:46 Tillögur Eflingar gætu hækkað skatta á millistétt að hluta Leggja til fjögurra þrepa skattkerfi í stað tvgegja eins og í dag 7. febrúar 2019 20:00 Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. 9. febrúar 2019 12:30 Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. 8. febrúar 2019 17:46
Tillögur Eflingar gætu hækkað skatta á millistétt að hluta Leggja til fjögurra þrepa skattkerfi í stað tvgegja eins og í dag 7. febrúar 2019 20:00
Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. 9. febrúar 2019 12:30
Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði