Mandela fagnaði frelsinu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 11. febrúar 2019 08:00 Nelson Mandela. vísir/getty Á þessum degi árið 1990 lauk 27 ára fangelsisvist mannréttindafrömuðarins Nelsons Mandela. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í Suður-Afríku þegar Mandela fagnaði frelsi með konu sinni, Winnie Madikizela, á götum Jóhannesarborgar. Eitt af fyrstu verkum Mandela var að ávarpa fjöldasamkomu á Soccer City-leikavanginum í borginni en talið er að um 100 þúsund manns hafi verið á staðnum. Fangelsun Mandela má rekja til baráttu hans gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Hann var handtekinn ásamt öðrum aðgerðasinnum árið 1962 og var ári seinna dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir landráð. Saksóknari hafði farið fram á dauðadóm yfir Mandela og félögum hans. Mandela var vistaður í fangelsinu á Robben-eyju á árunum 1964 til 1982, eða þangað til að hann var fluttur í Victor Verster-fangelsið. Barátta Mandela fyrir réttindum blökkufólks í Suður-Afríku, handtaka hans og endanleg fangelsun vakti heimsathygli og ekki síður þær fregnir sem bárust af þeirri hörmulegu meðferð sem Mandela sætti á Robben-eyju. Um það leyti sem frelsun Mandela var í nánd var mörgum orðið ljóst að aðskilnaðarstefnan væri úrelt fyrirkomulag. F.W. de Klerk, sem gegndi tímabundið embætti forseta, lýsti þessari skoðun. Hann beitti sér fyrir frelsun Mandela, sem síðan varð að veruleika 11. febrúar árið 1990. Árið 1994 vann flokkur Mandela, Afríska þjóðarráðið, afgerandi sigur í almennum þingkosningum og var Mandela útnefndur forseti í kjölfarið og varð þar með fyrsti lýðræðislega kjörni forseti landsins. Mandela átti eftir að beita sér af miklum krafti við að afnema aðskilnaðarstefnuna og við að koma á friði milli svartra og hvítra í Suður-Afríku. Mandela lést 5. desember árið 2013. Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Tímamót Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Á þessum degi árið 1990 lauk 27 ára fangelsisvist mannréttindafrömuðarins Nelsons Mandela. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í Suður-Afríku þegar Mandela fagnaði frelsi með konu sinni, Winnie Madikizela, á götum Jóhannesarborgar. Eitt af fyrstu verkum Mandela var að ávarpa fjöldasamkomu á Soccer City-leikavanginum í borginni en talið er að um 100 þúsund manns hafi verið á staðnum. Fangelsun Mandela má rekja til baráttu hans gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Hann var handtekinn ásamt öðrum aðgerðasinnum árið 1962 og var ári seinna dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir landráð. Saksóknari hafði farið fram á dauðadóm yfir Mandela og félögum hans. Mandela var vistaður í fangelsinu á Robben-eyju á árunum 1964 til 1982, eða þangað til að hann var fluttur í Victor Verster-fangelsið. Barátta Mandela fyrir réttindum blökkufólks í Suður-Afríku, handtaka hans og endanleg fangelsun vakti heimsathygli og ekki síður þær fregnir sem bárust af þeirri hörmulegu meðferð sem Mandela sætti á Robben-eyju. Um það leyti sem frelsun Mandela var í nánd var mörgum orðið ljóst að aðskilnaðarstefnan væri úrelt fyrirkomulag. F.W. de Klerk, sem gegndi tímabundið embætti forseta, lýsti þessari skoðun. Hann beitti sér fyrir frelsun Mandela, sem síðan varð að veruleika 11. febrúar árið 1990. Árið 1994 vann flokkur Mandela, Afríska þjóðarráðið, afgerandi sigur í almennum þingkosningum og var Mandela útnefndur forseti í kjölfarið og varð þar með fyrsti lýðræðislega kjörni forseti landsins. Mandela átti eftir að beita sér af miklum krafti við að afnema aðskilnaðarstefnuna og við að koma á friði milli svartra og hvítra í Suður-Afríku. Mandela lést 5. desember árið 2013.
Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Tímamót Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira