Launahækkun bankastjóra óskynsamleg og óverjandi ákvörðun Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. febrúar 2019 06:15 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/Baldur Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, gagnrýnir harðlega þá ákvörðun bankaráðs Landsbankans að hækka laun bankastjóra síns verulega í tvígang með stuttu millibili, líkt og Fréttablaðið greindi frá um helgina. Sakar hann bankaráðið um taktleysi. „Fréttir sem berast af launahækkun bankastjóra Landsbankans eru slæmar,“ segir Halldór Benjamín. „Að þetta gerist hjá banka í eigu ríkisins gengur þvert á vilja eiganda bankans og er í senn óskynsamleg og óverjandi ákvörðun að mínu mati. Hækkunartakturinn stenst enga skoðun eða viðmið á vinnumarkaði. Til allrar hamingju er þetta undantekning frekar en regla hjá stærstu fyrirtækjum landsins. Það gerir hins vegar hvorki lítið úr alvarleika málsins né þeim dómgreindarbresti sem birtist í þessari ákvörðun.“ Fréttir af hækkun mánaðarlauna bankastjórans um 1,2 milljónir 1. júlí 2017 og aftur um 550 þúsund í apríl 2018 koma á versta tíma inn í viðkvæmar kjaraviðræður. Verkalýðsforystan hefur enda gagnrýnt hana harkalega um helgina. Halldór segir að launahækkunina þó ekki skapa svigrúm. „Svigrúm fyrirtækja til að hækka laun á almennum vinnumarkaði ræðst auðvitað ekki af ákvörðunum um laun landsbankastjóra sem SA hefur enga aðkomu að. Langflest fyrirtæki á Íslandi eru lítil og meðalstór og aðstæður hafa farið versnandi í hagkerfinu. Efnahagsuppsveiflunni er lokið og kjarasamningar verða að taka mið af þeirri efnahagslegu staðreynd. SA hafa á undanförnum árum hvatt til þess að launahækkanir stjórnenda væru í takti við aðrar hækkanir sem almennt hafa verið.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, gagnrýnir harðlega þá ákvörðun bankaráðs Landsbankans að hækka laun bankastjóra síns verulega í tvígang með stuttu millibili, líkt og Fréttablaðið greindi frá um helgina. Sakar hann bankaráðið um taktleysi. „Fréttir sem berast af launahækkun bankastjóra Landsbankans eru slæmar,“ segir Halldór Benjamín. „Að þetta gerist hjá banka í eigu ríkisins gengur þvert á vilja eiganda bankans og er í senn óskynsamleg og óverjandi ákvörðun að mínu mati. Hækkunartakturinn stenst enga skoðun eða viðmið á vinnumarkaði. Til allrar hamingju er þetta undantekning frekar en regla hjá stærstu fyrirtækjum landsins. Það gerir hins vegar hvorki lítið úr alvarleika málsins né þeim dómgreindarbresti sem birtist í þessari ákvörðun.“ Fréttir af hækkun mánaðarlauna bankastjórans um 1,2 milljónir 1. júlí 2017 og aftur um 550 þúsund í apríl 2018 koma á versta tíma inn í viðkvæmar kjaraviðræður. Verkalýðsforystan hefur enda gagnrýnt hana harkalega um helgina. Halldór segir að launahækkunina þó ekki skapa svigrúm. „Svigrúm fyrirtækja til að hækka laun á almennum vinnumarkaði ræðst auðvitað ekki af ákvörðunum um laun landsbankastjóra sem SA hefur enga aðkomu að. Langflest fyrirtæki á Íslandi eru lítil og meðalstór og aðstæður hafa farið versnandi í hagkerfinu. Efnahagsuppsveiflunni er lokið og kjarasamningar verða að taka mið af þeirri efnahagslegu staðreynd. SA hafa á undanförnum árum hvatt til þess að launahækkanir stjórnenda væru í takti við aðrar hækkanir sem almennt hafa verið.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00