NASA reynir að varpa ljósi á uppruna alheimsins Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2019 22:41 SPHEREx mun greina rúmlega 300 milljónir stjörnuþoka og rúmlega hundrað milljónir reikistjarna. Vísir/NASA Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, ætla sér að reyna að varpa ljósi á uppruna alheimsins og kanna hvort grunnblokkir lífs, eins og við þekkjum þær, séu algengar í stjörnuþoku okkar. Til þess ætla vísindamennirnir að notast við gervihnöttinn Spectro-Photometer for the History of the Universe, eða SPHEREx og stendur til að skjóta honum á braut um jörðina árið 2023.SPHEREx greinir ljós og verður notaður til að greina rúmlega 300 milljónir stjörnuþoka. Sumar þeirra eru svo fjarlægar að það hefur tekið ljósið frá þeim tíu milljarða ára að ná til jarðarinnar. Þar að auki mun SPHEREx greina rúmlega hundrað milljónir sólkerfa í stjörnuþokunni okkar og leita að vatni og lífrænum sameindum.„Þetta verkefni mun safna fjársjóði einstakra gagna fyrir stjörnufræðinga,“ er haft eftir Thomas Zurbuchen á vef NASA. Hann segir að sá fjársjóður muni innihalda einstakt kort af alheiminum og „fingraför“ uppruna hans.„Þar að auki munum við finna nýjar vísbendingar um hvað olli því að alheimurinn víkkaði svo hratt úr minna en nanó-sekúndu eftir Stórahvell.“ Hægt verður að nota gögn frá SPHEREx til að velja sérstök skotmörk fyrir James Webb sjónaukann, sem leysa á Hubble af hólmi, og WFIRST sjónaukann sem ætlað er að greina reikistjörnur og finna hulduefni (Dark matter).Reiknað er með því að þróun og smíði SHEREx muni kosta 242 milljónir dala. Verkefnið er eitt af níu tillögum sem bárust til NASA og var valið af sérstöku ráði vísindamanna stofnunarinnar. Geimurinn Tækni Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, ætla sér að reyna að varpa ljósi á uppruna alheimsins og kanna hvort grunnblokkir lífs, eins og við þekkjum þær, séu algengar í stjörnuþoku okkar. Til þess ætla vísindamennirnir að notast við gervihnöttinn Spectro-Photometer for the History of the Universe, eða SPHEREx og stendur til að skjóta honum á braut um jörðina árið 2023.SPHEREx greinir ljós og verður notaður til að greina rúmlega 300 milljónir stjörnuþoka. Sumar þeirra eru svo fjarlægar að það hefur tekið ljósið frá þeim tíu milljarða ára að ná til jarðarinnar. Þar að auki mun SPHEREx greina rúmlega hundrað milljónir sólkerfa í stjörnuþokunni okkar og leita að vatni og lífrænum sameindum.„Þetta verkefni mun safna fjársjóði einstakra gagna fyrir stjörnufræðinga,“ er haft eftir Thomas Zurbuchen á vef NASA. Hann segir að sá fjársjóður muni innihalda einstakt kort af alheiminum og „fingraför“ uppruna hans.„Þar að auki munum við finna nýjar vísbendingar um hvað olli því að alheimurinn víkkaði svo hratt úr minna en nanó-sekúndu eftir Stórahvell.“ Hægt verður að nota gögn frá SPHEREx til að velja sérstök skotmörk fyrir James Webb sjónaukann, sem leysa á Hubble af hólmi, og WFIRST sjónaukann sem ætlað er að greina reikistjörnur og finna hulduefni (Dark matter).Reiknað er með því að þróun og smíði SHEREx muni kosta 242 milljónir dala. Verkefnið er eitt af níu tillögum sem bárust til NASA og var valið af sérstöku ráði vísindamanna stofnunarinnar.
Geimurinn Tækni Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira