Rannsaka möguleg tengsl Skrípalmálsins við eiturárás í Búlgaríu Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2019 10:34 Borisov, forsætisráðherra Búlgaríu, segir þarlenda lögreglumenn vinna með breskum lögreglu- og leyniþjónustumönnum að rannsókninni. Vísir/EPA Forsætisráðherra Búlgaríu segir að breskir rannsóknarlögreglumenn vinni nú með lögreglunni þar í landi að rannsókn á mögulegum tengslum taugaeitursárásarinnar á Sergei Skrípal í fyrra og óupplýstrar árásar á búlgarskan vopnasala árið 2015. Emilian Gebrev, eignandi vopnaverksmiðju, sonur hans og einn stjórnenda fyrirtækis hans urðu fyrir eitrun árið 2015. Þeir féllu í dá en lifðu eitrunina af. Málið hefur aldrei verið upplýst. Eftir að eitrað var fyrir Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, í bænum Salisbury á Englandi í mars í fyrra hafði Gebrev samband við búlgarska saksóknara og lét þá fá niðurstöður rannsókna sem gerðar voru á þeim árið 2015. The Guardian segir að Gebrev telji að þremenningunum hafi verið byrlað taugaeitrið novichok sem notað var í tilræðinu gegn Skrípal. Boyko Borisov, forsætisráðherra Búlgaríu, segir að þegar yfirvöld hafi heyrt af möguleikanum á að novichok hafi komið við sögu hafi þau þegar sett sig í samband við bresk stjórnvöld. Það hafi gerst fyrir nokkrum mánuðum. Vefsíðan Bellingcat, sem ljóstraði upp um nöfn tilræðismanna Skrípal í fyrra, birti frétt í síðustu viku þar sem kom fram að annar grunaður rússneskur leyniþjónustumaður hafi bæðið verið í Búlgaríu þegar eitrað var fyrir Gebrev og í Bretlandi þegar árásin á Skrípal var gerð. Sjálfur segist Gebrev ekki vita hvers vegna rússneska leyniþjónustan hefði átt að vilja eitra fyrir honum. Rússnesk stjórnvöld hafa ítrekað neitað því að hafa komið nærri Skrípal-tilræðinu. Bretland Búlgaría England Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Forsætisráðherra Búlgaríu segir að breskir rannsóknarlögreglumenn vinni nú með lögreglunni þar í landi að rannsókn á mögulegum tengslum taugaeitursárásarinnar á Sergei Skrípal í fyrra og óupplýstrar árásar á búlgarskan vopnasala árið 2015. Emilian Gebrev, eignandi vopnaverksmiðju, sonur hans og einn stjórnenda fyrirtækis hans urðu fyrir eitrun árið 2015. Þeir féllu í dá en lifðu eitrunina af. Málið hefur aldrei verið upplýst. Eftir að eitrað var fyrir Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, í bænum Salisbury á Englandi í mars í fyrra hafði Gebrev samband við búlgarska saksóknara og lét þá fá niðurstöður rannsókna sem gerðar voru á þeim árið 2015. The Guardian segir að Gebrev telji að þremenningunum hafi verið byrlað taugaeitrið novichok sem notað var í tilræðinu gegn Skrípal. Boyko Borisov, forsætisráðherra Búlgaríu, segir að þegar yfirvöld hafi heyrt af möguleikanum á að novichok hafi komið við sögu hafi þau þegar sett sig í samband við bresk stjórnvöld. Það hafi gerst fyrir nokkrum mánuðum. Vefsíðan Bellingcat, sem ljóstraði upp um nöfn tilræðismanna Skrípal í fyrra, birti frétt í síðustu viku þar sem kom fram að annar grunaður rússneskur leyniþjónustumaður hafi bæðið verið í Búlgaríu þegar eitrað var fyrir Gebrev og í Bretlandi þegar árásin á Skrípal var gerð. Sjálfur segist Gebrev ekki vita hvers vegna rússneska leyniþjónustan hefði átt að vilja eitra fyrir honum. Rússnesk stjórnvöld hafa ítrekað neitað því að hafa komið nærri Skrípal-tilræðinu.
Bretland Búlgaría England Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira