Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innherjasvik hjá Icelandair Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. febrúar 2019 14:30 Kjartan Bergur Jónsson, Kjartan Jónsson og Kristján Georg Jósteinsson hlutu allir dóm í dag. Vísir/vilhelm Mennirnir þrír sem ákærðir voru í Icelandair-innherjasvikamálinu voru allir sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Tveir voru dæmdir til fangelsisvistar en sá þriðji hlaut skilorðsbundinn dóm, auk þess sem 52 milljónir króna voru gerðar upptækar. Hinir ákærðu í málinu, þeir Kristján Georg Jósteinsson, Kjartan Jónsson og Kjartan Bergur Jónsson (framvegis Kjartan Bergur til aðgreiningar) höfðu allir haldið fram sakleysi sínu. Mennirnir þrír voru ákærðir fyrir innherjasvik eða hlutdeild í slíku broti á árunum 2015 til 2017. Talið er að þeir hafi notfært sér upplýsingar frá Kjartani, sem hafði stöðu fruminnherja, í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair og hagnast um rúmlega 61 milljón króna með gjörningnum. Eini sakborningurinn sem mætti í dómsal í dag, Kjartan Jónsson, var dæmdur til 18 mánaða fangelsisvistar fyrir aðild sína að málinu. Auk þess gerði dómarinn kröfu um að næstum milljón króna yrði gerð upptæk, en fjárhæðin hafði verið á bankareikningi sem lagt var hald á við rannsókn málsins árið 2017. Þá var honum jafnframt gert að greiða tvo þriðju hluta verjendalauna sinna, en restin var greidd úr ríkissjóði. Kristján Georg var að sama skapi dæmdur til fangelsisvistar, í 3 ár og 6 mánuði. Þá var auk þess gerð krafa um að félag hans sem einnig var ákært í málinu, Fastrek, sætti upptöku alls um 32 milljóna króna. Fjárhæðin er hluti af andvirði fasteignar að Dyngjuvegi 14 í Reykjavík, sem kyrrsett var í maí árið 2017. Hann skal jafnframt greiða þrjá fjórðu hluta verjendalauna sinna, en ríkissjóður stendur straum af fjórðungi kostnaðarins. Kjartan Jónsson var eini sakborningurinn sem var viðstaddur dómsuppkvaðninguna. Með honum er Reimar Pétursson, verjandi.Vísir/sój Þá hlaut Kjartan Bergur fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm. Hann þarf jafnframt að sæta upptöku á rúmlega 21 milljón króna, sem bæði er hluti af andvirði fasteignar á Vatnstíg, sem kyrrsett var í fyrra, sem og reiðufé. Honum var gert að greiða öll málsvarnarlaun sín. Á tímabili brota samkvæmt ákæru gegndi Kjartan starfi forstöðumanns leiðakerfisstjórnunar Icelandair, sem er hluti af fyrirtækjasamstæðu móðurfelagsins Icelandair Group hf. Hann var skilgreindur í hópi lykilstarfsmanna og skráður fruminnherji í móðurfélaginu. Kristján Georg er fyrrverandi eigandi félagsins Fastreks, sem hét áður VIP Travel, en viðskipti með hlutabréfin voru gerð í nafni félagsins. VIP Travel var eitt sinn tengt kampavínsklúbbnum VIP Club en greiðslur til klúbbsins fóru í gegnum félagið. Þá á Kristján að baki átján mánaða dóm fyrir rekstur pókerstaðar í Skeifunni en hann rekur í dag skemmtistaðinn Shooters við Austurstæti. Fram kom í máli saksóknara við aðalmeðferð málsins, sem fram fór í janúar, að hann teldi við hæfi að Kjartan hlyti 2 til 2 og hálfs árs dóm, Kristján Georg hlyti 3 til 3 og hálfs árs dóm og Kjartan Bergur yrði dæmdur til 6 til 9 mánaða fangelsisvistar. Þar að auki skyldu fjármunir, alls að fjárhæð rúmlega 90 milljónir króna, gerðir upptækir. Vísir fylgdist náið með aðalmeðferð málsins. Fréttir af aðalmeðferðinni má nálgast hér að neðan. Dómsmál Icelandair Innherjasvik hjá Icelandair Tengdar fréttir Innherjasvik í Icelandair: Minnti á að reynsluboltinn í kampavínsklúbbsrekstri væri fjölskyldumaður Reimar Snæfell Pétursson fer fram á sýknudóm yfir Kristjáni Georgi Jósteinssyni. 24. janúar 2019 14:34 Innherjasvik í Icelandair: Segist vakna á morgnana og bíða eftir að dagurinn klárist Gunnar Nelson, milljónir í bókahillu, íslenskumenntun og afmælisdagur á nærbuxunum er meðal þess sem bar á góma við aðalmeðferðina í Icelandair-innherjasvikamálinu svokallaða. 23. janúar 2019 13:30 Innherjasvik í Icelandair: Segir sekt Kjarra Sambó alls ekki blasa við Ákæran á hendur Kjartani Bergi Jónssyni er svo furðuleg að það hvarflaði að honum að fara fram á frávísun málsins, að sögn Gríms Sigurðarsonar verjanda hans. Kjartan Bergur hafi þó að endingu viljað fara fram á að vera sýknaður, í eitt skipti fyrir öll. 24. janúar 2019 15:20 Innherjasvik í Icelandair: Fimm milljóna lán í reiðufé til að koma Matstöðinni á koppinn Matthías Sveinbjörnsson, forstöðumaður tekjustýringar hjá Icelandair, segist hafa haft upplýsingar frá Kjartani Jónssyni til hliðsjónar þegar hann gerði tekjuspár fyrir Icelandair. 23. janúar 2019 15:49 Innherjasvik í Icelandair: „Ef það lítur út eins og önd...“ Að sögn saksóknara byggði sönnunarfærsla í svona málum því oftar en ekki á óbeinni sönnun, sem telst þó fullgild sönnun samkvæmt íslenskum lögum. Ef það lítur út eins og önd, labbar eins og önd og kvakar eins og önd – þá er það líklega önd, eins og Finnur komst að orði. 24. janúar 2019 11:32 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Mennirnir þrír sem ákærðir voru í Icelandair-innherjasvikamálinu voru allir sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Tveir voru dæmdir til fangelsisvistar en sá þriðji hlaut skilorðsbundinn dóm, auk þess sem 52 milljónir króna voru gerðar upptækar. Hinir ákærðu í málinu, þeir Kristján Georg Jósteinsson, Kjartan Jónsson og Kjartan Bergur Jónsson (framvegis Kjartan Bergur til aðgreiningar) höfðu allir haldið fram sakleysi sínu. Mennirnir þrír voru ákærðir fyrir innherjasvik eða hlutdeild í slíku broti á árunum 2015 til 2017. Talið er að þeir hafi notfært sér upplýsingar frá Kjartani, sem hafði stöðu fruminnherja, í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair og hagnast um rúmlega 61 milljón króna með gjörningnum. Eini sakborningurinn sem mætti í dómsal í dag, Kjartan Jónsson, var dæmdur til 18 mánaða fangelsisvistar fyrir aðild sína að málinu. Auk þess gerði dómarinn kröfu um að næstum milljón króna yrði gerð upptæk, en fjárhæðin hafði verið á bankareikningi sem lagt var hald á við rannsókn málsins árið 2017. Þá var honum jafnframt gert að greiða tvo þriðju hluta verjendalauna sinna, en restin var greidd úr ríkissjóði. Kristján Georg var að sama skapi dæmdur til fangelsisvistar, í 3 ár og 6 mánuði. Þá var auk þess gerð krafa um að félag hans sem einnig var ákært í málinu, Fastrek, sætti upptöku alls um 32 milljóna króna. Fjárhæðin er hluti af andvirði fasteignar að Dyngjuvegi 14 í Reykjavík, sem kyrrsett var í maí árið 2017. Hann skal jafnframt greiða þrjá fjórðu hluta verjendalauna sinna, en ríkissjóður stendur straum af fjórðungi kostnaðarins. Kjartan Jónsson var eini sakborningurinn sem var viðstaddur dómsuppkvaðninguna. Með honum er Reimar Pétursson, verjandi.Vísir/sój Þá hlaut Kjartan Bergur fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm. Hann þarf jafnframt að sæta upptöku á rúmlega 21 milljón króna, sem bæði er hluti af andvirði fasteignar á Vatnstíg, sem kyrrsett var í fyrra, sem og reiðufé. Honum var gert að greiða öll málsvarnarlaun sín. Á tímabili brota samkvæmt ákæru gegndi Kjartan starfi forstöðumanns leiðakerfisstjórnunar Icelandair, sem er hluti af fyrirtækjasamstæðu móðurfelagsins Icelandair Group hf. Hann var skilgreindur í hópi lykilstarfsmanna og skráður fruminnherji í móðurfélaginu. Kristján Georg er fyrrverandi eigandi félagsins Fastreks, sem hét áður VIP Travel, en viðskipti með hlutabréfin voru gerð í nafni félagsins. VIP Travel var eitt sinn tengt kampavínsklúbbnum VIP Club en greiðslur til klúbbsins fóru í gegnum félagið. Þá á Kristján að baki átján mánaða dóm fyrir rekstur pókerstaðar í Skeifunni en hann rekur í dag skemmtistaðinn Shooters við Austurstæti. Fram kom í máli saksóknara við aðalmeðferð málsins, sem fram fór í janúar, að hann teldi við hæfi að Kjartan hlyti 2 til 2 og hálfs árs dóm, Kristján Georg hlyti 3 til 3 og hálfs árs dóm og Kjartan Bergur yrði dæmdur til 6 til 9 mánaða fangelsisvistar. Þar að auki skyldu fjármunir, alls að fjárhæð rúmlega 90 milljónir króna, gerðir upptækir. Vísir fylgdist náið með aðalmeðferð málsins. Fréttir af aðalmeðferðinni má nálgast hér að neðan.
Dómsmál Icelandair Innherjasvik hjá Icelandair Tengdar fréttir Innherjasvik í Icelandair: Minnti á að reynsluboltinn í kampavínsklúbbsrekstri væri fjölskyldumaður Reimar Snæfell Pétursson fer fram á sýknudóm yfir Kristjáni Georgi Jósteinssyni. 24. janúar 2019 14:34 Innherjasvik í Icelandair: Segist vakna á morgnana og bíða eftir að dagurinn klárist Gunnar Nelson, milljónir í bókahillu, íslenskumenntun og afmælisdagur á nærbuxunum er meðal þess sem bar á góma við aðalmeðferðina í Icelandair-innherjasvikamálinu svokallaða. 23. janúar 2019 13:30 Innherjasvik í Icelandair: Segir sekt Kjarra Sambó alls ekki blasa við Ákæran á hendur Kjartani Bergi Jónssyni er svo furðuleg að það hvarflaði að honum að fara fram á frávísun málsins, að sögn Gríms Sigurðarsonar verjanda hans. Kjartan Bergur hafi þó að endingu viljað fara fram á að vera sýknaður, í eitt skipti fyrir öll. 24. janúar 2019 15:20 Innherjasvik í Icelandair: Fimm milljóna lán í reiðufé til að koma Matstöðinni á koppinn Matthías Sveinbjörnsson, forstöðumaður tekjustýringar hjá Icelandair, segist hafa haft upplýsingar frá Kjartani Jónssyni til hliðsjónar þegar hann gerði tekjuspár fyrir Icelandair. 23. janúar 2019 15:49 Innherjasvik í Icelandair: „Ef það lítur út eins og önd...“ Að sögn saksóknara byggði sönnunarfærsla í svona málum því oftar en ekki á óbeinni sönnun, sem telst þó fullgild sönnun samkvæmt íslenskum lögum. Ef það lítur út eins og önd, labbar eins og önd og kvakar eins og önd – þá er það líklega önd, eins og Finnur komst að orði. 24. janúar 2019 11:32 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Innherjasvik í Icelandair: Minnti á að reynsluboltinn í kampavínsklúbbsrekstri væri fjölskyldumaður Reimar Snæfell Pétursson fer fram á sýknudóm yfir Kristjáni Georgi Jósteinssyni. 24. janúar 2019 14:34
Innherjasvik í Icelandair: Segist vakna á morgnana og bíða eftir að dagurinn klárist Gunnar Nelson, milljónir í bókahillu, íslenskumenntun og afmælisdagur á nærbuxunum er meðal þess sem bar á góma við aðalmeðferðina í Icelandair-innherjasvikamálinu svokallaða. 23. janúar 2019 13:30
Innherjasvik í Icelandair: Segir sekt Kjarra Sambó alls ekki blasa við Ákæran á hendur Kjartani Bergi Jónssyni er svo furðuleg að það hvarflaði að honum að fara fram á frávísun málsins, að sögn Gríms Sigurðarsonar verjanda hans. Kjartan Bergur hafi þó að endingu viljað fara fram á að vera sýknaður, í eitt skipti fyrir öll. 24. janúar 2019 15:20
Innherjasvik í Icelandair: Fimm milljóna lán í reiðufé til að koma Matstöðinni á koppinn Matthías Sveinbjörnsson, forstöðumaður tekjustýringar hjá Icelandair, segist hafa haft upplýsingar frá Kjartani Jónssyni til hliðsjónar þegar hann gerði tekjuspár fyrir Icelandair. 23. janúar 2019 15:49
Innherjasvik í Icelandair: „Ef það lítur út eins og önd...“ Að sögn saksóknara byggði sönnunarfærsla í svona málum því oftar en ekki á óbeinni sönnun, sem telst þó fullgild sönnun samkvæmt íslenskum lögum. Ef það lítur út eins og önd, labbar eins og önd og kvakar eins og önd – þá er það líklega önd, eins og Finnur komst að orði. 24. janúar 2019 11:32