Kulnun í starfi vaxandi vandamál Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. febrúar 2019 20:00 Þrjátíu til þrjátíu og fimm prósent þeirra sem hafa leitað sér aðstoðar í heilbrigðiskerfinu vegna kulnunar í starfi hafa ekki snúið aftur á vinnumarkaðinn. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn í Svíþjóð og er unnin af íslenskum prófessor. Kulnun í starfi er vaxandi vandamál í íslensku þjóðfélagi og sést það einna helst í ásókn launþega í styrktarsjóði hjá stéttarfélögum á vinnumarkaði og vinnuslys opinberra starfsmanna fer fjölgandi. Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar í Svíþjóð vinnur að rannsókn um kulnun í starfi og hefur í tæpan áratug fylgt eftir einstaklingum sem hafa leitað sér hjálpar vegna kulnunar.Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautborgar greindi frá niðurstöðum rannsóknar sem hún hefur unnið að um kulnun í starfi.Vísir/Sigurjón30-35% þeirra sem leitað sér hafa hjálpar vegna kulnunar hafa ekki snúið til baka „Helstu niðurstöður hvað varðar sjúklinga sem að hafa orðið fyrir kulnun eru áhyggjuefni mundi ég segja vegna þess að við höfum verið að fylgja eftir sjúklingum í sjö ár eftir að þeir sóttu hjálpar í heilbrigðiskerfinu og við erum að sjá að hluti þessa fólks, 30 til 35% eru bara ekki búin að ná sér,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg ræddi niðurstöður sínar á málþingi sem BSRB stóð fyrir í dag en streituvaldar í atvinnulífinu með áherslu á skilyrði á vinnustað, vinnuhópa og einstaklinga var til umfjöllunar auk orsakavalda og einkenni kulnunar ásamt úrræðum á sviði forvarna og meðferðar.Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknardeildar Gautaborgar á málþingi um kulnun í starfi.Vísir/SigurjónKulnun viðurkennt vandamál hjá atvinnurekendum „Já, umræðan hefur verið mjög mikil og ég held að allir séu sammála um að það þurfi að grípa til aðgerða til þess að reyna að fyrirbyggja þennan mikla vanda. Hins vegar eins og kom svo skýrt fram í erindi Ingibjargar í morgun að þá erum við kannski líka að skilgreina streitu sem kulnun og við verðum að varast að falla í þá gryfju," segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Verkalýðsfélagið stóð fyrir málþingi um kulnun í starfi í dag.Vísir/Stöð 2Hvað hópur er líklegastur til þess að fá kulnun í starf? Það er fyrst og fremst fólk sem er að vinna með fólk. Fólk innan heilbrigðisþjónustunnar, þetta eru kennarar, háskólastarfsmenn, stjórnendur og þeir sem eru að vinna innan félagsþjónustunnar," segir Ingibjörg.En er kulnun eitthvað nýtt í samfélaginu?„Þetta er ekkert nýtt,“ segir Ingibjörg að lokum. Félagsmál Heilbrigðismál Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Erum að vakna upp við vondan draum Rannsóknir í Evrópu og í Bandaríkjunum benda til að hátt í 60 prósent forfalla á vinnumarkaði megi rekja til streitu. Engin ástæða er til að halda að annað gildi um íslenskan vinnumarkað. 13. desember 2018 08:00 Allt að 35% þeirra sem fá kulnun í starfi hafa ekki náð sér samkvæmt nýrri rannsókn "Helstu niðurstöður hvað varðar sjúklinga sem að hafa orðið fyrir kulnun eru áhyggjuefni vegna þess að við höfum verið að fylgja eftir sjúklingum í sjö ár eftir að þeir sóttu hjálpar í heilbrigðiskerfinu og við erum að sjá að hluti þessa fólks, 30 til 35% eru bara ekki búin að ná sér,“ segir prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar 15. febrúar 2019 11:52 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Þrjátíu til þrjátíu og fimm prósent þeirra sem hafa leitað sér aðstoðar í heilbrigðiskerfinu vegna kulnunar í starfi hafa ekki snúið aftur á vinnumarkaðinn. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn í Svíþjóð og er unnin af íslenskum prófessor. Kulnun í starfi er vaxandi vandamál í íslensku þjóðfélagi og sést það einna helst í ásókn launþega í styrktarsjóði hjá stéttarfélögum á vinnumarkaði og vinnuslys opinberra starfsmanna fer fjölgandi. Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar í Svíþjóð vinnur að rannsókn um kulnun í starfi og hefur í tæpan áratug fylgt eftir einstaklingum sem hafa leitað sér hjálpar vegna kulnunar.Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautborgar greindi frá niðurstöðum rannsóknar sem hún hefur unnið að um kulnun í starfi.Vísir/Sigurjón30-35% þeirra sem leitað sér hafa hjálpar vegna kulnunar hafa ekki snúið til baka „Helstu niðurstöður hvað varðar sjúklinga sem að hafa orðið fyrir kulnun eru áhyggjuefni mundi ég segja vegna þess að við höfum verið að fylgja eftir sjúklingum í sjö ár eftir að þeir sóttu hjálpar í heilbrigðiskerfinu og við erum að sjá að hluti þessa fólks, 30 til 35% eru bara ekki búin að ná sér,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg ræddi niðurstöður sínar á málþingi sem BSRB stóð fyrir í dag en streituvaldar í atvinnulífinu með áherslu á skilyrði á vinnustað, vinnuhópa og einstaklinga var til umfjöllunar auk orsakavalda og einkenni kulnunar ásamt úrræðum á sviði forvarna og meðferðar.Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknardeildar Gautaborgar á málþingi um kulnun í starfi.Vísir/SigurjónKulnun viðurkennt vandamál hjá atvinnurekendum „Já, umræðan hefur verið mjög mikil og ég held að allir séu sammála um að það þurfi að grípa til aðgerða til þess að reyna að fyrirbyggja þennan mikla vanda. Hins vegar eins og kom svo skýrt fram í erindi Ingibjargar í morgun að þá erum við kannski líka að skilgreina streitu sem kulnun og við verðum að varast að falla í þá gryfju," segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Verkalýðsfélagið stóð fyrir málþingi um kulnun í starfi í dag.Vísir/Stöð 2Hvað hópur er líklegastur til þess að fá kulnun í starf? Það er fyrst og fremst fólk sem er að vinna með fólk. Fólk innan heilbrigðisþjónustunnar, þetta eru kennarar, háskólastarfsmenn, stjórnendur og þeir sem eru að vinna innan félagsþjónustunnar," segir Ingibjörg.En er kulnun eitthvað nýtt í samfélaginu?„Þetta er ekkert nýtt,“ segir Ingibjörg að lokum.
Félagsmál Heilbrigðismál Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Erum að vakna upp við vondan draum Rannsóknir í Evrópu og í Bandaríkjunum benda til að hátt í 60 prósent forfalla á vinnumarkaði megi rekja til streitu. Engin ástæða er til að halda að annað gildi um íslenskan vinnumarkað. 13. desember 2018 08:00 Allt að 35% þeirra sem fá kulnun í starfi hafa ekki náð sér samkvæmt nýrri rannsókn "Helstu niðurstöður hvað varðar sjúklinga sem að hafa orðið fyrir kulnun eru áhyggjuefni vegna þess að við höfum verið að fylgja eftir sjúklingum í sjö ár eftir að þeir sóttu hjálpar í heilbrigðiskerfinu og við erum að sjá að hluti þessa fólks, 30 til 35% eru bara ekki búin að ná sér,“ segir prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar 15. febrúar 2019 11:52 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Erum að vakna upp við vondan draum Rannsóknir í Evrópu og í Bandaríkjunum benda til að hátt í 60 prósent forfalla á vinnumarkaði megi rekja til streitu. Engin ástæða er til að halda að annað gildi um íslenskan vinnumarkað. 13. desember 2018 08:00
Allt að 35% þeirra sem fá kulnun í starfi hafa ekki náð sér samkvæmt nýrri rannsókn "Helstu niðurstöður hvað varðar sjúklinga sem að hafa orðið fyrir kulnun eru áhyggjuefni vegna þess að við höfum verið að fylgja eftir sjúklingum í sjö ár eftir að þeir sóttu hjálpar í heilbrigðiskerfinu og við erum að sjá að hluti þessa fólks, 30 til 35% eru bara ekki búin að ná sér,“ segir prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar 15. febrúar 2019 11:52