Ákall æskunnar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 07:00 Kæruleysi háir mjög hinu ófullkomna mannkyni sem hefur ýmislegt á samviskunni og er iðulega sjálfu sér verst. Nú horfist mannkynið í augu við eina af sínum stærri syndum sem er hin kæruleysislega umgengni þess um jörðina. Það er eins og mannkynið hafi gert ráð fyrir að engu skipti hvernig það hagaði sér, það gætið mengað að vild og gengið endalaust á auðlindir því náttúran myndi sjá um sig og endurnýjast sjálfkrafa. Afleiðingar af skeytingarleysi mannsins gagnvart umhverfi sínu blasa við hverju því mannsbarni sem horfast vill í augu við staðreyndir. Loftslagsbreytingar af mannavöldum valda náttúruhamförum með tilheyrandi mannfalli og fækkun dýra- og plöntutegunda. Ljóst er að mannkynið er á vegferð sem hæglega getur leitt það í glötun. Lítið er aðhafst enda eru ráðamenn heims flestir með hugann við allt aðra hluti. Það er samt ekki eins og öllum standi á sama. Merkileg hreyfing er risin upp víða um Evrópu. Æskan er mætt til leiks og harðneitar að ganga þann veg tortímingar sem blasir við verði ekkert aðhafst í loftslagsmálum. Börn og unglingar í Belgíu, Frakklandi, Svíþjóð, Þýskalandi, Bretlandi og víðar streyma út á torg og stræti með mótmælaspjöld og krefjast þess að ráðamenn heims grípi til aðgerða. Ungmennin sjá fyrirmynd í sextán ára sænskri stúlku Gretu Thunberg sem er óþreytandi við að segja leiðtogum heims til syndanna vegna sinnuleysis þeirra í umhverfismálum. Áhugaleysi kjörinna fulltrúa á framtaki ungmennanna endurspeglaðist vel í skilaboðum talsmanns breska forsætisráðuneytisins til þeirra hundrað þúsund skólabarna sem skrópuðu í skólanum og fór út á torg til að minna á ógnirnar sem blasa við vegna loftslagsbreytinga. Skilaboð forsætisráðuneytisins voru þau að skróp sé ekki til fyrirmyndar, það riðli mikilvægu skólastarfi og kastað sé á glæ kennslustundum sem kennarar hafi undirbúið vandlega. Við þetta bættust setningar um að nemendur ættu að halda sig í skólastofum og mennta sig svo þeir gætu í framtíðinni orðið vísindamenn og liðsmenn í baráttunni gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ungir nemendur eiga sem sagt að sitja stilltir og hlýðnir á skólabekk og læra það sem þeim er sett fyrir. Þeir eiga ekki að hafa sérstakar skoðanir á vandamálum heims, hvað þá að sýna frumkvæði með því að krefjast aðgerða. Þeir skulu bíða þar til þeir fá kosningarétt, fyrr sé ekki hægt að taka mark á þeim. Þeir fullorðnu eiga að sjá um að leysa erfið verkefni sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir, þar á meðal hætturnar sem blasa við vegna loftslagsbreytinga. Verkefni sem hinir fullorðnu hafa þó engan veginn staðið sig í. Æskan sem streymir út á torgin veit að lítill tími er til stefnu. Hún hefur ekki tíma til að bíða eftir því að verða fullorðin og fá kosningarétt. Hennar tími er núna. Hún lætur heyra í sér vegna þess að hún vill eiga framtíð. Þetta er æska sem ætlar sér ekki að þegja meðan hinir fullorðnu eyða jörðinni. Megi hún hafa sem allra hæst! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Kæruleysi háir mjög hinu ófullkomna mannkyni sem hefur ýmislegt á samviskunni og er iðulega sjálfu sér verst. Nú horfist mannkynið í augu við eina af sínum stærri syndum sem er hin kæruleysislega umgengni þess um jörðina. Það er eins og mannkynið hafi gert ráð fyrir að engu skipti hvernig það hagaði sér, það gætið mengað að vild og gengið endalaust á auðlindir því náttúran myndi sjá um sig og endurnýjast sjálfkrafa. Afleiðingar af skeytingarleysi mannsins gagnvart umhverfi sínu blasa við hverju því mannsbarni sem horfast vill í augu við staðreyndir. Loftslagsbreytingar af mannavöldum valda náttúruhamförum með tilheyrandi mannfalli og fækkun dýra- og plöntutegunda. Ljóst er að mannkynið er á vegferð sem hæglega getur leitt það í glötun. Lítið er aðhafst enda eru ráðamenn heims flestir með hugann við allt aðra hluti. Það er samt ekki eins og öllum standi á sama. Merkileg hreyfing er risin upp víða um Evrópu. Æskan er mætt til leiks og harðneitar að ganga þann veg tortímingar sem blasir við verði ekkert aðhafst í loftslagsmálum. Börn og unglingar í Belgíu, Frakklandi, Svíþjóð, Þýskalandi, Bretlandi og víðar streyma út á torg og stræti með mótmælaspjöld og krefjast þess að ráðamenn heims grípi til aðgerða. Ungmennin sjá fyrirmynd í sextán ára sænskri stúlku Gretu Thunberg sem er óþreytandi við að segja leiðtogum heims til syndanna vegna sinnuleysis þeirra í umhverfismálum. Áhugaleysi kjörinna fulltrúa á framtaki ungmennanna endurspeglaðist vel í skilaboðum talsmanns breska forsætisráðuneytisins til þeirra hundrað þúsund skólabarna sem skrópuðu í skólanum og fór út á torg til að minna á ógnirnar sem blasa við vegna loftslagsbreytinga. Skilaboð forsætisráðuneytisins voru þau að skróp sé ekki til fyrirmyndar, það riðli mikilvægu skólastarfi og kastað sé á glæ kennslustundum sem kennarar hafi undirbúið vandlega. Við þetta bættust setningar um að nemendur ættu að halda sig í skólastofum og mennta sig svo þeir gætu í framtíðinni orðið vísindamenn og liðsmenn í baráttunni gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ungir nemendur eiga sem sagt að sitja stilltir og hlýðnir á skólabekk og læra það sem þeim er sett fyrir. Þeir eiga ekki að hafa sérstakar skoðanir á vandamálum heims, hvað þá að sýna frumkvæði með því að krefjast aðgerða. Þeir skulu bíða þar til þeir fá kosningarétt, fyrr sé ekki hægt að taka mark á þeim. Þeir fullorðnu eiga að sjá um að leysa erfið verkefni sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir, þar á meðal hætturnar sem blasa við vegna loftslagsbreytinga. Verkefni sem hinir fullorðnu hafa þó engan veginn staðið sig í. Æskan sem streymir út á torgin veit að lítill tími er til stefnu. Hún hefur ekki tíma til að bíða eftir því að verða fullorðin og fá kosningarétt. Hennar tími er núna. Hún lætur heyra í sér vegna þess að hún vill eiga framtíð. Þetta er æska sem ætlar sér ekki að þegja meðan hinir fullorðnu eyða jörðinni. Megi hún hafa sem allra hæst!
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun