Ákall æskunnar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 07:00 Kæruleysi háir mjög hinu ófullkomna mannkyni sem hefur ýmislegt á samviskunni og er iðulega sjálfu sér verst. Nú horfist mannkynið í augu við eina af sínum stærri syndum sem er hin kæruleysislega umgengni þess um jörðina. Það er eins og mannkynið hafi gert ráð fyrir að engu skipti hvernig það hagaði sér, það gætið mengað að vild og gengið endalaust á auðlindir því náttúran myndi sjá um sig og endurnýjast sjálfkrafa. Afleiðingar af skeytingarleysi mannsins gagnvart umhverfi sínu blasa við hverju því mannsbarni sem horfast vill í augu við staðreyndir. Loftslagsbreytingar af mannavöldum valda náttúruhamförum með tilheyrandi mannfalli og fækkun dýra- og plöntutegunda. Ljóst er að mannkynið er á vegferð sem hæglega getur leitt það í glötun. Lítið er aðhafst enda eru ráðamenn heims flestir með hugann við allt aðra hluti. Það er samt ekki eins og öllum standi á sama. Merkileg hreyfing er risin upp víða um Evrópu. Æskan er mætt til leiks og harðneitar að ganga þann veg tortímingar sem blasir við verði ekkert aðhafst í loftslagsmálum. Börn og unglingar í Belgíu, Frakklandi, Svíþjóð, Þýskalandi, Bretlandi og víðar streyma út á torg og stræti með mótmælaspjöld og krefjast þess að ráðamenn heims grípi til aðgerða. Ungmennin sjá fyrirmynd í sextán ára sænskri stúlku Gretu Thunberg sem er óþreytandi við að segja leiðtogum heims til syndanna vegna sinnuleysis þeirra í umhverfismálum. Áhugaleysi kjörinna fulltrúa á framtaki ungmennanna endurspeglaðist vel í skilaboðum talsmanns breska forsætisráðuneytisins til þeirra hundrað þúsund skólabarna sem skrópuðu í skólanum og fór út á torg til að minna á ógnirnar sem blasa við vegna loftslagsbreytinga. Skilaboð forsætisráðuneytisins voru þau að skróp sé ekki til fyrirmyndar, það riðli mikilvægu skólastarfi og kastað sé á glæ kennslustundum sem kennarar hafi undirbúið vandlega. Við þetta bættust setningar um að nemendur ættu að halda sig í skólastofum og mennta sig svo þeir gætu í framtíðinni orðið vísindamenn og liðsmenn í baráttunni gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ungir nemendur eiga sem sagt að sitja stilltir og hlýðnir á skólabekk og læra það sem þeim er sett fyrir. Þeir eiga ekki að hafa sérstakar skoðanir á vandamálum heims, hvað þá að sýna frumkvæði með því að krefjast aðgerða. Þeir skulu bíða þar til þeir fá kosningarétt, fyrr sé ekki hægt að taka mark á þeim. Þeir fullorðnu eiga að sjá um að leysa erfið verkefni sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir, þar á meðal hætturnar sem blasa við vegna loftslagsbreytinga. Verkefni sem hinir fullorðnu hafa þó engan veginn staðið sig í. Æskan sem streymir út á torgin veit að lítill tími er til stefnu. Hún hefur ekki tíma til að bíða eftir því að verða fullorðin og fá kosningarétt. Hennar tími er núna. Hún lætur heyra í sér vegna þess að hún vill eiga framtíð. Þetta er æska sem ætlar sér ekki að þegja meðan hinir fullorðnu eyða jörðinni. Megi hún hafa sem allra hæst! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Kæruleysi háir mjög hinu ófullkomna mannkyni sem hefur ýmislegt á samviskunni og er iðulega sjálfu sér verst. Nú horfist mannkynið í augu við eina af sínum stærri syndum sem er hin kæruleysislega umgengni þess um jörðina. Það er eins og mannkynið hafi gert ráð fyrir að engu skipti hvernig það hagaði sér, það gætið mengað að vild og gengið endalaust á auðlindir því náttúran myndi sjá um sig og endurnýjast sjálfkrafa. Afleiðingar af skeytingarleysi mannsins gagnvart umhverfi sínu blasa við hverju því mannsbarni sem horfast vill í augu við staðreyndir. Loftslagsbreytingar af mannavöldum valda náttúruhamförum með tilheyrandi mannfalli og fækkun dýra- og plöntutegunda. Ljóst er að mannkynið er á vegferð sem hæglega getur leitt það í glötun. Lítið er aðhafst enda eru ráðamenn heims flestir með hugann við allt aðra hluti. Það er samt ekki eins og öllum standi á sama. Merkileg hreyfing er risin upp víða um Evrópu. Æskan er mætt til leiks og harðneitar að ganga þann veg tortímingar sem blasir við verði ekkert aðhafst í loftslagsmálum. Börn og unglingar í Belgíu, Frakklandi, Svíþjóð, Þýskalandi, Bretlandi og víðar streyma út á torg og stræti með mótmælaspjöld og krefjast þess að ráðamenn heims grípi til aðgerða. Ungmennin sjá fyrirmynd í sextán ára sænskri stúlku Gretu Thunberg sem er óþreytandi við að segja leiðtogum heims til syndanna vegna sinnuleysis þeirra í umhverfismálum. Áhugaleysi kjörinna fulltrúa á framtaki ungmennanna endurspeglaðist vel í skilaboðum talsmanns breska forsætisráðuneytisins til þeirra hundrað þúsund skólabarna sem skrópuðu í skólanum og fór út á torg til að minna á ógnirnar sem blasa við vegna loftslagsbreytinga. Skilaboð forsætisráðuneytisins voru þau að skróp sé ekki til fyrirmyndar, það riðli mikilvægu skólastarfi og kastað sé á glæ kennslustundum sem kennarar hafi undirbúið vandlega. Við þetta bættust setningar um að nemendur ættu að halda sig í skólastofum og mennta sig svo þeir gætu í framtíðinni orðið vísindamenn og liðsmenn í baráttunni gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ungir nemendur eiga sem sagt að sitja stilltir og hlýðnir á skólabekk og læra það sem þeim er sett fyrir. Þeir eiga ekki að hafa sérstakar skoðanir á vandamálum heims, hvað þá að sýna frumkvæði með því að krefjast aðgerða. Þeir skulu bíða þar til þeir fá kosningarétt, fyrr sé ekki hægt að taka mark á þeim. Þeir fullorðnu eiga að sjá um að leysa erfið verkefni sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir, þar á meðal hætturnar sem blasa við vegna loftslagsbreytinga. Verkefni sem hinir fullorðnu hafa þó engan veginn staðið sig í. Æskan sem streymir út á torgin veit að lítill tími er til stefnu. Hún hefur ekki tíma til að bíða eftir því að verða fullorðin og fá kosningarétt. Hennar tími er núna. Hún lætur heyra í sér vegna þess að hún vill eiga framtíð. Þetta er æska sem ætlar sér ekki að þegja meðan hinir fullorðnu eyða jörðinni. Megi hún hafa sem allra hæst!
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun