Hristum upp í vinnutímamódelinu Þórir Garðarsson skrifar 1. febrúar 2019 08:45 Sífellt er gerð meiri krafa um þjónustu stóran hluta sólarhringsins. Þjónustustörfum hefur fjölgað verulega. Viðmið kjarasamninga um dagvinnutíma hafa hins vegar ekki breyst. Fyrir vikið er skekkja í launasambandi vinnuveitenda og þeirra sem starfa mikið utan hefðbundins dagvinnutíma. Þetta er skekkja sem kemur hvorugum til góða en það ætlar að reynast þrautin þyngri að leiðrétta hana. Mjög margir í þjónustustörfum, t.d. í ferðaþjónustunni, vinna ekki aðeins milli klukkan 8-17. Kjarasamningar ganga hins vegar út á að á því tímabili séu greidd dagvinnulaun og utan þess álagsgreiðslur sem eru mun hærri hér en t.d. almennt gerist á Norðurlöndunum. Fyrir vikið er hlutfall dagvinnulauna lágt af heildar launagreiðslum flestra. Þeir sem hins vegar aðeins vinna þjónustustörf milli klukkan 8-17 bera skarðan hlut frá borði vegna þessa ójafnvægis.Hærri grunnlaun, lægri álagsgreiðslur Ég átti sæti í stjórn Samtaka atvinnulífsins árið 2015 og beitti mér þá fyrir því að farið yrði í breytingar á vinnutímaákvæðum kjarasamninga. Hugmyndin var að grunnlaun yrðu hækkuð verulega og á móti kæmi lækkun álagsgreiðsla og sveigjanlegri vinnutími. Gerð var bókun milli aðila kjarasamninga um að stefna að breytingum á skilgreindum vinnutíma og nálgast það skipulag vinnutíma sem algengast er á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir ágætan skilning margra á ávinningi þess að færa okkur nær Norðurlöndunum í þessum efnum hefur ekkert breyst. Haldið er fast í hina gömlu skilgreiningu á dagvinnutíma og háar álagsgreiðslur utan hans. Slík afmörkun gat átt við þegar flest störf voru innt af hendi að degi til virka daga og lítið var um þjónustu seinni hluta dags, á kvöldin eða um helgar. En þjóðfélagið er gjörbreytt hvað þetta varðar. Vinnutímaákvæðin endurspegla það hins vegar ekki. Þröng skilgreiningu á þeim heldur grunnlaunum niðri, hvetur til yfirvinnu og lengir þar með vinnutíma. Það er í æpandi mótsögn við áform um að reyna að stytta vinnutímann. Horfum á vinnuframlagið fremur en klukkuna Breyting á vinnutímaákvæði kjarasamninga hefur ekki aðeins þau jákvæðu áhrif að grunnlaun hækki og starfsfólk þurfi síður að treysta á álagsgreiðslur. Með minni pressu á að sem flest störf séu innt af hendi milli kl. 8-17 vegna ákvæða kjarasamning léttir á umferð morgna og síðdegis. Samverustundum foreldra og barna getur fjölgað með breytilegum vinnutíma foreldra. Launþegar og vinnuveitendur hefðu miklu meiri sveigjanleika um upphaf og endi vinnutíma. Þeir sem vilja gætu ýmist byrjað fyrr að vinna á morgnanna eða síðar um daginn eða jafnvel unnið tvo langa vinnudaga í viku og tvo stutta ef það hentar. Lykillinn að breytingunni er að grunnlaun endurspegli vinnuframlagið fremur en klukkan hvað vinnan fer fram. Við Íslendingar hefðum gott af því að hrista aðeins upp í kerfinu. Það gæti skilað okkur meiri framleiðni, styttri vinnutíma og fjölskylduvænni vinnumarkaði líkt og hjá frændum okkar á Norðurlöndunum.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Sífellt er gerð meiri krafa um þjónustu stóran hluta sólarhringsins. Þjónustustörfum hefur fjölgað verulega. Viðmið kjarasamninga um dagvinnutíma hafa hins vegar ekki breyst. Fyrir vikið er skekkja í launasambandi vinnuveitenda og þeirra sem starfa mikið utan hefðbundins dagvinnutíma. Þetta er skekkja sem kemur hvorugum til góða en það ætlar að reynast þrautin þyngri að leiðrétta hana. Mjög margir í þjónustustörfum, t.d. í ferðaþjónustunni, vinna ekki aðeins milli klukkan 8-17. Kjarasamningar ganga hins vegar út á að á því tímabili séu greidd dagvinnulaun og utan þess álagsgreiðslur sem eru mun hærri hér en t.d. almennt gerist á Norðurlöndunum. Fyrir vikið er hlutfall dagvinnulauna lágt af heildar launagreiðslum flestra. Þeir sem hins vegar aðeins vinna þjónustustörf milli klukkan 8-17 bera skarðan hlut frá borði vegna þessa ójafnvægis.Hærri grunnlaun, lægri álagsgreiðslur Ég átti sæti í stjórn Samtaka atvinnulífsins árið 2015 og beitti mér þá fyrir því að farið yrði í breytingar á vinnutímaákvæðum kjarasamninga. Hugmyndin var að grunnlaun yrðu hækkuð verulega og á móti kæmi lækkun álagsgreiðsla og sveigjanlegri vinnutími. Gerð var bókun milli aðila kjarasamninga um að stefna að breytingum á skilgreindum vinnutíma og nálgast það skipulag vinnutíma sem algengast er á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir ágætan skilning margra á ávinningi þess að færa okkur nær Norðurlöndunum í þessum efnum hefur ekkert breyst. Haldið er fast í hina gömlu skilgreiningu á dagvinnutíma og háar álagsgreiðslur utan hans. Slík afmörkun gat átt við þegar flest störf voru innt af hendi að degi til virka daga og lítið var um þjónustu seinni hluta dags, á kvöldin eða um helgar. En þjóðfélagið er gjörbreytt hvað þetta varðar. Vinnutímaákvæðin endurspegla það hins vegar ekki. Þröng skilgreiningu á þeim heldur grunnlaunum niðri, hvetur til yfirvinnu og lengir þar með vinnutíma. Það er í æpandi mótsögn við áform um að reyna að stytta vinnutímann. Horfum á vinnuframlagið fremur en klukkuna Breyting á vinnutímaákvæði kjarasamninga hefur ekki aðeins þau jákvæðu áhrif að grunnlaun hækki og starfsfólk þurfi síður að treysta á álagsgreiðslur. Með minni pressu á að sem flest störf séu innt af hendi milli kl. 8-17 vegna ákvæða kjarasamning léttir á umferð morgna og síðdegis. Samverustundum foreldra og barna getur fjölgað með breytilegum vinnutíma foreldra. Launþegar og vinnuveitendur hefðu miklu meiri sveigjanleika um upphaf og endi vinnutíma. Þeir sem vilja gætu ýmist byrjað fyrr að vinna á morgnanna eða síðar um daginn eða jafnvel unnið tvo langa vinnudaga í viku og tvo stutta ef það hentar. Lykillinn að breytingunni er að grunnlaun endurspegli vinnuframlagið fremur en klukkan hvað vinnan fer fram. Við Íslendingar hefðum gott af því að hrista aðeins upp í kerfinu. Það gæti skilað okkur meiri framleiðni, styttri vinnutíma og fjölskylduvænni vinnumarkaði líkt og hjá frændum okkar á Norðurlöndunum.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun