Launaupplýsingum verði safnað beint frá launagreiðendum Heimir Már Pétursson skrifar 1. febrúar 2019 18:45 Forsætisráðherra vonar að aðilar vinnumarkaðar geti hætt að takast á um forsendur launatölfræði á bak við þróun launa í samfélaginu ef farið verður að tillögu nefndar, þar sem lagt er til að upplýsingum um laun landsmanna verði safnað beint frá launagreiðendum. Laun verði greind þannig að auðveldara verði að ganga til kjarasamninga. Fulltrúar stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins skipuðu fulltrúa í nefnd fyrir um ári til að móta tillögur um söfnun og greiningu launaupplýsinga sem nú hefur skilað tillögum sem kynntar voru í ríkisstjórn í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í gegnum árin hafa aðilar vinnumarkaðarins iðulega deilt um forsendur launaþróunar í kjaraviðræðum. „Niðurstaðan og tillagan er að það verði stofnuð launatölfræðinefnd með aðkomu ólíkra aðila sem verði hýst hjá ríkissáttasemjara. Hún gefi út formlegt álit á launaþróun í samfélaginu tvisvar á ári. Þannig að við þurfum þá ekki að nýta tíma okkar í að deila um forsendur. Þannig verði þessar upplýsingar grunnurinn að kjaraviðræðum á hverjum tíma. „Ég horfi til þess að þetta geti verið til framfara fyrir umræður um launaþróun á Íslandi og fyrir kjarasamninga. Þetta hjálpar okkur í raun og veru til að einbeita okkur að því sem skiptir máli. Því sem við viljum berjast fyrir í kjaraviðræðum hverju sinni. Launaumræðan geti þannig færst nær því sem þekkist á hinum Norðurlöndunum en meðal annars var horft til Noregs í störfum nefndarinnar. Upplýsingar liggi til að mynda fyrir um hvernig starfsaldur hafi áhrif á laun. „Það er eitt af því sem hefur verið gagnrýnt; að það sé ekki nægjanlega horft til þess. Sömuleiðis hefur verið gagnrýnt að það sé ekki nægjanlega horft til þess að rannsaka hvernig menntun birtist í launum. Þannig að þarna er verið að leggja til að ákveðnar breytur verði skoðaðar sérstaklega. En aðrar launarannsóknir sem fyrir séu haldi einnig áfram. „Ég er mjög ánægð með vinnu þessarar nefndar og vonast til þess að við getum náð á næstunni að undirrita samkomulag um að koma þessari nefnd á laggirnar,” segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Kjaramál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Forsætisráðherra vonar að aðilar vinnumarkaðar geti hætt að takast á um forsendur launatölfræði á bak við þróun launa í samfélaginu ef farið verður að tillögu nefndar, þar sem lagt er til að upplýsingum um laun landsmanna verði safnað beint frá launagreiðendum. Laun verði greind þannig að auðveldara verði að ganga til kjarasamninga. Fulltrúar stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins skipuðu fulltrúa í nefnd fyrir um ári til að móta tillögur um söfnun og greiningu launaupplýsinga sem nú hefur skilað tillögum sem kynntar voru í ríkisstjórn í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í gegnum árin hafa aðilar vinnumarkaðarins iðulega deilt um forsendur launaþróunar í kjaraviðræðum. „Niðurstaðan og tillagan er að það verði stofnuð launatölfræðinefnd með aðkomu ólíkra aðila sem verði hýst hjá ríkissáttasemjara. Hún gefi út formlegt álit á launaþróun í samfélaginu tvisvar á ári. Þannig að við þurfum þá ekki að nýta tíma okkar í að deila um forsendur. Þannig verði þessar upplýsingar grunnurinn að kjaraviðræðum á hverjum tíma. „Ég horfi til þess að þetta geti verið til framfara fyrir umræður um launaþróun á Íslandi og fyrir kjarasamninga. Þetta hjálpar okkur í raun og veru til að einbeita okkur að því sem skiptir máli. Því sem við viljum berjast fyrir í kjaraviðræðum hverju sinni. Launaumræðan geti þannig færst nær því sem þekkist á hinum Norðurlöndunum en meðal annars var horft til Noregs í störfum nefndarinnar. Upplýsingar liggi til að mynda fyrir um hvernig starfsaldur hafi áhrif á laun. „Það er eitt af því sem hefur verið gagnrýnt; að það sé ekki nægjanlega horft til þess. Sömuleiðis hefur verið gagnrýnt að það sé ekki nægjanlega horft til þess að rannsaka hvernig menntun birtist í launum. Þannig að þarna er verið að leggja til að ákveðnar breytur verði skoðaðar sérstaklega. En aðrar launarannsóknir sem fyrir séu haldi einnig áfram. „Ég er mjög ánægð með vinnu þessarar nefndar og vonast til þess að við getum náð á næstunni að undirrita samkomulag um að koma þessari nefnd á laggirnar,” segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Kjaramál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira