Rúnar: Sáum í byrjun vikunnar í hvað stefndi Svava Kristín Grétarsdóttir úr Origo-höllinni skrifar 2. febrúar 2019 22:05 Rúnar á hliðarlínunni í kvöld. vísir/bára „Við töpuðum bara fyrir miklu betra liði í dag,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir stórt tap gegn Valsmönnum í fyrstu umferð Olís-deildar karla eftir HM-hléið. „Við nátturlega spilum 7 á 6 sem gengur ágætlega. Við náðum þar að finna okkur ágætis færi en skorum að vísu ekki nógu mörg mörk miðað við færin sem við vinnum okkur í.“ „Svo hættu menn að fylgja konseptinu sem við vorum í og menn fóru að fá betri hugmyndir. Við það riðlaðist leikurinn og Valsmenn gengu þá bara á lagið eins og klassa lið gera.“ „Þeir rúlluðu bara yfir okkur og við hengdum haus, því miður,“ sagði Rúnar, ósáttur við það hvernig leikurinn þróaðist hjá sínum mönnum. Stjarnan spilaði 7 á 6 frá fyrstu mínútu og leit þetta vel út hjá þeim í upphafi. Þeir náðu að róa leikinn og náðu að skipta markmanninum sínum inn og fengu þar af leiðandi fá mörk í bakið. En þegar líða tók á síðari hálfleikinn náði Valur öllum tökum á leiknum og breytti Rúnar þá í hefðbunda uppstillingu. „Við sáum í byrjun vikunnar í hvað stefndi og hvaða mannskap við hefðum til að spila úr. Þetta var þá eina lausnin til að reyna að riðla til vörn Vals, fá hana aftar á völlinn og búa til pláss fyrir skytturnar okkar sem áttu að skjóta í dag og skora mörk. Það tókst ekki alveg.“ „Við vorum að spila ágætlega á köflum í fyrri hálfleik, 7 á 6, og vorum að vinna okkur í færi en svo fórum við að breyta því sem við vorum búnir að æfa í viku, kannski ekki margir hlutir sem við vorum með í gangi en það var engin ástæða til að breyta þessu,“ sagði Rúnar Ari Magnús, Leó Snær, Hjálmtýr og Starri voru allir fjarverandi í dag vegna meiðsla. Það munur um minna fyrir Stjörnuna þegar þessa leikmenn vantar og segist Rúnar ekki vita nákvæmlega hvenær hann fær þessa leikmenn aftur inn. „Það verður bara að koma í ljós, ég vonast auðvitað til að þeir nái leiknum gegn FH í næstu viku en það er alveg hætt við því að þeir komi ekki inn fyrr en í þar næsta leik,“ sagði Rúnar um stöðuna á leikmönnunum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 33-21 │Garðbæingar fengu skell Stjörnunni var skellt af Val í Origo-höllinni í kvöld. 2. febrúar 2019 22:30 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
„Við töpuðum bara fyrir miklu betra liði í dag,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir stórt tap gegn Valsmönnum í fyrstu umferð Olís-deildar karla eftir HM-hléið. „Við nátturlega spilum 7 á 6 sem gengur ágætlega. Við náðum þar að finna okkur ágætis færi en skorum að vísu ekki nógu mörg mörk miðað við færin sem við vinnum okkur í.“ „Svo hættu menn að fylgja konseptinu sem við vorum í og menn fóru að fá betri hugmyndir. Við það riðlaðist leikurinn og Valsmenn gengu þá bara á lagið eins og klassa lið gera.“ „Þeir rúlluðu bara yfir okkur og við hengdum haus, því miður,“ sagði Rúnar, ósáttur við það hvernig leikurinn þróaðist hjá sínum mönnum. Stjarnan spilaði 7 á 6 frá fyrstu mínútu og leit þetta vel út hjá þeim í upphafi. Þeir náðu að róa leikinn og náðu að skipta markmanninum sínum inn og fengu þar af leiðandi fá mörk í bakið. En þegar líða tók á síðari hálfleikinn náði Valur öllum tökum á leiknum og breytti Rúnar þá í hefðbunda uppstillingu. „Við sáum í byrjun vikunnar í hvað stefndi og hvaða mannskap við hefðum til að spila úr. Þetta var þá eina lausnin til að reyna að riðla til vörn Vals, fá hana aftar á völlinn og búa til pláss fyrir skytturnar okkar sem áttu að skjóta í dag og skora mörk. Það tókst ekki alveg.“ „Við vorum að spila ágætlega á köflum í fyrri hálfleik, 7 á 6, og vorum að vinna okkur í færi en svo fórum við að breyta því sem við vorum búnir að æfa í viku, kannski ekki margir hlutir sem við vorum með í gangi en það var engin ástæða til að breyta þessu,“ sagði Rúnar Ari Magnús, Leó Snær, Hjálmtýr og Starri voru allir fjarverandi í dag vegna meiðsla. Það munur um minna fyrir Stjörnuna þegar þessa leikmenn vantar og segist Rúnar ekki vita nákvæmlega hvenær hann fær þessa leikmenn aftur inn. „Það verður bara að koma í ljós, ég vonast auðvitað til að þeir nái leiknum gegn FH í næstu viku en það er alveg hætt við því að þeir komi ekki inn fyrr en í þar næsta leik,“ sagði Rúnar um stöðuna á leikmönnunum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 33-21 │Garðbæingar fengu skell Stjörnunni var skellt af Val í Origo-höllinni í kvöld. 2. febrúar 2019 22:30 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 33-21 │Garðbæingar fengu skell Stjörnunni var skellt af Val í Origo-höllinni í kvöld. 2. febrúar 2019 22:30