Segir íbúa miðbæjarins ósátta við tímabundið áfengisleyfi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. febrúar 2019 12:14 Kolbrún segir íbúa lanþreytta Sjö staðir í Reykjavík hafa fengið tímabundið áfengisleyfi í nótt þar sem einn stærsti sjónvarpsviðburður Bandaríkjanna, Superbowl eða Ofurskálin fer fram. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur gagnrýnt ákvörðun borgarinnar þar sem hún segir íbúa mjög ósátta. Í nótt fer fram einn stærsti sjónvarpsviðburður Bandaríkjanna, Superbowl eða Ofurskálin eins og hann er kallaður hérlendis. Um er að ræða amerískan fótboltaleik sem sýndur er í nótt. Vegna viðburðarins hafa sjö staðir í Reykjavík fengið framlengdan opnunartíma ásamt tímabundnu áfengisleyfi. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins gagnrýndi ákvörðunina en hún hefur fengið fjölda kvartana frá íbúum miðbæjarins. „Þarna er hópur fólks í miðbænum sem er orðinn langþreyttur á versnandi ástandi þegar kemur að endalausum skemmtana- og vínveitingaleyfum í miðbænum sem halda heilu hverfunum í gíslingu með yfirgengilegum hávaða og tillitsleysi. Hvað varðar næturró og friðhelgi einkalífsins er þetta komið langt yfir þau mörk,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir. Að hennar mati er reglugerð um hávaða hunsuð. „Reglugerðin miðar að því að allt svona hætti klukkan 23 en nú er hávaðinn langt fram eftir nóttu. Þau segja sjálf að þeim sé haldið í gíslingu í miðborginni. Mér finnst kominn tími til að stjórnendur borgarinnar hugsi þetta til enda,“ sagði Kolbrún. Leikurinn hefst klukkan 23.30 í kvöld og verður hann í beinni útsendingu á Stöð2 Sport, en dagskrá hefst klukkan 22. Áfengi og tóbak Borgarstjórn Flokkur fólksins Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Sjö staðir í Reykjavík hafa fengið tímabundið áfengisleyfi í nótt þar sem einn stærsti sjónvarpsviðburður Bandaríkjanna, Superbowl eða Ofurskálin fer fram. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur gagnrýnt ákvörðun borgarinnar þar sem hún segir íbúa mjög ósátta. Í nótt fer fram einn stærsti sjónvarpsviðburður Bandaríkjanna, Superbowl eða Ofurskálin eins og hann er kallaður hérlendis. Um er að ræða amerískan fótboltaleik sem sýndur er í nótt. Vegna viðburðarins hafa sjö staðir í Reykjavík fengið framlengdan opnunartíma ásamt tímabundnu áfengisleyfi. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins gagnrýndi ákvörðunina en hún hefur fengið fjölda kvartana frá íbúum miðbæjarins. „Þarna er hópur fólks í miðbænum sem er orðinn langþreyttur á versnandi ástandi þegar kemur að endalausum skemmtana- og vínveitingaleyfum í miðbænum sem halda heilu hverfunum í gíslingu með yfirgengilegum hávaða og tillitsleysi. Hvað varðar næturró og friðhelgi einkalífsins er þetta komið langt yfir þau mörk,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir. Að hennar mati er reglugerð um hávaða hunsuð. „Reglugerðin miðar að því að allt svona hætti klukkan 23 en nú er hávaðinn langt fram eftir nóttu. Þau segja sjálf að þeim sé haldið í gíslingu í miðborginni. Mér finnst kominn tími til að stjórnendur borgarinnar hugsi þetta til enda,“ sagði Kolbrún. Leikurinn hefst klukkan 23.30 í kvöld og verður hann í beinni útsendingu á Stöð2 Sport, en dagskrá hefst klukkan 22.
Áfengi og tóbak Borgarstjórn Flokkur fólksins Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira