Segir að betra hefði verið að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um umsóknina að ESB Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 15:44 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var spurð út í ESB á þingi í dag. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það hafi ekki verið rétt ákvörðun af hálfu ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar árið 2009 að halda ekki þjóðaratkvæðagreiðslu áður en sótt var um aðild að Evrópusambandinu og fá þannig fram vilja þjóðarinnar til þess að sækja um. Þá segist hún telja að það væri óráð að ráðast aftur í slíka umsókn án þess að spyrja þjóðina álits fyrst. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Katrínu út í stöðu Íslands gagnvart ESB.Vill að Alþingi fagni því að umsóknin hafi verið dregin til baka Í máli Sigmundar Davíðs kom fram að síðar í vikunni hyggst hann leggja fram þingsályktunartillögu þar sem annars vegar verður lagt til að Alþingi fagni því að umsóknin um aðild að ESB hafi verið dregin til baka árið 2015, þegar Sigmundur var forsætisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hins vegar verður svo lagt til að Alþingi álykti um leið að ekki skuli sótt aftur um aðild án undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þjóðin sé spurð hver vilji hennar sé til slíkrar umsóknar. Spurði Sigmundur Katrínu hvort hún væri sammála þessu sem lagt væri til með þingsályktunartillögunni.Sparar sér fagnaðarlætin Í svari sínu rifjaði Katrín upp að þegar sótt var um aðild árið 2009 var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að ekki skyldi sækja um áður en farið hefði fram þjóðaratkvæðagreiðsla um málið. Tillagan var felld, meðal annars af Katrínu, sem í dag segir að það hafi ekki verið rétt ákvörðun. „Ég hef sagt það seinna meir að það hefði öllum verið til góða að samþykkja þá tillögu og ráðast í slíka þjóðaratkvæðagreiðslu áður en ákveðið var að sækja um aðild. Mín skoðun er sú að það hefði verið betra, að það hafi ekki verið rétt ákvörðun hjá okkur sem stóðum að því að fella þá tillögu að fella hana,“ sagði Katrín. Í síðara svari kvaðst hún ætla að spara sér fagnaðarlætin varðandi það þegar umsókn Íslands að ESB var dregin til baka árið 2015 og minnti á að þá hefði líka verið uppi krafa um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þá ákvörðun þáverandi ríkisstjórnar. Þá kvaðst Katrín ekki hafa breytt þeirri skoðun sinni að Ísland ætti ekki að sækja um aðild að ESB. Alþingi Evrópusambandið Utanríkismál Vinstri græn Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það hafi ekki verið rétt ákvörðun af hálfu ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar árið 2009 að halda ekki þjóðaratkvæðagreiðslu áður en sótt var um aðild að Evrópusambandinu og fá þannig fram vilja þjóðarinnar til þess að sækja um. Þá segist hún telja að það væri óráð að ráðast aftur í slíka umsókn án þess að spyrja þjóðina álits fyrst. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Katrínu út í stöðu Íslands gagnvart ESB.Vill að Alþingi fagni því að umsóknin hafi verið dregin til baka Í máli Sigmundar Davíðs kom fram að síðar í vikunni hyggst hann leggja fram þingsályktunartillögu þar sem annars vegar verður lagt til að Alþingi fagni því að umsóknin um aðild að ESB hafi verið dregin til baka árið 2015, þegar Sigmundur var forsætisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hins vegar verður svo lagt til að Alþingi álykti um leið að ekki skuli sótt aftur um aðild án undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þjóðin sé spurð hver vilji hennar sé til slíkrar umsóknar. Spurði Sigmundur Katrínu hvort hún væri sammála þessu sem lagt væri til með þingsályktunartillögunni.Sparar sér fagnaðarlætin Í svari sínu rifjaði Katrín upp að þegar sótt var um aðild árið 2009 var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að ekki skyldi sækja um áður en farið hefði fram þjóðaratkvæðagreiðsla um málið. Tillagan var felld, meðal annars af Katrínu, sem í dag segir að það hafi ekki verið rétt ákvörðun. „Ég hef sagt það seinna meir að það hefði öllum verið til góða að samþykkja þá tillögu og ráðast í slíka þjóðaratkvæðagreiðslu áður en ákveðið var að sækja um aðild. Mín skoðun er sú að það hefði verið betra, að það hafi ekki verið rétt ákvörðun hjá okkur sem stóðum að því að fella þá tillögu að fella hana,“ sagði Katrín. Í síðara svari kvaðst hún ætla að spara sér fagnaðarlætin varðandi það þegar umsókn Íslands að ESB var dregin til baka árið 2015 og minnti á að þá hefði líka verið uppi krafa um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þá ákvörðun þáverandi ríkisstjórnar. Þá kvaðst Katrín ekki hafa breytt þeirri skoðun sinni að Ísland ætti ekki að sækja um aðild að ESB.
Alþingi Evrópusambandið Utanríkismál Vinstri græn Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira