Ár lotukerfisins Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. febrúar 2019 08:00 Í lotukerfinu er að finna mikilfenglega frásögn,“ sagði Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), í París í síðustu viku þegar hátíðarhöldum í tilefni af 150 ára afmæli lotukerfisins var ýtt úr vör. Hún bætti við: „Markmið þessarar sögu er að hjálpa okkur að skilja innsta eðli allra hluta.“ Árið 2019 er alþjóðlegt ár lotukerfisins. Flest þekkjum við lotukerfið – þessa undarlegu kassaröð sem hékk á vegg í skólastofunni sem stolt yfirlýsing um að hér væru sannarlega vísindi stunduð – en fæst höfum við freistað þess að raunverulega skilja skammstafanirnar, loturnar og gildisrafeindirnar sem mynda grundvöll þessa sögulega afreks mannsandans sem lotukerfi Rússans Dmítrí Mendelejev er. Það er engin skömm að því. En allir, þá sérstaklega þau ungmenni sem nú sitja á skólabekk og virða fyrir sér lotukerfið ýmist af undrun eða fyrirlitningu, ættu að fá tækifæri til fræðast um og upplifa þá einstöku auðmýkt sem lotukerfið framkallar þegar það er skoðað í heild sinni. Því hin ókláraða saga sem Azoulay vísaði til er sannarlega mikilfengleg. Frásögnin, eins og er sögð í lotukerfi samtímans, segir okkur frá því hvernig vetni, helíum og tiltölulega lítið af líþíni mynduðust við þúsund milljarða gráðu hita, örfáum sekúndum eftir Miklahvell; hvernig öll frumefni léttari en járn myndast í kjarnasamruna í hjarta sólstjarna, og dreifast um alheiminn þegar dauðvona stjörnur þeyta ytri lögum sínum út í svartnættið; hvernig öll þyngri frumefni verða til í samruna í sprengistjörnum. Saga þessi er endurskrifuð í sífellu. Efnasamsetning alheimsins – skoðuð á nægilega löngum tímakvarða – er síbreytileg. Um leið er sagan sem lotukerfið segir okkur ekki aðeins saga aðgreiningar og flokkunar. Í lotukerfinu er að finna þá þekkingu sem þarf til að sameina frumefnin, í göfugum jafnt sem skelfilegum tilgangi. Í lotukerfinu finnum við bæði uppskriftina að lífsnauðsynlegum lyfjum og efnavopnum. Í þessari einföldu töflu endurspeglast bæði eiginleiki mannskepnunnar til að láta gott af sér leiða og sá ljótleiki sem oft virðist einkenna tegundina okkar. Breski heimspekingurinn Bertrand Russell komst að þeirri vafasömu niðurstöðu eftir að hafa kynnt sér eiginleika joðs og áhrif efnisins, eða skort þess í líkamanum, á gáfnafar einstaklinga, að ómögulegt væri að aðskilja sálina frá líkamlegum ferlum. Þannig væri andlegt líf mannskepnunnar, heilsa hennar og allur sá harmur sem hún upplifir í raun ekkert nema lotukerfið. Þrátt fyrir djúpstæða þekkingu á frumefnum og efnasamsetningu heimsins, þá er augljóslega margt sem við vitum ekki. Ekki er hægt að ímynda sér heppilegri tímasetningu til að virkja forvitni og kraft þeirra sem nú sitja á skólabekk til að finna þessi svör en einmitt á ári lotukerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í lotukerfinu er að finna mikilfenglega frásögn,“ sagði Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), í París í síðustu viku þegar hátíðarhöldum í tilefni af 150 ára afmæli lotukerfisins var ýtt úr vör. Hún bætti við: „Markmið þessarar sögu er að hjálpa okkur að skilja innsta eðli allra hluta.“ Árið 2019 er alþjóðlegt ár lotukerfisins. Flest þekkjum við lotukerfið – þessa undarlegu kassaröð sem hékk á vegg í skólastofunni sem stolt yfirlýsing um að hér væru sannarlega vísindi stunduð – en fæst höfum við freistað þess að raunverulega skilja skammstafanirnar, loturnar og gildisrafeindirnar sem mynda grundvöll þessa sögulega afreks mannsandans sem lotukerfi Rússans Dmítrí Mendelejev er. Það er engin skömm að því. En allir, þá sérstaklega þau ungmenni sem nú sitja á skólabekk og virða fyrir sér lotukerfið ýmist af undrun eða fyrirlitningu, ættu að fá tækifæri til fræðast um og upplifa þá einstöku auðmýkt sem lotukerfið framkallar þegar það er skoðað í heild sinni. Því hin ókláraða saga sem Azoulay vísaði til er sannarlega mikilfengleg. Frásögnin, eins og er sögð í lotukerfi samtímans, segir okkur frá því hvernig vetni, helíum og tiltölulega lítið af líþíni mynduðust við þúsund milljarða gráðu hita, örfáum sekúndum eftir Miklahvell; hvernig öll frumefni léttari en járn myndast í kjarnasamruna í hjarta sólstjarna, og dreifast um alheiminn þegar dauðvona stjörnur þeyta ytri lögum sínum út í svartnættið; hvernig öll þyngri frumefni verða til í samruna í sprengistjörnum. Saga þessi er endurskrifuð í sífellu. Efnasamsetning alheimsins – skoðuð á nægilega löngum tímakvarða – er síbreytileg. Um leið er sagan sem lotukerfið segir okkur ekki aðeins saga aðgreiningar og flokkunar. Í lotukerfinu er að finna þá þekkingu sem þarf til að sameina frumefnin, í göfugum jafnt sem skelfilegum tilgangi. Í lotukerfinu finnum við bæði uppskriftina að lífsnauðsynlegum lyfjum og efnavopnum. Í þessari einföldu töflu endurspeglast bæði eiginleiki mannskepnunnar til að láta gott af sér leiða og sá ljótleiki sem oft virðist einkenna tegundina okkar. Breski heimspekingurinn Bertrand Russell komst að þeirri vafasömu niðurstöðu eftir að hafa kynnt sér eiginleika joðs og áhrif efnisins, eða skort þess í líkamanum, á gáfnafar einstaklinga, að ómögulegt væri að aðskilja sálina frá líkamlegum ferlum. Þannig væri andlegt líf mannskepnunnar, heilsa hennar og allur sá harmur sem hún upplifir í raun ekkert nema lotukerfið. Þrátt fyrir djúpstæða þekkingu á frumefnum og efnasamsetningu heimsins, þá er augljóslega margt sem við vitum ekki. Ekki er hægt að ímynda sér heppilegri tímasetningu til að virkja forvitni og kraft þeirra sem nú sitja á skólabekk til að finna þessi svör en einmitt á ári lotukerfisins.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun