Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar 10. september 2025 12:30 Sumarið ´95 fór ég nokkar vikulangar hestaferðir yfir hálendi Íslands með útlendinga. Ekkert ferðalag stendur sterkara í minningunni. Eitt atvik hefur æ síðan fylgt mér. Opnaði augu mín fyrir stærsta fjársjóði okkar - en jafnframt þeim viðkvæmasta. Víðernum Íslands. Ég var ráðinn vegna þýskukunnáttu minnar sem þó var lítil. Tvær þýskar vinkonur, rúmlega fimmtugar, voru með í för. Á degi 1 riðum við upp Mælifellsdal inn á Eyvindastaðaheiði. Ég sagði frá Sturlungum og jarðfræði. Þær voru áhugasamar og spurðu margs til baka. Á degi 2 virtust þær þreyttar. Á degi 3 - mitt inni á hálendinu - voru viðbrögð nánast engin. Ég var viss um að ég hefði óvart sagt eitthvað óviðeigandi á minni fábrotnu þýsku. Reið upp að annarri þeirra og spurði beint út “getur verið að ég hafi móðgað þig?” Hún hváði og spurði af hverju ég héldi það. Ég útskýrði málið. Hún var hissa en brosti svo og sagði að þetta hefði ekkert með mig að gera. “Þú ert fínn. (Þögn. Leitar að orðum.) Þetta er bara þriðji dagurinn sem ég sit á þessum stórkostlegu hestum í gegnum náttúru sem verður sífellt magnaðri. (Þögn. Klökknar.) Ég get ekki talað.” Hún vildi útskýra og hélt áfram: “Ég býst ekki við að þú skiljir það, þú ert svo ungur. Ég er hálfnuð með mitt líf og nú sækja að mér alls kyns spurningar sem ég hef haldið frá mér. Af hverju fluttirðu til Bonn? Þú hefur alltaf hatað Bonn. Hvað ætlarðu að vera lengi í þessu starfi sem þú ert löngu búin að fá leið á? Af hverju býrðu í svona stóru húsi…?” Verandi ungur brosti ég bara til baka og reið áfram. Þær þýsku fengu fljótt málið aftur og blik í auga sem þau ein fá sem hafa leyft sér að verða bergnumin af víðernum Íslands. Æ síðan hafa þau verið mér helgidómur. Þetta er loforð þeirra til þín: Sama hvað áhyggjur þínar eru þungar, farir þú með hægð inn í ósnortin víðerni landsins, muntu aðeins koma með brot af þeim til baka. Hafir þú lagt líf þitt í rangar skorður þá muntu ekki komast hjá því að heyra þína innri rödd. Þú munt vita hvað er satt og rétt fyrir þig. Fátt er dýrmætara en það. Þennan helgidóm átt þú en hann á líka þig. Hann er arfur þinn og það er þitt að tryggja að hann verði enn til fyrir börnin þín og barnabörn. Til að njóta og vernda. Núna á náttúra landsins fáa vini og smáa. Við erum tvístruð, upptekin í símunum, í umferðinni, í rifrildum á Facebook. Getum ekki meira. Og þá er gengið á lagið. Ramminn sem gerður var náttúrunni til varnar er brotinn. Um allt land vilja fjársterkir aðilar skera sneið af víðernunum fyrir sig sjálfa. Vindmyllugarð hér og hálendishótel þar. Þá deyja töfrarnir. Ef þú vilt vernda arfinn þinn og tryggja að börnin þín og barnabörn fái líka að njóta töfranna - setjið þið þá símana í vasann, kakó á brúsa og komið með út. Gangið í Landvernd, Ferðafélag Íslands, Útivist eða aðra hópa sem eru að njóta náttúrunnar í sátt við hana. Þið getið varla gefið börnunum ykkar og ykkur sjálfum betri gjöf. Höfuðborgarbúar og nærsveitafólk á dásamlegt útivistarsvæði í Henglinum. Akirðu í 20 mínútur frá borginni upp Nesjavallaleið, geturðu gengið heilan dag um stórbrotna og lítt snortna náttúru. Orðið bergnumin. Upplifað helgidóm víðernanna. Heyrt þína innri rödd. Hjá Orkuveitu Reykjavíkur er aftur komið 2007. Það á að reisa vindmyllugarð á flatlendinu austan við Hengilinn. https://www.orkuveitan.is/vindorkukostur-vid-dyraveg/ Á morgun, fimmtudag kl 17 ætlar hópur að ganga upp að nýreistu mastri sem Orkuveitan hefur reist sem fyrsta skref í átt að þessum vindmyllugarði. Komdu með. Stattu vörð um rétt þinn til að verða bergnuminn af náttúru Íslands. https://fb.me/e/2jQmxurw76 Höfundur er MSc í hagfræði, pabbi og afi og vinur víðerna Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Vindorka Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Sumarið ´95 fór ég nokkar vikulangar hestaferðir yfir hálendi Íslands með útlendinga. Ekkert ferðalag stendur sterkara í minningunni. Eitt atvik hefur æ síðan fylgt mér. Opnaði augu mín fyrir stærsta fjársjóði okkar - en jafnframt þeim viðkvæmasta. Víðernum Íslands. Ég var ráðinn vegna þýskukunnáttu minnar sem þó var lítil. Tvær þýskar vinkonur, rúmlega fimmtugar, voru með í för. Á degi 1 riðum við upp Mælifellsdal inn á Eyvindastaðaheiði. Ég sagði frá Sturlungum og jarðfræði. Þær voru áhugasamar og spurðu margs til baka. Á degi 2 virtust þær þreyttar. Á degi 3 - mitt inni á hálendinu - voru viðbrögð nánast engin. Ég var viss um að ég hefði óvart sagt eitthvað óviðeigandi á minni fábrotnu þýsku. Reið upp að annarri þeirra og spurði beint út “getur verið að ég hafi móðgað þig?” Hún hváði og spurði af hverju ég héldi það. Ég útskýrði málið. Hún var hissa en brosti svo og sagði að þetta hefði ekkert með mig að gera. “Þú ert fínn. (Þögn. Leitar að orðum.) Þetta er bara þriðji dagurinn sem ég sit á þessum stórkostlegu hestum í gegnum náttúru sem verður sífellt magnaðri. (Þögn. Klökknar.) Ég get ekki talað.” Hún vildi útskýra og hélt áfram: “Ég býst ekki við að þú skiljir það, þú ert svo ungur. Ég er hálfnuð með mitt líf og nú sækja að mér alls kyns spurningar sem ég hef haldið frá mér. Af hverju fluttirðu til Bonn? Þú hefur alltaf hatað Bonn. Hvað ætlarðu að vera lengi í þessu starfi sem þú ert löngu búin að fá leið á? Af hverju býrðu í svona stóru húsi…?” Verandi ungur brosti ég bara til baka og reið áfram. Þær þýsku fengu fljótt málið aftur og blik í auga sem þau ein fá sem hafa leyft sér að verða bergnumin af víðernum Íslands. Æ síðan hafa þau verið mér helgidómur. Þetta er loforð þeirra til þín: Sama hvað áhyggjur þínar eru þungar, farir þú með hægð inn í ósnortin víðerni landsins, muntu aðeins koma með brot af þeim til baka. Hafir þú lagt líf þitt í rangar skorður þá muntu ekki komast hjá því að heyra þína innri rödd. Þú munt vita hvað er satt og rétt fyrir þig. Fátt er dýrmætara en það. Þennan helgidóm átt þú en hann á líka þig. Hann er arfur þinn og það er þitt að tryggja að hann verði enn til fyrir börnin þín og barnabörn. Til að njóta og vernda. Núna á náttúra landsins fáa vini og smáa. Við erum tvístruð, upptekin í símunum, í umferðinni, í rifrildum á Facebook. Getum ekki meira. Og þá er gengið á lagið. Ramminn sem gerður var náttúrunni til varnar er brotinn. Um allt land vilja fjársterkir aðilar skera sneið af víðernunum fyrir sig sjálfa. Vindmyllugarð hér og hálendishótel þar. Þá deyja töfrarnir. Ef þú vilt vernda arfinn þinn og tryggja að börnin þín og barnabörn fái líka að njóta töfranna - setjið þið þá símana í vasann, kakó á brúsa og komið með út. Gangið í Landvernd, Ferðafélag Íslands, Útivist eða aðra hópa sem eru að njóta náttúrunnar í sátt við hana. Þið getið varla gefið börnunum ykkar og ykkur sjálfum betri gjöf. Höfuðborgarbúar og nærsveitafólk á dásamlegt útivistarsvæði í Henglinum. Akirðu í 20 mínútur frá borginni upp Nesjavallaleið, geturðu gengið heilan dag um stórbrotna og lítt snortna náttúru. Orðið bergnumin. Upplifað helgidóm víðernanna. Heyrt þína innri rödd. Hjá Orkuveitu Reykjavíkur er aftur komið 2007. Það á að reisa vindmyllugarð á flatlendinu austan við Hengilinn. https://www.orkuveitan.is/vindorkukostur-vid-dyraveg/ Á morgun, fimmtudag kl 17 ætlar hópur að ganga upp að nýreistu mastri sem Orkuveitan hefur reist sem fyrsta skref í átt að þessum vindmyllugarði. Komdu með. Stattu vörð um rétt þinn til að verða bergnuminn af náttúru Íslands. https://fb.me/e/2jQmxurw76 Höfundur er MSc í hagfræði, pabbi og afi og vinur víðerna Íslands.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun