Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar 10. september 2025 12:30 Sumarið ´95 fór ég nokkar vikulangar hestaferðir yfir hálendi Íslands með útlendinga. Ekkert ferðalag stendur sterkara í minningunni. Eitt atvik hefur æ síðan fylgt mér. Opnaði augu mín fyrir stærsta fjársjóði okkar - en jafnframt þeim viðkvæmasta. Víðernum Íslands. Ég var ráðinn vegna þýskukunnáttu minnar sem þó var lítil. Tvær þýskar vinkonur, rúmlega fimmtugar, voru með í för. Á degi 1 riðum við upp Mælifellsdal inn á Eyvindastaðaheiði. Ég sagði frá Sturlungum og jarðfræði. Þær voru áhugasamar og spurðu margs til baka. Á degi 2 virtust þær þreyttar. Á degi 3 - mitt inni á hálendinu - voru viðbrögð nánast engin. Ég var viss um að ég hefði óvart sagt eitthvað óviðeigandi á minni fábrotnu þýsku. Reið upp að annarri þeirra og spurði beint út “getur verið að ég hafi móðgað þig?” Hún hváði og spurði af hverju ég héldi það. Ég útskýrði málið. Hún var hissa en brosti svo og sagði að þetta hefði ekkert með mig að gera. “Þú ert fínn. (Þögn. Leitar að orðum.) Þetta er bara þriðji dagurinn sem ég sit á þessum stórkostlegu hestum í gegnum náttúru sem verður sífellt magnaðri. (Þögn. Klökknar.) Ég get ekki talað.” Hún vildi útskýra og hélt áfram: “Ég býst ekki við að þú skiljir það, þú ert svo ungur. Ég er hálfnuð með mitt líf og nú sækja að mér alls kyns spurningar sem ég hef haldið frá mér. Af hverju fluttirðu til Bonn? Þú hefur alltaf hatað Bonn. Hvað ætlarðu að vera lengi í þessu starfi sem þú ert löngu búin að fá leið á? Af hverju býrðu í svona stóru húsi…?” Verandi ungur brosti ég bara til baka og reið áfram. Þær þýsku fengu fljótt málið aftur og blik í auga sem þau ein fá sem hafa leyft sér að verða bergnumin af víðernum Íslands. Æ síðan hafa þau verið mér helgidómur. Þetta er loforð þeirra til þín: Sama hvað áhyggjur þínar eru þungar, farir þú með hægð inn í ósnortin víðerni landsins, muntu aðeins koma með brot af þeim til baka. Hafir þú lagt líf þitt í rangar skorður þá muntu ekki komast hjá því að heyra þína innri rödd. Þú munt vita hvað er satt og rétt fyrir þig. Fátt er dýrmætara en það. Þennan helgidóm átt þú en hann á líka þig. Hann er arfur þinn og það er þitt að tryggja að hann verði enn til fyrir börnin þín og barnabörn. Til að njóta og vernda. Núna á náttúra landsins fáa vini og smáa. Við erum tvístruð, upptekin í símunum, í umferðinni, í rifrildum á Facebook. Getum ekki meira. Og þá er gengið á lagið. Ramminn sem gerður var náttúrunni til varnar er brotinn. Um allt land vilja fjársterkir aðilar skera sneið af víðernunum fyrir sig sjálfa. Vindmyllugarð hér og hálendishótel þar. Þá deyja töfrarnir. Ef þú vilt vernda arfinn þinn og tryggja að börnin þín og barnabörn fái líka að njóta töfranna - setjið þið þá símana í vasann, kakó á brúsa og komið með út. Gangið í Landvernd, Ferðafélag Íslands, Útivist eða aðra hópa sem eru að njóta náttúrunnar í sátt við hana. Þið getið varla gefið börnunum ykkar og ykkur sjálfum betri gjöf. Höfuðborgarbúar og nærsveitafólk á dásamlegt útivistarsvæði í Henglinum. Akirðu í 20 mínútur frá borginni upp Nesjavallaleið, geturðu gengið heilan dag um stórbrotna og lítt snortna náttúru. Orðið bergnumin. Upplifað helgidóm víðernanna. Heyrt þína innri rödd. Hjá Orkuveitu Reykjavíkur er aftur komið 2007. Það á að reisa vindmyllugarð á flatlendinu austan við Hengilinn. https://www.orkuveitan.is/vindorkukostur-vid-dyraveg/ Á morgun, fimmtudag kl 17 ætlar hópur að ganga upp að nýreistu mastri sem Orkuveitan hefur reist sem fyrsta skref í átt að þessum vindmyllugarði. Komdu með. Stattu vörð um rétt þinn til að verða bergnuminn af náttúru Íslands. https://fb.me/e/2jQmxurw76 Höfundur er MSc í hagfræði, pabbi og afi og vinur víðerna Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Vindorka Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Sumarið ´95 fór ég nokkar vikulangar hestaferðir yfir hálendi Íslands með útlendinga. Ekkert ferðalag stendur sterkara í minningunni. Eitt atvik hefur æ síðan fylgt mér. Opnaði augu mín fyrir stærsta fjársjóði okkar - en jafnframt þeim viðkvæmasta. Víðernum Íslands. Ég var ráðinn vegna þýskukunnáttu minnar sem þó var lítil. Tvær þýskar vinkonur, rúmlega fimmtugar, voru með í för. Á degi 1 riðum við upp Mælifellsdal inn á Eyvindastaðaheiði. Ég sagði frá Sturlungum og jarðfræði. Þær voru áhugasamar og spurðu margs til baka. Á degi 2 virtust þær þreyttar. Á degi 3 - mitt inni á hálendinu - voru viðbrögð nánast engin. Ég var viss um að ég hefði óvart sagt eitthvað óviðeigandi á minni fábrotnu þýsku. Reið upp að annarri þeirra og spurði beint út “getur verið að ég hafi móðgað þig?” Hún hváði og spurði af hverju ég héldi það. Ég útskýrði málið. Hún var hissa en brosti svo og sagði að þetta hefði ekkert með mig að gera. “Þú ert fínn. (Þögn. Leitar að orðum.) Þetta er bara þriðji dagurinn sem ég sit á þessum stórkostlegu hestum í gegnum náttúru sem verður sífellt magnaðri. (Þögn. Klökknar.) Ég get ekki talað.” Hún vildi útskýra og hélt áfram: “Ég býst ekki við að þú skiljir það, þú ert svo ungur. Ég er hálfnuð með mitt líf og nú sækja að mér alls kyns spurningar sem ég hef haldið frá mér. Af hverju fluttirðu til Bonn? Þú hefur alltaf hatað Bonn. Hvað ætlarðu að vera lengi í þessu starfi sem þú ert löngu búin að fá leið á? Af hverju býrðu í svona stóru húsi…?” Verandi ungur brosti ég bara til baka og reið áfram. Þær þýsku fengu fljótt málið aftur og blik í auga sem þau ein fá sem hafa leyft sér að verða bergnumin af víðernum Íslands. Æ síðan hafa þau verið mér helgidómur. Þetta er loforð þeirra til þín: Sama hvað áhyggjur þínar eru þungar, farir þú með hægð inn í ósnortin víðerni landsins, muntu aðeins koma með brot af þeim til baka. Hafir þú lagt líf þitt í rangar skorður þá muntu ekki komast hjá því að heyra þína innri rödd. Þú munt vita hvað er satt og rétt fyrir þig. Fátt er dýrmætara en það. Þennan helgidóm átt þú en hann á líka þig. Hann er arfur þinn og það er þitt að tryggja að hann verði enn til fyrir börnin þín og barnabörn. Til að njóta og vernda. Núna á náttúra landsins fáa vini og smáa. Við erum tvístruð, upptekin í símunum, í umferðinni, í rifrildum á Facebook. Getum ekki meira. Og þá er gengið á lagið. Ramminn sem gerður var náttúrunni til varnar er brotinn. Um allt land vilja fjársterkir aðilar skera sneið af víðernunum fyrir sig sjálfa. Vindmyllugarð hér og hálendishótel þar. Þá deyja töfrarnir. Ef þú vilt vernda arfinn þinn og tryggja að börnin þín og barnabörn fái líka að njóta töfranna - setjið þið þá símana í vasann, kakó á brúsa og komið með út. Gangið í Landvernd, Ferðafélag Íslands, Útivist eða aðra hópa sem eru að njóta náttúrunnar í sátt við hana. Þið getið varla gefið börnunum ykkar og ykkur sjálfum betri gjöf. Höfuðborgarbúar og nærsveitafólk á dásamlegt útivistarsvæði í Henglinum. Akirðu í 20 mínútur frá borginni upp Nesjavallaleið, geturðu gengið heilan dag um stórbrotna og lítt snortna náttúru. Orðið bergnumin. Upplifað helgidóm víðernanna. Heyrt þína innri rödd. Hjá Orkuveitu Reykjavíkur er aftur komið 2007. Það á að reisa vindmyllugarð á flatlendinu austan við Hengilinn. https://www.orkuveitan.is/vindorkukostur-vid-dyraveg/ Á morgun, fimmtudag kl 17 ætlar hópur að ganga upp að nýreistu mastri sem Orkuveitan hefur reist sem fyrsta skref í átt að þessum vindmyllugarði. Komdu með. Stattu vörð um rétt þinn til að verða bergnuminn af náttúru Íslands. https://fb.me/e/2jQmxurw76 Höfundur er MSc í hagfræði, pabbi og afi og vinur víðerna Íslands.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun