Loka landamærunum með gámum og olíubílum Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2019 22:52 Hraðbrautin milli kólumbísku borgarinnar Cúcuta og venesúelsku borgarinnar Ureña. AP Nicolás Maduro hefur neitað stjórnarandstöðunni í Venesúela um að flytja hjálpargögn inn í landið. Herinn hefur nú lokað landamærunum að Kólumbíu með því að koma gámum og olíubílum þar fyrir. Segja má að tveir forsetar séu nú starfandi í Venesúela – þeir Nicolas Maduro og Juan Guaidó. Maduro, sem gegnt hefur forsetaembættinu frá 2013, hefur fyrirskipað hernum að loka landamærunum milli kólumbísku borginni Cúcuta og venesúelsku borgarinnar Ureña. Er þetta gert til að koma í veg fyrir að neyðaraðstoð berist inn í landið um brúna sem tengir borgirnar tvær. Stjórnarandstæðingar hugðust flytja birgðir inn í landið fyrr í dag, en stjórnarhermenn gripu þá til þess ráðs að loka landamærunum eftir fyrirskipan Maduro. Guaidó, sem íslensk stjórnvöld hafa nú viðurkennt sem lögmætan bráðabirgðaforseta Venesúela, segir að líf 300 þúsund íbúa Venesúela sé í hættu, takist ekki að koma hjálpargögnum til landsins.EPAMatvæði og lyf Reuters greindi frá því í gær að bandarísk yfirvöld hafi ætlað sér að senda matvæli og lyf til Venesúela, en Maduro hefur ítrekað sakað þau um að aðgerðin sé einungis liður í því að komast yfir olíuauðlindir Venesúela. Maduro sór embættiseið í síðasta mánuði eftir umdeildar forsetakosningar sem fram fóru í maí á síðasta ári. Stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki kosningarnar og eftirlitsaðilar sögðu þær ekki hafa farið rétt fram, meðal annars vegna þess að mörgum andstæðingum Maduro var meinað að taka þátt í þeim. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela og hefur hann sagt að markmið hans sé að mynda starfstjórn og boða til nýrra kosninga. Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Vargöld í Venesúela: Hvað gengur Bandaríkjunum til? Meirihluti Lima-hópsins svokallaða, hóps ríkja Suður-Ameríku og Kanada, hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaidó. 5. febrúar 2019 16:15 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Sjá meira
Nicolás Maduro hefur neitað stjórnarandstöðunni í Venesúela um að flytja hjálpargögn inn í landið. Herinn hefur nú lokað landamærunum að Kólumbíu með því að koma gámum og olíubílum þar fyrir. Segja má að tveir forsetar séu nú starfandi í Venesúela – þeir Nicolas Maduro og Juan Guaidó. Maduro, sem gegnt hefur forsetaembættinu frá 2013, hefur fyrirskipað hernum að loka landamærunum milli kólumbísku borginni Cúcuta og venesúelsku borgarinnar Ureña. Er þetta gert til að koma í veg fyrir að neyðaraðstoð berist inn í landið um brúna sem tengir borgirnar tvær. Stjórnarandstæðingar hugðust flytja birgðir inn í landið fyrr í dag, en stjórnarhermenn gripu þá til þess ráðs að loka landamærunum eftir fyrirskipan Maduro. Guaidó, sem íslensk stjórnvöld hafa nú viðurkennt sem lögmætan bráðabirgðaforseta Venesúela, segir að líf 300 þúsund íbúa Venesúela sé í hættu, takist ekki að koma hjálpargögnum til landsins.EPAMatvæði og lyf Reuters greindi frá því í gær að bandarísk yfirvöld hafi ætlað sér að senda matvæli og lyf til Venesúela, en Maduro hefur ítrekað sakað þau um að aðgerðin sé einungis liður í því að komast yfir olíuauðlindir Venesúela. Maduro sór embættiseið í síðasta mánuði eftir umdeildar forsetakosningar sem fram fóru í maí á síðasta ári. Stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki kosningarnar og eftirlitsaðilar sögðu þær ekki hafa farið rétt fram, meðal annars vegna þess að mörgum andstæðingum Maduro var meinað að taka þátt í þeim. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela og hefur hann sagt að markmið hans sé að mynda starfstjórn og boða til nýrra kosninga.
Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Vargöld í Venesúela: Hvað gengur Bandaríkjunum til? Meirihluti Lima-hópsins svokallaða, hóps ríkja Suður-Ameríku og Kanada, hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaidó. 5. febrúar 2019 16:15 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Sjá meira
Vargöld í Venesúela: Hvað gengur Bandaríkjunum til? Meirihluti Lima-hópsins svokallaða, hóps ríkja Suður-Ameríku og Kanada, hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaidó. 5. febrúar 2019 16:15