Trump hundsar beiðni þingsins um að upplýsa morðið á Khashoggi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. febrúar 2019 11:24 Jamal Khashoggi. Myndin er frá minningarathöfn um blaðamanninn. Chris McGrath/Getty Ríkisstjórn Donalds Trump mun ekki bregðast við beiðni Bandaríkjaþings um að skila frá sér skýrslu þar sem því er svarað hver ber ábyrgð á morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. Hann var myrtur í sendiráði Sádi-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi í byrjun október á síðasta ári. Stuttu eftir morðið á blaðamanninum samþykkti Bandaríkjaþing að krefja Trump og ríkisstjórn hans um skýrslu sem leiða ætti í ljós hver bæri ábyrgð á dauða Khashoggi. Forsetinn hefur kosið að bregðast ekki við kröfu þingsins. Í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni segir að forsetinn „standi fastur á rétti sínum til að neita að bregðast við beiðnum þingnefnda sé það viðeigandi.“ Demókratar telja hins vegar að afstaða forsetans brjóti í bága við Magnitsky-lögin frá árinu 2012, sem gera forsetanum skylt að bregðast við tilmælum nefndarformönnum þingsins innan 120 daga frá því þær eru settar fram. Þegar þetta er skrifað eru 122 dagar síðan þingið lagði beiðnina fram.Donald Trump og Mohammed bin Salman.Mark Wilson/GettyMike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skrifaði leiðtogum þingsins bréf þar sem kom fram að háttsettir einstaklingar innan sádiarabíska stjórnkerfisins verði beittir refsiaðgerðum vegna málsins, en þar kom ekki fram hver ríkisstjórnin teldi að bæri ábyrgð á morðinu. Í kjölfar fregnanna af aðgerðarleysi Trump hafa margir öldungardeildarþingmenn gagnrýnt forsetann fyrir að vilja ekki fordæma krónprins Sádi-Arabíu, Mohemmad bin Salman, sem margir telja að hafi fyrirskipað morðið á Khashoggi. Meðal þeirra er CIA, leyniþjónusta Bandaríkjanna. Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádiarabíski krónprinsinn vildi setja byssukúlu í Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds bin Salman krónprins við aðstoðarmann sinn rúmu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur. 8. febrúar 2019 08:55 Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda með sádiarabíska krónprinsinum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun á morgun halda til Sádí-Arabíu þar sem hann mun funda með krónprinsi landsins. Sá er grunaður um að vera aðili að morðinu á blaðamanninum Khashoggi. 12. janúar 2019 22:43 Alþjóðleg rannsókn á morðinu á Khashoggi hefst í næstu viku Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna fer til Tyrklands í næstu viku til að hefja rannsóknina á sádiarabíska blaðamanninum. 24. janúar 2019 17:32 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump mun ekki bregðast við beiðni Bandaríkjaþings um að skila frá sér skýrslu þar sem því er svarað hver ber ábyrgð á morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. Hann var myrtur í sendiráði Sádi-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi í byrjun október á síðasta ári. Stuttu eftir morðið á blaðamanninum samþykkti Bandaríkjaþing að krefja Trump og ríkisstjórn hans um skýrslu sem leiða ætti í ljós hver bæri ábyrgð á dauða Khashoggi. Forsetinn hefur kosið að bregðast ekki við kröfu þingsins. Í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni segir að forsetinn „standi fastur á rétti sínum til að neita að bregðast við beiðnum þingnefnda sé það viðeigandi.“ Demókratar telja hins vegar að afstaða forsetans brjóti í bága við Magnitsky-lögin frá árinu 2012, sem gera forsetanum skylt að bregðast við tilmælum nefndarformönnum þingsins innan 120 daga frá því þær eru settar fram. Þegar þetta er skrifað eru 122 dagar síðan þingið lagði beiðnina fram.Donald Trump og Mohammed bin Salman.Mark Wilson/GettyMike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skrifaði leiðtogum þingsins bréf þar sem kom fram að háttsettir einstaklingar innan sádiarabíska stjórnkerfisins verði beittir refsiaðgerðum vegna málsins, en þar kom ekki fram hver ríkisstjórnin teldi að bæri ábyrgð á morðinu. Í kjölfar fregnanna af aðgerðarleysi Trump hafa margir öldungardeildarþingmenn gagnrýnt forsetann fyrir að vilja ekki fordæma krónprins Sádi-Arabíu, Mohemmad bin Salman, sem margir telja að hafi fyrirskipað morðið á Khashoggi. Meðal þeirra er CIA, leyniþjónusta Bandaríkjanna.
Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádiarabíski krónprinsinn vildi setja byssukúlu í Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds bin Salman krónprins við aðstoðarmann sinn rúmu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur. 8. febrúar 2019 08:55 Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda með sádiarabíska krónprinsinum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun á morgun halda til Sádí-Arabíu þar sem hann mun funda með krónprinsi landsins. Sá er grunaður um að vera aðili að morðinu á blaðamanninum Khashoggi. 12. janúar 2019 22:43 Alþjóðleg rannsókn á morðinu á Khashoggi hefst í næstu viku Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna fer til Tyrklands í næstu viku til að hefja rannsóknina á sádiarabíska blaðamanninum. 24. janúar 2019 17:32 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Sjá meira
Sádiarabíski krónprinsinn vildi setja byssukúlu í Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds bin Salman krónprins við aðstoðarmann sinn rúmu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur. 8. febrúar 2019 08:55
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda með sádiarabíska krónprinsinum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun á morgun halda til Sádí-Arabíu þar sem hann mun funda með krónprinsi landsins. Sá er grunaður um að vera aðili að morðinu á blaðamanninum Khashoggi. 12. janúar 2019 22:43
Alþjóðleg rannsókn á morðinu á Khashoggi hefst í næstu viku Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna fer til Tyrklands í næstu viku til að hefja rannsóknina á sádiarabíska blaðamanninum. 24. janúar 2019 17:32