Ósætti um pálmatré þýsku leyniþjónustunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. febrúar 2019 11:45 Einn af pálmum Ulrich Brüschke, sem standa fyrir utan nýjar höfuðstöðvar Bundesnachrichtendienst. Getty/Steffi Loos Nýjar höfuðstöðvar þýsku leyniþjónustunnar, Bundesnachrichtendienst (BND), voru formlega vígðar við hátíðlega athöfn í Berlín í gær. Framkvæmdir tóku 12 ár en orðrómar um dularfull pálmatré skyggðu þó á langþráða opnunarhátíðina. Höfuðstöðvarnar eru alls 260 þúsund fermetrar að stærð og samanstanda meðal annars af 20 þúsund tonnum af stáli, 14 þúsund gluggum og um 12 þúsund hurðum. Um er að ræða stærstu heimkynni nokkurrar leyniþjónustu í heiminum þar sem um 4000 manns munu starfa. Byggingaframkvæmdirnar hófust fyrir 12 árum en ætlað var að þeim lyki árið 2011. Talið er að að byggingarkostnaðurinn hafi verið rúmlega milljarður evra, eða um 135 milljarða íslenskra króna. Þrátt fyrir að fyrstu starfsmennirnir hafi flutt inn árið 2017 voru hinar nýju, ógnarstóru höfuðstöðvar í Berlín ekki teknar formlega í gagnið fyrr en í gær og var það Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sem fékk það hlutverk að vígja hið 135 þúsund rúmmetra ferlíki. Þrátt fyrir að Merkel hafi í ræðu sinni undirstrikað mikilvægi BND á viðsjárverðum tímum í alþjóðastjórnmálum eru þó ekki allir á einu máli. Ýmsir Þjóðverar kæra sig þannig ekkert um að þýska leyniþjónustan muni fá úr næstum milljarði evra að moða í ár til að stunda hin óræðu og oft gagnrýnisverðu starfsemi sína. Til að mynda var BND staðin að því að njósna um erlenda blaðamenn árið 2017, auk þess sem hún aðstoðaði bandaríska leyniþjónustu við umfangsmiklar hleranir sínar, sem Edward Snowden afhjúpaði árið 2013. Þá hafa margir sett spurningarmerki við dularfull pálmatré úr stáli sem sett hafa verið upp á lóð nýju höfuðstöðvanna. Margir óttuðust að leyniþjónustan hefði komið fyrir njósnabúnaði í trjánum til að fylgjast með ferðum þeirra sem eiga leið fram hjá höfuðstöðvunum, sem standa skammt frá rústum Berlínarmúrsins. Orðrómar um trén urðu svo háværir að þýska þingið neyddist í janúar síðastliðnum að senda frá sér yfirlýsingu - þar sem það var ítrekað að pálmarnir væru listaverk en ekki leynimakk. Þýskaland Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Sjá meira
Nýjar höfuðstöðvar þýsku leyniþjónustunnar, Bundesnachrichtendienst (BND), voru formlega vígðar við hátíðlega athöfn í Berlín í gær. Framkvæmdir tóku 12 ár en orðrómar um dularfull pálmatré skyggðu þó á langþráða opnunarhátíðina. Höfuðstöðvarnar eru alls 260 þúsund fermetrar að stærð og samanstanda meðal annars af 20 þúsund tonnum af stáli, 14 þúsund gluggum og um 12 þúsund hurðum. Um er að ræða stærstu heimkynni nokkurrar leyniþjónustu í heiminum þar sem um 4000 manns munu starfa. Byggingaframkvæmdirnar hófust fyrir 12 árum en ætlað var að þeim lyki árið 2011. Talið er að að byggingarkostnaðurinn hafi verið rúmlega milljarður evra, eða um 135 milljarða íslenskra króna. Þrátt fyrir að fyrstu starfsmennirnir hafi flutt inn árið 2017 voru hinar nýju, ógnarstóru höfuðstöðvar í Berlín ekki teknar formlega í gagnið fyrr en í gær og var það Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sem fékk það hlutverk að vígja hið 135 þúsund rúmmetra ferlíki. Þrátt fyrir að Merkel hafi í ræðu sinni undirstrikað mikilvægi BND á viðsjárverðum tímum í alþjóðastjórnmálum eru þó ekki allir á einu máli. Ýmsir Þjóðverar kæra sig þannig ekkert um að þýska leyniþjónustan muni fá úr næstum milljarði evra að moða í ár til að stunda hin óræðu og oft gagnrýnisverðu starfsemi sína. Til að mynda var BND staðin að því að njósna um erlenda blaðamenn árið 2017, auk þess sem hún aðstoðaði bandaríska leyniþjónustu við umfangsmiklar hleranir sínar, sem Edward Snowden afhjúpaði árið 2013. Þá hafa margir sett spurningarmerki við dularfull pálmatré úr stáli sem sett hafa verið upp á lóð nýju höfuðstöðvanna. Margir óttuðust að leyniþjónustan hefði komið fyrir njósnabúnaði í trjánum til að fylgjast með ferðum þeirra sem eiga leið fram hjá höfuðstöðvunum, sem standa skammt frá rústum Berlínarmúrsins. Orðrómar um trén urðu svo háværir að þýska þingið neyddist í janúar síðastliðnum að senda frá sér yfirlýsingu - þar sem það var ítrekað að pálmarnir væru listaverk en ekki leynimakk.
Þýskaland Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Sjá meira