Ættum við að veiða hvali? Henry Alexander Henrysson skrifar 30. janúar 2019 07:00 Nokkur umræða hefur farið fram undanfarið um hvalveiðar Íslendinga og hvað framtíðin ber í skauti sér varðandi þær. Eitt tilefnið var skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og það fremur jákvæða viðhorf til hvalveiða sem þar kemur fram. Slíkt viðhorf var fyrirsjáanlegt. Maður hefði líka giskað á jákvætt svar hefði stofnunin verið spurð um miðja nítjándu öld hvort þrælahald væri hagkvæmt. Í báðum tilvikum er spurningin ekki sú rétta. Umræða um hvalveiðar hefur lítið sem ekkert um hagkvæmni þeirra að gera í samtímanum, spurningin sem umræðan leitar alltaf að lokum í er hvort skotveiðar á þessum sjávarspendýrum séu siðferðilega réttlætanlegar. Í nýlegu helgarblaði Fréttablaðsins var ég beðinn um að spá í siðferðileg álitamál framtíðarinnar. Ég hefði þar getað sagt með nokkurri vissu að þær hvalveiðar sem hafa verið í umræðunni munu ekki eiga sér stað þegar við horfum áratugi fram í tímann. Viðhorf fólks til skotveiða á spendýrum og sú rökræða sem á sér stað um þessi viðhorf virðist ætla að leiða til þeirrar niðurstöðu að við stundum ekki slíkar veiðar á villtum dýrum. Þetta ætti ekki að koma á óvart. Siðferðileg viðmið taka breytingum og það er meðal annars hlutverk siðfræði að greina þessar breytingar. Í tilfelli skotveiða á villtum spendýrum er bæði ljóst í hvaða átt þessi viðhorf eru að þróast og að þau gera það í ljósi þess að þau eru að vinna rökræðuna sem á sér stað um þessi efni. Enn um stund er hins vegar ómögulegt að sjá fyrir hvaða viðhorf verða ofan á varðandi veiðar á villtum fuglum og fiskum. Meginreglan virðist mér sem sagt vera sú að skotveiðar á villtum spendýrum séu siðferðilega ámælisverðar. Þær vekja sem sagt óþægilegar siðferðilegar kenndir hjá almenningi. En frá þessari meginreglu eru mikilvægar undantekningar sem enn þykja gildar ástæður fyrir því að leyfa skotveiðar ef þær eru framkvæmdar á eins mannúðlegan máta og mögulegt er. Og mér sýnist sem þessi rök munu halda. Augljósust slíkra ástæðna er ef lífsviðurværi manns byggir raunverulega á slíkum veiðum. Rík hefð getur einnig dugað til að réttlæta skotveiðar sem og vernd fólks ef lífi eða heilsu fólks stafar hætta af villtu dýri. Nauðsynleg grisjun stofna er hins vegar líklega sú ástæða sem oftast er gefin fyrir því að leyfa skotveiðar. Oft stafar nauðsynin af því að menn hafa stigið inn í vistkerfi. Þá skortir oft rándýr til að halda stofnum í skefjum eða afmörkun landsvæða gerir það að verkum að dýr hafa ekki tækifæri til að leita fæðu nægilega víða. Hin siðferðilega niðurstaða er því sú að dýrin séu almennt betur sett ef veiðileyfi eru gefin á tiltekinn fjölda dýra og sagt er fyrir um hvenær má stunda veiðarnar. Ekkert af þessum rökum hefur nokkurt gildi í rökræðum um hvalveiðar Íslendinga í samtímanum. Hvalir ógna ekki híbýlum fólks, þeir verða seint skilgreindir sem meindýr, þeir voru ekki fluttir til Íslands líkt og hreindýr voru, vistkerfið er enn nægilega öflugt til að tryggja afkomu þeirra og það rými sem þeir hafa til að lifa er ekki takmarkað á nokkurn hátt. Á Íslandi halda heldur engin hefðarrök fyrir hvalveiðum. Mögulega mun sú stund renna upp að afmarkaðir stofnar hvala kalli á takmarkaða grisjun á mannúðlegan, en um leið kostnaðarsaman, hátt og einhverjar skotveiðar munu lengi enn vera réttlættar á öðrum sjávarspendýrum, eins og selum. Persónulega tel ég að tími sé kominn til að leyfa umræðunni um mögulegar hvalveiðar Íslendinga að færast nær siðferðilegri hlið spurningarinnar. Það þarf til dæmis ekki að vera að slíkar veiðar hefðu nokkur áhrif á ferðamannastraum, en þó svo að straumurinn héldist myndi það ekki svara spurningunni um réttmæti þeirra. Heimurinn hefur fyrir löngu farið að færa sig í þá átt að láta svið siðferðisins ná yfir fleiri dýrategundir en manninn. Við höfum sett strangar reglur um hvernig nýta má þau í tilraunum og reynt er að fylgja eftir reglum um meðferð þeirra í matvælaframleiðslu. Flest samfélög setja sér fjölda laga og reglna um velferð dýra. Breytt viðhorf almennings til hvalveiða er einfaldlega hluti þróunar síðustu áratuga. Hlutverk stjórnvalda er að bregðast við og láta stefnumótun sína taka tillit til þess.Höfundur er heimspekingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur farið fram undanfarið um hvalveiðar Íslendinga og hvað framtíðin ber í skauti sér varðandi þær. Eitt tilefnið var skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og það fremur jákvæða viðhorf til hvalveiða sem þar kemur fram. Slíkt viðhorf var fyrirsjáanlegt. Maður hefði líka giskað á jákvætt svar hefði stofnunin verið spurð um miðja nítjándu öld hvort þrælahald væri hagkvæmt. Í báðum tilvikum er spurningin ekki sú rétta. Umræða um hvalveiðar hefur lítið sem ekkert um hagkvæmni þeirra að gera í samtímanum, spurningin sem umræðan leitar alltaf að lokum í er hvort skotveiðar á þessum sjávarspendýrum séu siðferðilega réttlætanlegar. Í nýlegu helgarblaði Fréttablaðsins var ég beðinn um að spá í siðferðileg álitamál framtíðarinnar. Ég hefði þar getað sagt með nokkurri vissu að þær hvalveiðar sem hafa verið í umræðunni munu ekki eiga sér stað þegar við horfum áratugi fram í tímann. Viðhorf fólks til skotveiða á spendýrum og sú rökræða sem á sér stað um þessi viðhorf virðist ætla að leiða til þeirrar niðurstöðu að við stundum ekki slíkar veiðar á villtum dýrum. Þetta ætti ekki að koma á óvart. Siðferðileg viðmið taka breytingum og það er meðal annars hlutverk siðfræði að greina þessar breytingar. Í tilfelli skotveiða á villtum spendýrum er bæði ljóst í hvaða átt þessi viðhorf eru að þróast og að þau gera það í ljósi þess að þau eru að vinna rökræðuna sem á sér stað um þessi efni. Enn um stund er hins vegar ómögulegt að sjá fyrir hvaða viðhorf verða ofan á varðandi veiðar á villtum fuglum og fiskum. Meginreglan virðist mér sem sagt vera sú að skotveiðar á villtum spendýrum séu siðferðilega ámælisverðar. Þær vekja sem sagt óþægilegar siðferðilegar kenndir hjá almenningi. En frá þessari meginreglu eru mikilvægar undantekningar sem enn þykja gildar ástæður fyrir því að leyfa skotveiðar ef þær eru framkvæmdar á eins mannúðlegan máta og mögulegt er. Og mér sýnist sem þessi rök munu halda. Augljósust slíkra ástæðna er ef lífsviðurværi manns byggir raunverulega á slíkum veiðum. Rík hefð getur einnig dugað til að réttlæta skotveiðar sem og vernd fólks ef lífi eða heilsu fólks stafar hætta af villtu dýri. Nauðsynleg grisjun stofna er hins vegar líklega sú ástæða sem oftast er gefin fyrir því að leyfa skotveiðar. Oft stafar nauðsynin af því að menn hafa stigið inn í vistkerfi. Þá skortir oft rándýr til að halda stofnum í skefjum eða afmörkun landsvæða gerir það að verkum að dýr hafa ekki tækifæri til að leita fæðu nægilega víða. Hin siðferðilega niðurstaða er því sú að dýrin séu almennt betur sett ef veiðileyfi eru gefin á tiltekinn fjölda dýra og sagt er fyrir um hvenær má stunda veiðarnar. Ekkert af þessum rökum hefur nokkurt gildi í rökræðum um hvalveiðar Íslendinga í samtímanum. Hvalir ógna ekki híbýlum fólks, þeir verða seint skilgreindir sem meindýr, þeir voru ekki fluttir til Íslands líkt og hreindýr voru, vistkerfið er enn nægilega öflugt til að tryggja afkomu þeirra og það rými sem þeir hafa til að lifa er ekki takmarkað á nokkurn hátt. Á Íslandi halda heldur engin hefðarrök fyrir hvalveiðum. Mögulega mun sú stund renna upp að afmarkaðir stofnar hvala kalli á takmarkaða grisjun á mannúðlegan, en um leið kostnaðarsaman, hátt og einhverjar skotveiðar munu lengi enn vera réttlættar á öðrum sjávarspendýrum, eins og selum. Persónulega tel ég að tími sé kominn til að leyfa umræðunni um mögulegar hvalveiðar Íslendinga að færast nær siðferðilegri hlið spurningarinnar. Það þarf til dæmis ekki að vera að slíkar veiðar hefðu nokkur áhrif á ferðamannastraum, en þó svo að straumurinn héldist myndi það ekki svara spurningunni um réttmæti þeirra. Heimurinn hefur fyrir löngu farið að færa sig í þá átt að láta svið siðferðisins ná yfir fleiri dýrategundir en manninn. Við höfum sett strangar reglur um hvernig nýta má þau í tilraunum og reynt er að fylgja eftir reglum um meðferð þeirra í matvælaframleiðslu. Flest samfélög setja sér fjölda laga og reglna um velferð dýra. Breytt viðhorf almennings til hvalveiða er einfaldlega hluti þróunar síðustu áratuga. Hlutverk stjórnvalda er að bregðast við og láta stefnumótun sína taka tillit til þess.Höfundur er heimspekingur
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun