Verja hálfum milljarði í list á Landspítalanum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 31. janúar 2019 06:00 Klæðning sjúkrahótelsins telst listaverk. Talsvert fé þarf í listfegrun á spítalanum líka. Vísir/vilhelm Gert er ráð fyrir að 544,6 milljónum króna verði varið í listskreytingar nýbygginga Landspítalans á Hringbraut á næstu árum. Lögum samkvæmt ber að verja sem nemur að minnsta kosti einu prósenti af heildarbyggingarkostnaði opinberra nýbygginga til listaverka í og við þær. Í kostnaðaráætlun Nýja Landspítalans er gert ráð fyrir að verja þessu lágmarki til listfegrunar. Þetta ákvæði myndlistarlaga komst í umræðuna á ný á dögunum eftir að Fréttablaðið greindi frá tilfærslu á nektarlistaverkum Seðlabanka Íslands. RÚV greindi þá frá því að Listskreytingasjóður ríkisins væri tómur og hefði ekki getað sinnt lögbundnu hlutverki sínu í nærri áratug vegna niðurskurðar. Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf., segir að upphæðin miðist við listskreytingar vegna meðferðarkjarna, rannsóknarhúss, bílastæða-, skrifstofu- og tæknihúss sem séu á tímalínu 2019 til 2025. Upphæðin er töluverð enda er um að ræða eina stærstu og dýrustu opinberu framkvæmd Íslandssögunnar, upp á áætlaða 54,4 milljarða króna. En það er ekki endilega svo að veggir verði fylltir frá lofti til gólfs af málverkum eða hvert einasta skúmaskot af skúlptúrum. Í framkvæmdinni við Sjúkrahótelið við Hringbraut var þetta ákvæði laga uppfyllt þannig að steinklæðning hússins telst listskreyting þess. Verkið, sem kallast Berg, er unnið af Finnboga Péturssyni myndlistarmanni samkvæmt leiðbeiningum frá Listskreytingasjóði. Ekki fæst uppgefið hver kostnaðurinn við klæðninguna er en afhending hússins hefur dregist verulega, meðal annars vegna klæðningarinnar. Þá hafa deilur við verktaka, sem eru nú fyrir gerðardómi, sett strik í reikninginn. Gunnar segir að sjúkrahótelið verði afhent stjórnvöldum í dag og þá muni kostnaðurinn sem fyrir liggur verða upplýstur. Þrátt fyrir að leitað verði faglegrar ráðgjafar hjá stjórn Listskreytingasjóðs, sem tilnefnir fulltrúa til að sinna samráði og ráðgjöf, er endanleg ákvörðun um val listaverka í höndum verkkaupa að fenginni faglegri ráðgjöf. „Kostnaður við ráðgjöf og val á listaverki skal rúmast innan þeirra fjárveitinga sem áætlaðar voru til verksins á fjárlögum. Í hönnunarsamningi meðferðarkjarna er gert ráð fyrir að halda m.a. samkeppni meðal listamanna um listskreytingar í samvinnu við Listskreytingasjóð,“ segir í svari Nýja Landspítalans ohf. við fyrirspurn Fréttablaðsins Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Menning Tengdar fréttir Fylgir reglum um að fegra byggingar og umhverfi Ritstjóri Seðlabankans segir bankann vera með listaverkaeign sinni að fylgja viðmiðum og stefnum sem opinberir aðilar hafi sett. 23. janúar 2019 23:30 Seðlabankinn á átta verk eftir Rósu Ingólfs Bókfært virði skráð 100 milljónir á tilkomumiklu listaverkasafni Seðlabankans. 24. janúar 2019 08:13 Segir sorglegt að sjá #freethenipple notað til réttlætingar Nanna Hermannsdóttir, ein þeirra sem stóðu að baki #freethenipple byltingunni á sínum tíma, segir sorglegt að heyra fólk nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún sneri í raun gegn. 22. janúar 2019 10:28 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Gert er ráð fyrir að 544,6 milljónum króna verði varið í listskreytingar nýbygginga Landspítalans á Hringbraut á næstu árum. Lögum samkvæmt ber að verja sem nemur að minnsta kosti einu prósenti af heildarbyggingarkostnaði opinberra nýbygginga til listaverka í og við þær. Í kostnaðaráætlun Nýja Landspítalans er gert ráð fyrir að verja þessu lágmarki til listfegrunar. Þetta ákvæði myndlistarlaga komst í umræðuna á ný á dögunum eftir að Fréttablaðið greindi frá tilfærslu á nektarlistaverkum Seðlabanka Íslands. RÚV greindi þá frá því að Listskreytingasjóður ríkisins væri tómur og hefði ekki getað sinnt lögbundnu hlutverki sínu í nærri áratug vegna niðurskurðar. Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf., segir að upphæðin miðist við listskreytingar vegna meðferðarkjarna, rannsóknarhúss, bílastæða-, skrifstofu- og tæknihúss sem séu á tímalínu 2019 til 2025. Upphæðin er töluverð enda er um að ræða eina stærstu og dýrustu opinberu framkvæmd Íslandssögunnar, upp á áætlaða 54,4 milljarða króna. En það er ekki endilega svo að veggir verði fylltir frá lofti til gólfs af málverkum eða hvert einasta skúmaskot af skúlptúrum. Í framkvæmdinni við Sjúkrahótelið við Hringbraut var þetta ákvæði laga uppfyllt þannig að steinklæðning hússins telst listskreyting þess. Verkið, sem kallast Berg, er unnið af Finnboga Péturssyni myndlistarmanni samkvæmt leiðbeiningum frá Listskreytingasjóði. Ekki fæst uppgefið hver kostnaðurinn við klæðninguna er en afhending hússins hefur dregist verulega, meðal annars vegna klæðningarinnar. Þá hafa deilur við verktaka, sem eru nú fyrir gerðardómi, sett strik í reikninginn. Gunnar segir að sjúkrahótelið verði afhent stjórnvöldum í dag og þá muni kostnaðurinn sem fyrir liggur verða upplýstur. Þrátt fyrir að leitað verði faglegrar ráðgjafar hjá stjórn Listskreytingasjóðs, sem tilnefnir fulltrúa til að sinna samráði og ráðgjöf, er endanleg ákvörðun um val listaverka í höndum verkkaupa að fenginni faglegri ráðgjöf. „Kostnaður við ráðgjöf og val á listaverki skal rúmast innan þeirra fjárveitinga sem áætlaðar voru til verksins á fjárlögum. Í hönnunarsamningi meðferðarkjarna er gert ráð fyrir að halda m.a. samkeppni meðal listamanna um listskreytingar í samvinnu við Listskreytingasjóð,“ segir í svari Nýja Landspítalans ohf. við fyrirspurn Fréttablaðsins
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Menning Tengdar fréttir Fylgir reglum um að fegra byggingar og umhverfi Ritstjóri Seðlabankans segir bankann vera með listaverkaeign sinni að fylgja viðmiðum og stefnum sem opinberir aðilar hafi sett. 23. janúar 2019 23:30 Seðlabankinn á átta verk eftir Rósu Ingólfs Bókfært virði skráð 100 milljónir á tilkomumiklu listaverkasafni Seðlabankans. 24. janúar 2019 08:13 Segir sorglegt að sjá #freethenipple notað til réttlætingar Nanna Hermannsdóttir, ein þeirra sem stóðu að baki #freethenipple byltingunni á sínum tíma, segir sorglegt að heyra fólk nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún sneri í raun gegn. 22. janúar 2019 10:28 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Fylgir reglum um að fegra byggingar og umhverfi Ritstjóri Seðlabankans segir bankann vera með listaverkaeign sinni að fylgja viðmiðum og stefnum sem opinberir aðilar hafi sett. 23. janúar 2019 23:30
Seðlabankinn á átta verk eftir Rósu Ingólfs Bókfært virði skráð 100 milljónir á tilkomumiklu listaverkasafni Seðlabankans. 24. janúar 2019 08:13
Segir sorglegt að sjá #freethenipple notað til réttlætingar Nanna Hermannsdóttir, ein þeirra sem stóðu að baki #freethenipple byltingunni á sínum tíma, segir sorglegt að heyra fólk nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún sneri í raun gegn. 22. janúar 2019 10:28