Borg fyrir lifandi eða liðna? Jóhannes Stefánsson skrifar 31. janúar 2019 07:00 Nú standa fyrir dyrum framkvæmdir á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur. Framkvæmdirnar hafa verið áformaðar lengi og þær byggingar sem nú eiga að rísa eru að mestu á skipulagi frá árinu 1987. Um er að ræða gamla Landsímahúsið og viðbyggingar þess, sem hafa verið í niðurníðslu um langt skeið. Á undanförnum árum hefur farið fram mjög ítarleg fornleifarannsókn á reitnum. Minjastofnun veitti leyfi fyrir því að rannsaka og fjarlægja þær minjar sem þar fundust. Rannsóknin mun veita skýrari mynd af sögu reitsins, en hefur einnig leitt í ljós að við fyrri framkvæmdir hefur minjum þar verið raskað verulega.Engar minjar eftir á Landsímareitnum Núgildandi skipulag reitsins var samþykkt 2013, með lítilsháttar breytingum í ársbyrjun 2018. Í skipulaginu segir að jarðhæð reitsins, einkum við Austurvöll og Víkurgarð, eigi að vera almannarými, þ.e. veitingastaðir, verslanir og kaffihús. Ætlunin er sú að unnt verði að vera með veitingasölu við vesturhlið Austurvallar og hægt að sitja þar úti á góðviðrisdögum. Hið sama á við um Víkurgarð. Á sama hátt og við Austurvöll er gert ráð fyrir veitingasölu og því að unnt verði að sitja úti í garðinum á góðviðrisdögum. Því miður hefur Víkurgarður ekki verið svæði sem Reykvíkingar eða aðrir hafa viljað sækja. Ekki hefur verið unnt að njóta til fulls þeirrar merku menningar og sögu sem garðurinn hefur að geyma. Þvert á móti hefur svæðið verið óaðlaðandi og verið áningarstaður útigangsmanna árum saman. Eigendur Landsímareitsins hafa átt gott samstarf við Minjastofnun frá því að farið var að undirbúa framkvæmdir þar árið 2015. Allar rannsóknir hafa enda verið með samþykki og eftirliti stofnunarinnar. Það kom því verulega á óvart þegar stofnunin ákvað að skyndifriða tiltekið svæði á Landsímareitnum, en á því svæði er gert ráð fyrir veitingahúsum og hóteli samkvæmt samþykktu deiliskipulagi, teikningum og byggingarleyfi. Ekki síst var það óvænt vegna þess að á umræddu svæði eru engar minjar, heldur eingöngu möl. Borgin vill lifandi torg Með skyndifriðun á Landsímareitnum vill Minjastofnun koma í veg fyrir að innangengt sé á veitingahæð hótelsins frá Víkurgarði. Staðsetning inngangsins fer þó eftir samþykktum teikningum og deiliskipulagi Reykjavíkurborgar, sem Minjastofnun gerði ekki athugasemdir við. Ástæða þessarar afstöðu er sú að Minjastofnun telur aukna umferð gangandi um Víkurgarð óæskilega. Ekki eigi að skapa götustemningu með útiveitingum í garðinum. Er þó ekki rökstutt hvers vegna. Þessi afstaða fer þvert gegn hugmyndum Reykjavíkurborgar um gera garðinn að aðlaðandi útisvæði fyrir gesti og gangandi, með veitinga- og kaffihúsum sem skapa lifandi götustemningu. Borgin vill að þar séu matar- og jólamarkaðir og iðandi mannlíf, eins og þekkist í þeim borgum sem Íslendingar sækja gjarnan heim. Sögur eru til að segja þær Hugmyndir Minjastofnunar eru gjörólíkar skipulagshugmyndum borgarinnar. Hefur það viðhorf komið fram að þar eigi að takmarka umferð og jafnvel að girða garðinn af með járngirðingu. Í rökstuðningi Minjastofnunar er fundið að því að Víkurgarður sé notaður sem útisvæði fyrir veitingahús og að þar séu staðsettir matarvagnar. Telur Minjastofnun að ef Víkurgarður verði notaður sem líflegt útisvæði fyrir gesti og gangandi sé menningarminjum fórnað. Þarna virðist stillt upp sem andstæðum; auknum fólksfjölda í Víkurgarði annars vegar og virðingu fyrir sögu hans hins vegar. Að mínu viti er þetta hins vegar ekki rétt nálgun. Mannlíf og virðing fyrir sögunni og minjum eru ekki tveir aðskildir hlutir heldur nátengdir. Leiðin til að hefja Víkurgarð til vegs og virðingar er ekki að girða hann af með járnhliði eða reyna að bægja mannlífi frá torginu, heldur þvert á móti með því að gera hann aðlaðandi og vistlegan fyrir borgarbúa og gesti okkar. Í því felst ekki vanvirðing fyrir sögunni eða þeim látnu, heldur einfaldlega sú nálgun að borgin þarf að þróast fyrir þá sem byggja hana hverju sinni. Virðing fyrir minjum felst ekki endilega í því að láta þær liggja óhreyfðar og illa farnar í jörðinni, heldur að rannsaka þær, skoða og gera þær aðgengilegar.Höfundur er framkvæmdastjóri Lindarvatns Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóhannes Stefánsson Skipulag Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Nú standa fyrir dyrum framkvæmdir á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur. Framkvæmdirnar hafa verið áformaðar lengi og þær byggingar sem nú eiga að rísa eru að mestu á skipulagi frá árinu 1987. Um er að ræða gamla Landsímahúsið og viðbyggingar þess, sem hafa verið í niðurníðslu um langt skeið. Á undanförnum árum hefur farið fram mjög ítarleg fornleifarannsókn á reitnum. Minjastofnun veitti leyfi fyrir því að rannsaka og fjarlægja þær minjar sem þar fundust. Rannsóknin mun veita skýrari mynd af sögu reitsins, en hefur einnig leitt í ljós að við fyrri framkvæmdir hefur minjum þar verið raskað verulega.Engar minjar eftir á Landsímareitnum Núgildandi skipulag reitsins var samþykkt 2013, með lítilsháttar breytingum í ársbyrjun 2018. Í skipulaginu segir að jarðhæð reitsins, einkum við Austurvöll og Víkurgarð, eigi að vera almannarými, þ.e. veitingastaðir, verslanir og kaffihús. Ætlunin er sú að unnt verði að vera með veitingasölu við vesturhlið Austurvallar og hægt að sitja þar úti á góðviðrisdögum. Hið sama á við um Víkurgarð. Á sama hátt og við Austurvöll er gert ráð fyrir veitingasölu og því að unnt verði að sitja úti í garðinum á góðviðrisdögum. Því miður hefur Víkurgarður ekki verið svæði sem Reykvíkingar eða aðrir hafa viljað sækja. Ekki hefur verið unnt að njóta til fulls þeirrar merku menningar og sögu sem garðurinn hefur að geyma. Þvert á móti hefur svæðið verið óaðlaðandi og verið áningarstaður útigangsmanna árum saman. Eigendur Landsímareitsins hafa átt gott samstarf við Minjastofnun frá því að farið var að undirbúa framkvæmdir þar árið 2015. Allar rannsóknir hafa enda verið með samþykki og eftirliti stofnunarinnar. Það kom því verulega á óvart þegar stofnunin ákvað að skyndifriða tiltekið svæði á Landsímareitnum, en á því svæði er gert ráð fyrir veitingahúsum og hóteli samkvæmt samþykktu deiliskipulagi, teikningum og byggingarleyfi. Ekki síst var það óvænt vegna þess að á umræddu svæði eru engar minjar, heldur eingöngu möl. Borgin vill lifandi torg Með skyndifriðun á Landsímareitnum vill Minjastofnun koma í veg fyrir að innangengt sé á veitingahæð hótelsins frá Víkurgarði. Staðsetning inngangsins fer þó eftir samþykktum teikningum og deiliskipulagi Reykjavíkurborgar, sem Minjastofnun gerði ekki athugasemdir við. Ástæða þessarar afstöðu er sú að Minjastofnun telur aukna umferð gangandi um Víkurgarð óæskilega. Ekki eigi að skapa götustemningu með útiveitingum í garðinum. Er þó ekki rökstutt hvers vegna. Þessi afstaða fer þvert gegn hugmyndum Reykjavíkurborgar um gera garðinn að aðlaðandi útisvæði fyrir gesti og gangandi, með veitinga- og kaffihúsum sem skapa lifandi götustemningu. Borgin vill að þar séu matar- og jólamarkaðir og iðandi mannlíf, eins og þekkist í þeim borgum sem Íslendingar sækja gjarnan heim. Sögur eru til að segja þær Hugmyndir Minjastofnunar eru gjörólíkar skipulagshugmyndum borgarinnar. Hefur það viðhorf komið fram að þar eigi að takmarka umferð og jafnvel að girða garðinn af með járngirðingu. Í rökstuðningi Minjastofnunar er fundið að því að Víkurgarður sé notaður sem útisvæði fyrir veitingahús og að þar séu staðsettir matarvagnar. Telur Minjastofnun að ef Víkurgarður verði notaður sem líflegt útisvæði fyrir gesti og gangandi sé menningarminjum fórnað. Þarna virðist stillt upp sem andstæðum; auknum fólksfjölda í Víkurgarði annars vegar og virðingu fyrir sögu hans hins vegar. Að mínu viti er þetta hins vegar ekki rétt nálgun. Mannlíf og virðing fyrir sögunni og minjum eru ekki tveir aðskildir hlutir heldur nátengdir. Leiðin til að hefja Víkurgarð til vegs og virðingar er ekki að girða hann af með járnhliði eða reyna að bægja mannlífi frá torginu, heldur þvert á móti með því að gera hann aðlaðandi og vistlegan fyrir borgarbúa og gesti okkar. Í því felst ekki vanvirðing fyrir sögunni eða þeim látnu, heldur einfaldlega sú nálgun að borgin þarf að þróast fyrir þá sem byggja hana hverju sinni. Virðing fyrir minjum felst ekki endilega í því að láta þær liggja óhreyfðar og illa farnar í jörðinni, heldur að rannsaka þær, skoða og gera þær aðgengilegar.Höfundur er framkvæmdastjóri Lindarvatns
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun