Þráir að komast heim á Hvolsvöll Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. janúar 2019 09:45 Tryggvi Ingólfsson þráir að komast aftur heim sem allra fyrst eftir að hafa verið meinaður aðgangur að Kirkjuhvoli á Hvolsvelli en hann var útskrifaður af lungnadeild Landspítalns fyrir 10 mánuðum en er þar enn fastur því ekkert búsetuúrræði hefur fundist fyrir hann. Einkasafn Tryggvi Ingólfsson þráir að komast aftur heim sem allra fyrst eftir að hafa verið meinaður aðgangur að Kirkjuhvoli á Hvolsvelli en hann var útskrifaður af lungnadeild Landspítalans fyrir 10 mánuðum en er þar enn fastur því ekkert búsetuúrræði hefur fundist fyrir hann. Tryggvi hefur búið á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli síðastliðin 11 ár, þar sem hann hefur notið þjónustu og haldið heimili. Hann þurfti að fara í aðgerð á Landspítalanum í lok árs 2017 en hefur ekki átti afturkvæmt heim til sín vegna andmæla starfsfólks Kirkjuhvols og hefur því búið á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi í rúmt ár.Tilbúinn til útskriftar í tæpt ár Samkvæmt læknum Tryggva hefur hann verið tilbúinn til útskriftar frá því 27. mars 2018. Ekki hefur fundist lausn á húsnæðismálum Tryggva en hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli hefur ekki tekist að undirbúa heimkomu hans á þeim átta mánuðum sem liðnir eru frá því að aðgerðaráætlun var sett þar í framkvæmd til að undirbúa heimkomu hans. Tíminn sem Tryggvi er búinn að vera „gísl“ á Lungnadeildinni, eins og stuðningsfólk hans lítur á málið, er orðinn lengri en allur tíminn sem hann var á gjörgæslu og Grensás eftir sviplegt slys á hestbaki þar sem Tryggvi lamaðist frá hálsi. Nú hefur stuðningshópur Tryggva sett á laggirnar undirskriftalista þar sem skorað er á sveitarstjóra Rangárþings eystra og ráðherra heilbrigðisráðuneytis að finna lausn á búsetuúrræðum fyrir Tryggva og leysa þar með það brýna mál að búa Tryggva Ingólfssyni heimili heima í héraði þar sem þolmörk Tryggva og fjölskyldu hans eru komin á endastöð. Það er mat stuðningshópsins að sveitastjórn og ráðuneyti sé búið að þverbrjóta á réttindum Tryggva, en hann hefur verið útskriftarhæfur af Lungadeild Landsspítalans frá því í apríl 2018 samkvæmt vottorði dags. 27 mars 2018 af Þorgeiri Orra Harðarsyni lækni.Anton Kári, sveitarstjóri Rangáþings eystra sem vill ekki tjá sig um málefni Tryggva en sveitarstjórn fer með málefni Kirkjuhvols á Hvolsvelli.„Því miður get ég ekki tjáð mig um málefni einstakra heimilismanna, hvorki núverandi né fyrrverandi“, segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra þegar hann var beðin um að tjá sig um málefni Tryggva en sveitarstjórn fer með málefni Kirkjuhvols. „Við teljum brotið á mannréttindum Tryggva og gerum þá kröfu til sveitarstjóra Rangárþings eystra og heilbrigðisráðuneytis að fara eftir lögum og greiða götu Tryggva aftur heim og það sem allra fyrst,“ segir Svandís Þórhallsdóttir, sem er ein af þeim sem stendur fyrir undirskriftarlistanum.Undirskriftarlistinn þar sem skorað er á sveitarstjóra Rangárþings eystra og ráðherra heilbrigðisráðuneytis um að finna lausn á búsetuúrræðum fyrir Tryggva. Heilbrigðismál Rangárþing eystra Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir 14 ára samdi hvatningarlag fyrir afa Hilmar Tryggvi Finnsson samdi lag sem er aðallag söfnunar til styrktar Mænuskaðastofnunar. Tryggvi Ingólfsson, afi Hilmars, datt af hestbaki fyrir fjórum árum og lamaðist frá hálsi og niður. 1. júlí 2010 10:15 Þetta tekur mjög á og það venst ekkert - myndband „Forsagan er sú að pabbi minn og sem sagt afi hans Hilmars slasaðist 15. apríl 2006 og er lamaður frá háls og niður..." sagði Finnur Bjarki þegar við hittum hann og son hans Hilmar Tryggva í dag en þeir gáfu nýverið út disk til styrktar Mænuskaðastofnun Íslands. Facebooksíðan þeirra ef þú vilt styrkja málefnið. 6. júlí 2010 15:59 Stefnt að því að Tryggvi fái umönnun á Kirkjuhvoli í framtíðinni Sveitarstjórn Rangárþings hefur sent frá yfirlýsingu vegna málsins. 17. maí 2018 13:59 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Tryggvi Ingólfsson þráir að komast aftur heim sem allra fyrst eftir að hafa verið meinaður aðgangur að Kirkjuhvoli á Hvolsvelli en hann var útskrifaður af lungnadeild Landspítalans fyrir 10 mánuðum en er þar enn fastur því ekkert búsetuúrræði hefur fundist fyrir hann. Tryggvi hefur búið á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli síðastliðin 11 ár, þar sem hann hefur notið þjónustu og haldið heimili. Hann þurfti að fara í aðgerð á Landspítalanum í lok árs 2017 en hefur ekki átti afturkvæmt heim til sín vegna andmæla starfsfólks Kirkjuhvols og hefur því búið á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi í rúmt ár.Tilbúinn til útskriftar í tæpt ár Samkvæmt læknum Tryggva hefur hann verið tilbúinn til útskriftar frá því 27. mars 2018. Ekki hefur fundist lausn á húsnæðismálum Tryggva en hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli hefur ekki tekist að undirbúa heimkomu hans á þeim átta mánuðum sem liðnir eru frá því að aðgerðaráætlun var sett þar í framkvæmd til að undirbúa heimkomu hans. Tíminn sem Tryggvi er búinn að vera „gísl“ á Lungnadeildinni, eins og stuðningsfólk hans lítur á málið, er orðinn lengri en allur tíminn sem hann var á gjörgæslu og Grensás eftir sviplegt slys á hestbaki þar sem Tryggvi lamaðist frá hálsi. Nú hefur stuðningshópur Tryggva sett á laggirnar undirskriftalista þar sem skorað er á sveitarstjóra Rangárþings eystra og ráðherra heilbrigðisráðuneytis að finna lausn á búsetuúrræðum fyrir Tryggva og leysa þar með það brýna mál að búa Tryggva Ingólfssyni heimili heima í héraði þar sem þolmörk Tryggva og fjölskyldu hans eru komin á endastöð. Það er mat stuðningshópsins að sveitastjórn og ráðuneyti sé búið að þverbrjóta á réttindum Tryggva, en hann hefur verið útskriftarhæfur af Lungadeild Landsspítalans frá því í apríl 2018 samkvæmt vottorði dags. 27 mars 2018 af Þorgeiri Orra Harðarsyni lækni.Anton Kári, sveitarstjóri Rangáþings eystra sem vill ekki tjá sig um málefni Tryggva en sveitarstjórn fer með málefni Kirkjuhvols á Hvolsvelli.„Því miður get ég ekki tjáð mig um málefni einstakra heimilismanna, hvorki núverandi né fyrrverandi“, segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra þegar hann var beðin um að tjá sig um málefni Tryggva en sveitarstjórn fer með málefni Kirkjuhvols. „Við teljum brotið á mannréttindum Tryggva og gerum þá kröfu til sveitarstjóra Rangárþings eystra og heilbrigðisráðuneytis að fara eftir lögum og greiða götu Tryggva aftur heim og það sem allra fyrst,“ segir Svandís Þórhallsdóttir, sem er ein af þeim sem stendur fyrir undirskriftarlistanum.Undirskriftarlistinn þar sem skorað er á sveitarstjóra Rangárþings eystra og ráðherra heilbrigðisráðuneytis um að finna lausn á búsetuúrræðum fyrir Tryggva.
Heilbrigðismál Rangárþing eystra Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir 14 ára samdi hvatningarlag fyrir afa Hilmar Tryggvi Finnsson samdi lag sem er aðallag söfnunar til styrktar Mænuskaðastofnunar. Tryggvi Ingólfsson, afi Hilmars, datt af hestbaki fyrir fjórum árum og lamaðist frá hálsi og niður. 1. júlí 2010 10:15 Þetta tekur mjög á og það venst ekkert - myndband „Forsagan er sú að pabbi minn og sem sagt afi hans Hilmars slasaðist 15. apríl 2006 og er lamaður frá háls og niður..." sagði Finnur Bjarki þegar við hittum hann og son hans Hilmar Tryggva í dag en þeir gáfu nýverið út disk til styrktar Mænuskaðastofnun Íslands. Facebooksíðan þeirra ef þú vilt styrkja málefnið. 6. júlí 2010 15:59 Stefnt að því að Tryggvi fái umönnun á Kirkjuhvoli í framtíðinni Sveitarstjórn Rangárþings hefur sent frá yfirlýsingu vegna málsins. 17. maí 2018 13:59 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
14 ára samdi hvatningarlag fyrir afa Hilmar Tryggvi Finnsson samdi lag sem er aðallag söfnunar til styrktar Mænuskaðastofnunar. Tryggvi Ingólfsson, afi Hilmars, datt af hestbaki fyrir fjórum árum og lamaðist frá hálsi og niður. 1. júlí 2010 10:15
Þetta tekur mjög á og það venst ekkert - myndband „Forsagan er sú að pabbi minn og sem sagt afi hans Hilmars slasaðist 15. apríl 2006 og er lamaður frá háls og niður..." sagði Finnur Bjarki þegar við hittum hann og son hans Hilmar Tryggva í dag en þeir gáfu nýverið út disk til styrktar Mænuskaðastofnun Íslands. Facebooksíðan þeirra ef þú vilt styrkja málefnið. 6. júlí 2010 15:59
Stefnt að því að Tryggvi fái umönnun á Kirkjuhvoli í framtíðinni Sveitarstjórn Rangárþings hefur sent frá yfirlýsingu vegna málsins. 17. maí 2018 13:59
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent