Bæjarstjórn ályktar um brotthvarf sýslumanns Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. janúar 2019 11:29 Vestmannaeyjar Vísir Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi verður sett tímabundið sem sýslumaður í Vestmannaeyjum á morgun. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir ekkert samráð hafa verið haft við bæjaryfirvöld um breytingarnar og gera hefði mátt aðrar ráðstafanir. Breyting á yfirstjórn embættis sýslumanns í Vestmannaeyjum var tilkynnt á vef dómsmálaráðuneytisins í fyrradag en Lára Huld Guðjónsdóttir, sýslumaður í Eyjum, hverfur tímabundið til annarra starfa hjá sýslumannaráði og mun sýslumaðurinn á Suðurlandi taka við embættinu. Mikil óánægja er með breytingarnar og sagði Páll Magnússon, fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi á Alþingi í gær, að stjórnsýsla Dómsmálaráðherra og flokkssystur sinnar, Sigríðar Á. Andersen óboðlega.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.VísirBæjarstjóri komst að málinu fyrir tilviljun Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum undrast að ekkert samráð hafi verið haft við bæjaryfirvöld. „Við höfðum bara engar upplýsingar um þetta. Ég komst að þessu fyrir tilviljun en upplýsingarnar voru bara birtar á vef Dómsmálaráðuneytisins. það var enginn ætlun að hafa nein samskipti eða ræða þetta eitthvað við okkur,“ segir Íris. Í tilkynningu Dómsmálaráðuneytisins kemur fram að breytingar séu í samræmi við áform dómsmálaráðherra, sem hún hafi kynnt bæði ríkisstjórn og sýslumönnum, um stefnumörkun í stjórnsýslu ríkisins í héraði sem sýslumönnum hefur verið falin. Dómsmálaráðherra mun einnig leggja til við Alþingi á yfirstandandi þingi að gerðar verði breytingar á lögum um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði þannig að ráðherra verði á hverjum tíma heimilt að skipa sama sýslumann yfir fleiri embætti til allt að fimm ára í senn. Íris segir það skipta miklu máli fyrir samfélag sem sé eyja að sýslumaðurinn sjálfur sé staðsettur á staðnum. Bæjarstjórn Vestmannaeyja mun funda um málið í dag. „Bæjarstjórnin hefur öll verið að vinna að málinu og við erum mjög samstíga í því máli og það hefur verið ákveðið að taka þetta inn á bæjarstjórnarfund sem verður síðar í dag og það verður ályktað um þetta þar,“ segir Íris.Tryggja hefði mátt viðveru sýslumanns í Vestmannaeyjum með örðum hætti „Við teljum það að fulltrúi sýslumanns sem að býr í Eyjum og hefur verið að leysa af hefði getað verið sýslumaður í Vestmannaeyjum. Það hefði ekki þurft að fá utan að komandi aðila og það hefði bara verið hægt að ráða inn fulltrúa. Það hefði verið mjög einfalt, það er hérna löglærður fulltrúi sem hefði getað verið staðgengill sýslumanns þennan tíma,“ segir Íris. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Mynd/Tryggvi Már Dómsmál Stjórnsýsla Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Páll stendur við ræðuna þrátt fyrir athugasemdir ráðuneytisins Dómsmálaráðuneytið segir að Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins geti ekki hafa hitt fyrir "sendinefnd hjá dómsmálaráðuneytinu“ í Vestmannaeyjum þar sem enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið þangað í embættiserindum. 30. janúar 2019 20:27 Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega. 30. janúar 2019 15:41 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi verður sett tímabundið sem sýslumaður í Vestmannaeyjum á morgun. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir ekkert samráð hafa verið haft við bæjaryfirvöld um breytingarnar og gera hefði mátt aðrar ráðstafanir. Breyting á yfirstjórn embættis sýslumanns í Vestmannaeyjum var tilkynnt á vef dómsmálaráðuneytisins í fyrradag en Lára Huld Guðjónsdóttir, sýslumaður í Eyjum, hverfur tímabundið til annarra starfa hjá sýslumannaráði og mun sýslumaðurinn á Suðurlandi taka við embættinu. Mikil óánægja er með breytingarnar og sagði Páll Magnússon, fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi á Alþingi í gær, að stjórnsýsla Dómsmálaráðherra og flokkssystur sinnar, Sigríðar Á. Andersen óboðlega.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.VísirBæjarstjóri komst að málinu fyrir tilviljun Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum undrast að ekkert samráð hafi verið haft við bæjaryfirvöld. „Við höfðum bara engar upplýsingar um þetta. Ég komst að þessu fyrir tilviljun en upplýsingarnar voru bara birtar á vef Dómsmálaráðuneytisins. það var enginn ætlun að hafa nein samskipti eða ræða þetta eitthvað við okkur,“ segir Íris. Í tilkynningu Dómsmálaráðuneytisins kemur fram að breytingar séu í samræmi við áform dómsmálaráðherra, sem hún hafi kynnt bæði ríkisstjórn og sýslumönnum, um stefnumörkun í stjórnsýslu ríkisins í héraði sem sýslumönnum hefur verið falin. Dómsmálaráðherra mun einnig leggja til við Alþingi á yfirstandandi þingi að gerðar verði breytingar á lögum um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði þannig að ráðherra verði á hverjum tíma heimilt að skipa sama sýslumann yfir fleiri embætti til allt að fimm ára í senn. Íris segir það skipta miklu máli fyrir samfélag sem sé eyja að sýslumaðurinn sjálfur sé staðsettur á staðnum. Bæjarstjórn Vestmannaeyja mun funda um málið í dag. „Bæjarstjórnin hefur öll verið að vinna að málinu og við erum mjög samstíga í því máli og það hefur verið ákveðið að taka þetta inn á bæjarstjórnarfund sem verður síðar í dag og það verður ályktað um þetta þar,“ segir Íris.Tryggja hefði mátt viðveru sýslumanns í Vestmannaeyjum með örðum hætti „Við teljum það að fulltrúi sýslumanns sem að býr í Eyjum og hefur verið að leysa af hefði getað verið sýslumaður í Vestmannaeyjum. Það hefði ekki þurft að fá utan að komandi aðila og það hefði bara verið hægt að ráða inn fulltrúa. Það hefði verið mjög einfalt, það er hérna löglærður fulltrúi sem hefði getað verið staðgengill sýslumanns þennan tíma,“ segir Íris. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Mynd/Tryggvi Már
Dómsmál Stjórnsýsla Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Páll stendur við ræðuna þrátt fyrir athugasemdir ráðuneytisins Dómsmálaráðuneytið segir að Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins geti ekki hafa hitt fyrir "sendinefnd hjá dómsmálaráðuneytinu“ í Vestmannaeyjum þar sem enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið þangað í embættiserindum. 30. janúar 2019 20:27 Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega. 30. janúar 2019 15:41 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Páll stendur við ræðuna þrátt fyrir athugasemdir ráðuneytisins Dómsmálaráðuneytið segir að Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins geti ekki hafa hitt fyrir "sendinefnd hjá dómsmálaráðuneytinu“ í Vestmannaeyjum þar sem enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið þangað í embættiserindum. 30. janúar 2019 20:27
Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega. 30. janúar 2019 15:41