Ætla að koma í veg fyrir undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. janúar 2019 19:00 Eitt brýnasta verkefnið á íslenskum vinnumarkaði er að taka á kennitöluflakki og mansali á skilvirkan hátt. Þetta kom fram þegar samstarfshópur félags- og barnamálaráðherra kynnti tillögur að aðgerðum í dag. Tillögur starfshópsins eru í tíu liðum og fela meðal annars í sér að yfirvöld fái frekari valdheimildir á vinnumarkaði í sínu eftirliti, tekið verðir á kennitöluflakki á skilvirkan hátt. Að stjórnvöld fái frekari lagaheimildir til þvingunarúrræða, sett verði skylda til keðjuábyrgðar um opinber innkaup tryggð verði viðeigandi aðstoð og vernd fyrir fórnarlömb vinnumansals og nauðungarvinnu, og að bætt verði verulega upplýsingagjöf til erlendra starfsmanna.Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Stöð 2„Það er gríðarlega mikilvægt að félagsleg undirboð á vinnumarkaði að það þrífist ekki og ástæða þess að þessi vinna var sett af stað var sú að við tölum mikilvægt að fá alla aðila að borðinu til þess að ræða það með hvaða hætti væri hægt að bregðast við,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra eftir kynningu skýrslunnar í dag. Starfshópinn skipuðu fulltrúar frá fimm ráðuneytum, embætti Ríkislögreglustjóra, Ríkisskattstjóra, Vinnueftirlitinu, Vinnumálastofnun, Alþýðusambandinu, Bandalagi háskólamanna, BSRB Sambandi íslenskra sveitarfélaga og samtökum atvinnulífsins undir forystu Jóns Sigurðssonar, sem segir áríðandi að hraða vinnu í ráðuneytum svo tillögur starfshópsins komi til framkvæmda.Jón Sigurðsson, formaður starfshópsinsVísir/Stöð 2„Það þarf að vinna og ljúka vinnu á tillögum, tillögugerð og að sumu leiti lagabreytingum, reglugerðum og svo framvegis og allt tekur þetta sinn tíma og þess vegna er mikilvægt að hefja það starf þegar og vinna ötullega að þessu því að þetta byggist á því að það sé vilji og ásetningur á bak við það,“ sagði Jón. Aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins fagnar tillögunum.Halldór Grönvold, aðstoðarframlvæmdastjóri Alþýðusambands ÍslandsVísir/Stöð 2„Ef þær komast til framkvæmda þá teljum við að við munum fá hér mun heilbrigðari vinnumarkað heldur en við höfum í dag. markmiðið er að tryggja að þeir sem að hér starfa njóti þeirra launa og starfskjara sem að þeim ber og að þau fyrirtæki sem eru að svindla og svína á fólki að þau fái ekkert annað tækifæri heldur sé komið út af markaði,“ sagði Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands íslands.Helstu tillögur samstarfshópsins eru eftirfarandi:Brýnasta verkefnið er að taka á kennitöluflakki á skilvirkan hátt. Í tillögunum er m.a. heimild til að setja forsvarsmenn fyrirtækja í tímabundið bann við þátttöku í stjórnun félaga.Komið verði upp föstum samráðshópi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem beri ábyrgð á sameiginlegri stefnumótun um aðgerðir gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði.Stjórnvöld sem fara með valdheimildir á vinnumarkaði geri með sér formlegt samkomulag um skipulegt samstarf gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði.Útfært verði hvernig megi fyrirbyggja alvarleg og/eða ítrekuð brot gegn starfsmönnum með því að útvíkka refsiábyrgð lögaðila og fyrirsvarsmanna.Stjórnvöldum verði veittar lagaheimildir til að taka á brotastarfsemi, m.a. með þvingunarúrræðum og stjórnvaldsviðurlögum.Sett verði skylda til keðjuábyrgðar í lög um opinber innkaup.Komið verði í veg fyrir brotastarfsemi á vinnumarkaði undir formerkjum starfsnáms eða sjálfboðaliðastarfsemi.Kortlagðar verði með skipulegum hætti þær lagaheimildir sem stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins hafa til að skiptast á gögnum og upplýsingumTryggð verði viðeigandi aðstoð og vernd fyrir fórnarlömb vinnumansals og nauðungarvinnu.Bætt verði verulega upplýsingagjöf til erlendra starfsmanna.Skýrslu starfshópsins má lesa hér. Félagsmál Kjaramál Stjórnsýsla Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vill viðtækara samstarf til að uppræta brotastarfsemi á vinnumarkaði Aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar telur að vinnustaðaeftirlitið, sem stofnunin sér um, muni ekki uppræta þá brotastarfsemi sem á sér stað á vinnumarkaði hér á landi. 4. október 2018 19:45 Brýnt að taka á kennitöluflakki með skilvirkum hætti Samstarfshópur félags- og barnamálaráðherra um undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði segir brýnasta verkefnið að taka á kennitöluflakki á skilvirkan hátt. 31. janúar 2019 14:21 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Eitt brýnasta verkefnið á íslenskum vinnumarkaði er að taka á kennitöluflakki og mansali á skilvirkan hátt. Þetta kom fram þegar samstarfshópur félags- og barnamálaráðherra kynnti tillögur að aðgerðum í dag. Tillögur starfshópsins eru í tíu liðum og fela meðal annars í sér að yfirvöld fái frekari valdheimildir á vinnumarkaði í sínu eftirliti, tekið verðir á kennitöluflakki á skilvirkan hátt. Að stjórnvöld fái frekari lagaheimildir til þvingunarúrræða, sett verði skylda til keðjuábyrgðar um opinber innkaup tryggð verði viðeigandi aðstoð og vernd fyrir fórnarlömb vinnumansals og nauðungarvinnu, og að bætt verði verulega upplýsingagjöf til erlendra starfsmanna.Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Stöð 2„Það er gríðarlega mikilvægt að félagsleg undirboð á vinnumarkaði að það þrífist ekki og ástæða þess að þessi vinna var sett af stað var sú að við tölum mikilvægt að fá alla aðila að borðinu til þess að ræða það með hvaða hætti væri hægt að bregðast við,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra eftir kynningu skýrslunnar í dag. Starfshópinn skipuðu fulltrúar frá fimm ráðuneytum, embætti Ríkislögreglustjóra, Ríkisskattstjóra, Vinnueftirlitinu, Vinnumálastofnun, Alþýðusambandinu, Bandalagi háskólamanna, BSRB Sambandi íslenskra sveitarfélaga og samtökum atvinnulífsins undir forystu Jóns Sigurðssonar, sem segir áríðandi að hraða vinnu í ráðuneytum svo tillögur starfshópsins komi til framkvæmda.Jón Sigurðsson, formaður starfshópsinsVísir/Stöð 2„Það þarf að vinna og ljúka vinnu á tillögum, tillögugerð og að sumu leiti lagabreytingum, reglugerðum og svo framvegis og allt tekur þetta sinn tíma og þess vegna er mikilvægt að hefja það starf þegar og vinna ötullega að þessu því að þetta byggist á því að það sé vilji og ásetningur á bak við það,“ sagði Jón. Aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins fagnar tillögunum.Halldór Grönvold, aðstoðarframlvæmdastjóri Alþýðusambands ÍslandsVísir/Stöð 2„Ef þær komast til framkvæmda þá teljum við að við munum fá hér mun heilbrigðari vinnumarkað heldur en við höfum í dag. markmiðið er að tryggja að þeir sem að hér starfa njóti þeirra launa og starfskjara sem að þeim ber og að þau fyrirtæki sem eru að svindla og svína á fólki að þau fái ekkert annað tækifæri heldur sé komið út af markaði,“ sagði Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands íslands.Helstu tillögur samstarfshópsins eru eftirfarandi:Brýnasta verkefnið er að taka á kennitöluflakki á skilvirkan hátt. Í tillögunum er m.a. heimild til að setja forsvarsmenn fyrirtækja í tímabundið bann við þátttöku í stjórnun félaga.Komið verði upp föstum samráðshópi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem beri ábyrgð á sameiginlegri stefnumótun um aðgerðir gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði.Stjórnvöld sem fara með valdheimildir á vinnumarkaði geri með sér formlegt samkomulag um skipulegt samstarf gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði.Útfært verði hvernig megi fyrirbyggja alvarleg og/eða ítrekuð brot gegn starfsmönnum með því að útvíkka refsiábyrgð lögaðila og fyrirsvarsmanna.Stjórnvöldum verði veittar lagaheimildir til að taka á brotastarfsemi, m.a. með þvingunarúrræðum og stjórnvaldsviðurlögum.Sett verði skylda til keðjuábyrgðar í lög um opinber innkaup.Komið verði í veg fyrir brotastarfsemi á vinnumarkaði undir formerkjum starfsnáms eða sjálfboðaliðastarfsemi.Kortlagðar verði með skipulegum hætti þær lagaheimildir sem stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins hafa til að skiptast á gögnum og upplýsingumTryggð verði viðeigandi aðstoð og vernd fyrir fórnarlömb vinnumansals og nauðungarvinnu.Bætt verði verulega upplýsingagjöf til erlendra starfsmanna.Skýrslu starfshópsins má lesa hér.
Félagsmál Kjaramál Stjórnsýsla Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vill viðtækara samstarf til að uppræta brotastarfsemi á vinnumarkaði Aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar telur að vinnustaðaeftirlitið, sem stofnunin sér um, muni ekki uppræta þá brotastarfsemi sem á sér stað á vinnumarkaði hér á landi. 4. október 2018 19:45 Brýnt að taka á kennitöluflakki með skilvirkum hætti Samstarfshópur félags- og barnamálaráðherra um undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði segir brýnasta verkefnið að taka á kennitöluflakki á skilvirkan hátt. 31. janúar 2019 14:21 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Vill viðtækara samstarf til að uppræta brotastarfsemi á vinnumarkaði Aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar telur að vinnustaðaeftirlitið, sem stofnunin sér um, muni ekki uppræta þá brotastarfsemi sem á sér stað á vinnumarkaði hér á landi. 4. október 2018 19:45
Brýnt að taka á kennitöluflakki með skilvirkum hætti Samstarfshópur félags- og barnamálaráðherra um undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði segir brýnasta verkefnið að taka á kennitöluflakki á skilvirkan hátt. 31. janúar 2019 14:21