Ágúst Elí: Bjóst ekki við að byrja Smári Jökull Jónsson skrifar 20. janúar 2019 21:29 Ágúst Elí Björgvinsson fékk tækifærið frá byrjun gegn Frökkum í kvöld og nýtti það vel. Hann var frábær í fyrri hálfleik og getur verið sáttur með sína frammistöðu. „Ég fékk að vita á fundi rétt eftir hádegismat að ég myndi byrja. Ég fékk létt aðsvif, nei nei. Ég viðurkenni að ég bjóst ekki við að byrja eftir fína frammistöðu frá Bjögga. Það er mikilvægur leikur á miðvikudag gegn Brasilíu þannig að við reynum að deila þessu aðeins á milli okkar,“ sagði Ágúst Elí Björgvinsson við Tómas Þór Þórðarsson eftir leikinn í Köln. „Ég var aðeins með í maganum en skildi það eftir á hótelinu og ákvað að taka þessu bara sem venjulegum leik sem þetta er auðvitað. Ég er nánast að spila við jafnaldra mína sem eru á heimsmælikvarða.“ Ágúst Elí byrjaði leikinn af miklum krafti en það fjaraði aðeins undan leik hans þegar líða fór á. „Ég var að verja vel í byrjun, velja rétt og flott og allt eftir bókinni. Svo byrjaði ég ágætlega í seinni hálfleik og varði einhver drasl skot frá Luc Abalo. Síðan fara þeir að skjóta meira þegar þeir eru í snertingu, fá oft tvö tækifæri og það fóru þrír í gegnum klofið sem ég man ekki eftir hvenær gerðist síðast.“ „Það fjaraði aðeins undan þessu en ég get ekki sagt að það hafi verið hausinn á mér. Ég held að liðið sem heild hafi aðeins dottið niður, misst trúna þegar við misstum þá fram úr okkur. Svona er þetta bara, maður getur ekki alltaf spilað fullkominn leik. Ég gerði mitt besta en þetta gekk ekki alveg í dag.“ Ágúst Elí lék með FH í fyrra sem sló út lið Selfoss í úrslitakeppni Olís-deildarinnar. Öll útilína Selfyssinga síðan í fyrra lék stóran hluta leiksins í dag. „Þetta er skemmtileg pæling. Ég veit það manna best að þessi Selfoss-útilína er hörkugóð, ég þurfti að hafa fyrir því að verja alla þessa bolta. Ég var ekkert að hugsa út í að þetta væru óvinir mínir síðan í vor. Hér erum við bara allir saman, allir bræður og gerum okkar besta í að spila saman.“ „Það er þéttleiki í hópnum og það er gaman hjá okkur. Við höfum spilað vel það sem af er á móti en í dag var þetta orkulaust, sóknarleikurinn byrjaði eftir korter og þetta var hörkuerfitt í dag. Mér fannst vörnin góð í fyrri hálfleik en svo datt hann niður og auðvitað markvarslan með. Sóknarleikurinn datt aftur niður þannig að þetta var bara helvíti erfitt, þetta er gott lið,“ sagði Ágúst Elí að lokum. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Sigvaldi: Fullt sem við getum gert betur „Þetta var mjög erfitt. Fyrstu 15 mínúturnar voru hundleiðinlegar, við komumst ekkert í færi og þeir fengu létt mörk," sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson í samtali við Tómas Þór Þórðarsson eftir tapið gegn Frökkum í Lanxess-arena í Köln í kvöld. 20. janúar 2019 21:15 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54 Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22 Sérfræðingurinn svekktur: Áttu að vera agressívari Það var ekkert sérstaklega jákvætt hljóðið í Gunnari Berg Viktorssyni, sérfræðingi Stöðvar 2 Sports, eftir níu marka tap Íslands fyrir heimsmeisturum Frakka á HM í handbolta. 20. janúar 2019 21:37 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Ágúst Elí Björgvinsson fékk tækifærið frá byrjun gegn Frökkum í kvöld og nýtti það vel. Hann var frábær í fyrri hálfleik og getur verið sáttur með sína frammistöðu. „Ég fékk að vita á fundi rétt eftir hádegismat að ég myndi byrja. Ég fékk létt aðsvif, nei nei. Ég viðurkenni að ég bjóst ekki við að byrja eftir fína frammistöðu frá Bjögga. Það er mikilvægur leikur á miðvikudag gegn Brasilíu þannig að við reynum að deila þessu aðeins á milli okkar,“ sagði Ágúst Elí Björgvinsson við Tómas Þór Þórðarsson eftir leikinn í Köln. „Ég var aðeins með í maganum en skildi það eftir á hótelinu og ákvað að taka þessu bara sem venjulegum leik sem þetta er auðvitað. Ég er nánast að spila við jafnaldra mína sem eru á heimsmælikvarða.“ Ágúst Elí byrjaði leikinn af miklum krafti en það fjaraði aðeins undan leik hans þegar líða fór á. „Ég var að verja vel í byrjun, velja rétt og flott og allt eftir bókinni. Svo byrjaði ég ágætlega í seinni hálfleik og varði einhver drasl skot frá Luc Abalo. Síðan fara þeir að skjóta meira þegar þeir eru í snertingu, fá oft tvö tækifæri og það fóru þrír í gegnum klofið sem ég man ekki eftir hvenær gerðist síðast.“ „Það fjaraði aðeins undan þessu en ég get ekki sagt að það hafi verið hausinn á mér. Ég held að liðið sem heild hafi aðeins dottið niður, misst trúna þegar við misstum þá fram úr okkur. Svona er þetta bara, maður getur ekki alltaf spilað fullkominn leik. Ég gerði mitt besta en þetta gekk ekki alveg í dag.“ Ágúst Elí lék með FH í fyrra sem sló út lið Selfoss í úrslitakeppni Olís-deildarinnar. Öll útilína Selfyssinga síðan í fyrra lék stóran hluta leiksins í dag. „Þetta er skemmtileg pæling. Ég veit það manna best að þessi Selfoss-útilína er hörkugóð, ég þurfti að hafa fyrir því að verja alla þessa bolta. Ég var ekkert að hugsa út í að þetta væru óvinir mínir síðan í vor. Hér erum við bara allir saman, allir bræður og gerum okkar besta í að spila saman.“ „Það er þéttleiki í hópnum og það er gaman hjá okkur. Við höfum spilað vel það sem af er á móti en í dag var þetta orkulaust, sóknarleikurinn byrjaði eftir korter og þetta var hörkuerfitt í dag. Mér fannst vörnin góð í fyrri hálfleik en svo datt hann niður og auðvitað markvarslan með. Sóknarleikurinn datt aftur niður þannig að þetta var bara helvíti erfitt, þetta er gott lið,“ sagði Ágúst Elí að lokum.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Sigvaldi: Fullt sem við getum gert betur „Þetta var mjög erfitt. Fyrstu 15 mínúturnar voru hundleiðinlegar, við komumst ekkert í færi og þeir fengu létt mörk," sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson í samtali við Tómas Þór Þórðarsson eftir tapið gegn Frökkum í Lanxess-arena í Köln í kvöld. 20. janúar 2019 21:15 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54 Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22 Sérfræðingurinn svekktur: Áttu að vera agressívari Það var ekkert sérstaklega jákvætt hljóðið í Gunnari Berg Viktorssyni, sérfræðingi Stöðvar 2 Sports, eftir níu marka tap Íslands fyrir heimsmeisturum Frakka á HM í handbolta. 20. janúar 2019 21:37 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Sigvaldi: Fullt sem við getum gert betur „Þetta var mjög erfitt. Fyrstu 15 mínúturnar voru hundleiðinlegar, við komumst ekkert í færi og þeir fengu létt mörk," sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson í samtali við Tómas Þór Þórðarsson eftir tapið gegn Frökkum í Lanxess-arena í Köln í kvöld. 20. janúar 2019 21:15
Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54
Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22
Sérfræðingurinn svekktur: Áttu að vera agressívari Það var ekkert sérstaklega jákvætt hljóðið í Gunnari Berg Viktorssyni, sérfræðingi Stöðvar 2 Sports, eftir níu marka tap Íslands fyrir heimsmeisturum Frakka á HM í handbolta. 20. janúar 2019 21:37