Ágúst Elí: Bjóst ekki við að byrja Smári Jökull Jónsson skrifar 20. janúar 2019 21:29 Ágúst Elí Björgvinsson fékk tækifærið frá byrjun gegn Frökkum í kvöld og nýtti það vel. Hann var frábær í fyrri hálfleik og getur verið sáttur með sína frammistöðu. „Ég fékk að vita á fundi rétt eftir hádegismat að ég myndi byrja. Ég fékk létt aðsvif, nei nei. Ég viðurkenni að ég bjóst ekki við að byrja eftir fína frammistöðu frá Bjögga. Það er mikilvægur leikur á miðvikudag gegn Brasilíu þannig að við reynum að deila þessu aðeins á milli okkar,“ sagði Ágúst Elí Björgvinsson við Tómas Þór Þórðarsson eftir leikinn í Köln. „Ég var aðeins með í maganum en skildi það eftir á hótelinu og ákvað að taka þessu bara sem venjulegum leik sem þetta er auðvitað. Ég er nánast að spila við jafnaldra mína sem eru á heimsmælikvarða.“ Ágúst Elí byrjaði leikinn af miklum krafti en það fjaraði aðeins undan leik hans þegar líða fór á. „Ég var að verja vel í byrjun, velja rétt og flott og allt eftir bókinni. Svo byrjaði ég ágætlega í seinni hálfleik og varði einhver drasl skot frá Luc Abalo. Síðan fara þeir að skjóta meira þegar þeir eru í snertingu, fá oft tvö tækifæri og það fóru þrír í gegnum klofið sem ég man ekki eftir hvenær gerðist síðast.“ „Það fjaraði aðeins undan þessu en ég get ekki sagt að það hafi verið hausinn á mér. Ég held að liðið sem heild hafi aðeins dottið niður, misst trúna þegar við misstum þá fram úr okkur. Svona er þetta bara, maður getur ekki alltaf spilað fullkominn leik. Ég gerði mitt besta en þetta gekk ekki alveg í dag.“ Ágúst Elí lék með FH í fyrra sem sló út lið Selfoss í úrslitakeppni Olís-deildarinnar. Öll útilína Selfyssinga síðan í fyrra lék stóran hluta leiksins í dag. „Þetta er skemmtileg pæling. Ég veit það manna best að þessi Selfoss-útilína er hörkugóð, ég þurfti að hafa fyrir því að verja alla þessa bolta. Ég var ekkert að hugsa út í að þetta væru óvinir mínir síðan í vor. Hér erum við bara allir saman, allir bræður og gerum okkar besta í að spila saman.“ „Það er þéttleiki í hópnum og það er gaman hjá okkur. Við höfum spilað vel það sem af er á móti en í dag var þetta orkulaust, sóknarleikurinn byrjaði eftir korter og þetta var hörkuerfitt í dag. Mér fannst vörnin góð í fyrri hálfleik en svo datt hann niður og auðvitað markvarslan með. Sóknarleikurinn datt aftur niður þannig að þetta var bara helvíti erfitt, þetta er gott lið,“ sagði Ágúst Elí að lokum. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Sigvaldi: Fullt sem við getum gert betur „Þetta var mjög erfitt. Fyrstu 15 mínúturnar voru hundleiðinlegar, við komumst ekkert í færi og þeir fengu létt mörk," sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson í samtali við Tómas Þór Þórðarsson eftir tapið gegn Frökkum í Lanxess-arena í Köln í kvöld. 20. janúar 2019 21:15 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54 Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22 Sérfræðingurinn svekktur: Áttu að vera agressívari Það var ekkert sérstaklega jákvætt hljóðið í Gunnari Berg Viktorssyni, sérfræðingi Stöðvar 2 Sports, eftir níu marka tap Íslands fyrir heimsmeisturum Frakka á HM í handbolta. 20. janúar 2019 21:37 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Ágúst Elí Björgvinsson fékk tækifærið frá byrjun gegn Frökkum í kvöld og nýtti það vel. Hann var frábær í fyrri hálfleik og getur verið sáttur með sína frammistöðu. „Ég fékk að vita á fundi rétt eftir hádegismat að ég myndi byrja. Ég fékk létt aðsvif, nei nei. Ég viðurkenni að ég bjóst ekki við að byrja eftir fína frammistöðu frá Bjögga. Það er mikilvægur leikur á miðvikudag gegn Brasilíu þannig að við reynum að deila þessu aðeins á milli okkar,“ sagði Ágúst Elí Björgvinsson við Tómas Þór Þórðarsson eftir leikinn í Köln. „Ég var aðeins með í maganum en skildi það eftir á hótelinu og ákvað að taka þessu bara sem venjulegum leik sem þetta er auðvitað. Ég er nánast að spila við jafnaldra mína sem eru á heimsmælikvarða.“ Ágúst Elí byrjaði leikinn af miklum krafti en það fjaraði aðeins undan leik hans þegar líða fór á. „Ég var að verja vel í byrjun, velja rétt og flott og allt eftir bókinni. Svo byrjaði ég ágætlega í seinni hálfleik og varði einhver drasl skot frá Luc Abalo. Síðan fara þeir að skjóta meira þegar þeir eru í snertingu, fá oft tvö tækifæri og það fóru þrír í gegnum klofið sem ég man ekki eftir hvenær gerðist síðast.“ „Það fjaraði aðeins undan þessu en ég get ekki sagt að það hafi verið hausinn á mér. Ég held að liðið sem heild hafi aðeins dottið niður, misst trúna þegar við misstum þá fram úr okkur. Svona er þetta bara, maður getur ekki alltaf spilað fullkominn leik. Ég gerði mitt besta en þetta gekk ekki alveg í dag.“ Ágúst Elí lék með FH í fyrra sem sló út lið Selfoss í úrslitakeppni Olís-deildarinnar. Öll útilína Selfyssinga síðan í fyrra lék stóran hluta leiksins í dag. „Þetta er skemmtileg pæling. Ég veit það manna best að þessi Selfoss-útilína er hörkugóð, ég þurfti að hafa fyrir því að verja alla þessa bolta. Ég var ekkert að hugsa út í að þetta væru óvinir mínir síðan í vor. Hér erum við bara allir saman, allir bræður og gerum okkar besta í að spila saman.“ „Það er þéttleiki í hópnum og það er gaman hjá okkur. Við höfum spilað vel það sem af er á móti en í dag var þetta orkulaust, sóknarleikurinn byrjaði eftir korter og þetta var hörkuerfitt í dag. Mér fannst vörnin góð í fyrri hálfleik en svo datt hann niður og auðvitað markvarslan með. Sóknarleikurinn datt aftur niður þannig að þetta var bara helvíti erfitt, þetta er gott lið,“ sagði Ágúst Elí að lokum.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Sigvaldi: Fullt sem við getum gert betur „Þetta var mjög erfitt. Fyrstu 15 mínúturnar voru hundleiðinlegar, við komumst ekkert í færi og þeir fengu létt mörk," sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson í samtali við Tómas Þór Þórðarsson eftir tapið gegn Frökkum í Lanxess-arena í Köln í kvöld. 20. janúar 2019 21:15 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54 Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22 Sérfræðingurinn svekktur: Áttu að vera agressívari Það var ekkert sérstaklega jákvætt hljóðið í Gunnari Berg Viktorssyni, sérfræðingi Stöðvar 2 Sports, eftir níu marka tap Íslands fyrir heimsmeisturum Frakka á HM í handbolta. 20. janúar 2019 21:37 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Sigvaldi: Fullt sem við getum gert betur „Þetta var mjög erfitt. Fyrstu 15 mínúturnar voru hundleiðinlegar, við komumst ekkert í færi og þeir fengu létt mörk," sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson í samtali við Tómas Þór Þórðarsson eftir tapið gegn Frökkum í Lanxess-arena í Köln í kvöld. 20. janúar 2019 21:15
Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54
Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22
Sérfræðingurinn svekktur: Áttu að vera agressívari Það var ekkert sérstaklega jákvætt hljóðið í Gunnari Berg Viktorssyni, sérfræðingi Stöðvar 2 Sports, eftir níu marka tap Íslands fyrir heimsmeisturum Frakka á HM í handbolta. 20. janúar 2019 21:37
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti