Maðurinn viðurkenndi að hafa átt von á sendingunni og telst málið að mestu upplýst.
Þá gisti einn fangageymslur lögregluna um helgina en hann var handtekinn er hann reyndi að komast inn í íbúð. Manninum var sleppt lausum eftir að víman rann af honum, líkt og segir í tilkynningu.
Töluvert magn kannabisefna fannst við húsleit í Vestmannaeyjum þann 16. janúar síðastliðinn. Þrír voru handteknir vegna málsins, tveir karlmenn og ein kona. Þeim var sleppt að skýrslutökum loknum og er málið talið að mestu upplýst.
Þá var eitt umferðaróhapp tilkynnt til lögreglu í Eyjum í liðinni viku en þar var bíl ekið í veg fyrir annan bíl, með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi lenti á húsvegg þegar ökumaðurinn reyndi að koma í veg fyrir árekstur.