Segir Steingrím J. Sigfússon einhvern mesta popúlista íslenskra stjórnmála Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2019 10:45 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að viðhorf Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, í sinn garð sé vel þekkt. Það þýði samt ekki forseti þingsins geti nú leyft sér það að nota aðstöðu sína í einhverja prívat herferð gegn Sigmundi Davíð. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi áfram grein sem hann ritaði í Morgunblaðið í gær. Þar hélt hann því fram að Steingrímur væri að brjóta þingskaparlög með tillögu sinni um að kjósa sérstaka forsætisnefnd til að fjalla um Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd er öll vanhæf til að fjalla um málið.Steingrímur segir það hafið yfir allan vafa að þinginu sé heimilt að skipa nýja forsætisnefnd Alþingi mun í dag kjósa tvo varaforseta tímabundið í sérstaka forsætisnefnd ef kosningin verður leyfð. Kosningin fer fram á grundvelli heimildar til að leita svokallaðra afbrigða til að bregða frá þingsköpum en tveir þriðju hlutar þingmanna þurfa að samþykkja að leyfa slíkt. Steingrímur sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að það væri hafið yfir allan vafa að þinginu sé heimilt að skipa nýja forsætisnefnd. Sigmundur Davíð heldur því fram að þetta sé ekki rétt og telur pólitík, persónulega óvild og popúlisma Steingríms spila inn í þá ákvörðun að fara þessa leið með málið. „Þeir sem hafa fylgst með stjórnmálum undanfarinn áratug hafa nú fylgst með okkur elda grátt silfur í mörgum stórum málum þar sem hann hefur talið sig fara illa út úr niðurstöðunni af því að dæma hvernig hann hefur brugðist við, reiðst mjög. Ég nefni nokkur þessara atriða sem eru atriði sem Steingrímur J. Sigfússon ætti kannski að biðjast afsökunar á frekar en að biðjast afsökunar fyrir hönd einhverra annarra,“ sagði Sigmundur í Bítinu í morgun.Segir Steingrím sjá tækifæri í málinu fyrir „sinn hóp“ Spurður út í það hvers vegna hann héldi því fram að málið væri persónulegt þegar þjóðin fór á annan endann út af Klaustursmálinu sagði Sigmundur að það breytti því að ekki að þingforseti gæti ekki brotið lög þingsins. „Þú getur ekki breytt ekki aðeins hefðum heldur gengið gegn lögum og stjórnarskrá í tilraunum þínum til þess að taka einhvern hóp fyrir með öðrum hætti en aðra. Þá hlýtur maður líka að ætla að bera málin saman. Þú segir „fór á annan endann“ og ef að það er þá nýja viðmiðið, þegar það tekst að setja hlutina á annan endann en ekki raunverulegar staðreyndir mála og lögin, þá erum við komin á mjög hættulegan stað sem þjóðfélag. Því það er einmitt þegar hlutirnir hafa farið á annan endann og menn ákveða af þeim sökum að líta fram hjá lögum og ganga á hlut einhverra hópa í krafti þess að allt fór á annan endann, þá erum við komin á hættulegan stað.“ Þá sagði Sigmundur fleiri skýringar á því hvers vegna Steingrímur gengi fram með þessum hætti. Hann væri popúlisti. „Hann er popúlisti og einhver mesti popúlisti íslenskrar stjórnmála að mínu viti svo þetta hefur örugglega áhrif á hann líka. Hann er líka mjög harður vinstri maður og sér þarna tækifæri fyrir sinn hóp,“ sagði Sigmundur Davíð í Bítinu í morgun en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fullyrðingar Sigmundar um brot á þingskaparlögum standast ekki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur kosningu nýrrar forsætisnefndar Alþingis til að fjalla um Klaustursmálið stangast á við lög um þingsköp á „víðtækan hátt.“ Til stendur að kjósa forsætisnefndina þegar leitað hefur verið afbrigða eins og skýr heimild er fyrir í þingskaparlögum. 21. janúar 2019 13:30 „Forseti þingsins misnotar stöðu sína sem þingforseti“ Forseti Alþingis segir það hafið yfir allan vafa að þinginu sé heimilt að skipa nýja forsætisnefnd sem á að fjalla um Klaustursmálið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur fyrirkomulagið stangast á við þingskaparlög. Staðan í stjórnmálum var til umræðu á Alþingi í dag á fyrsta þingfundi eftir jólaleyfi. 21. janúar 2019 22:56 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að viðhorf Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, í sinn garð sé vel þekkt. Það þýði samt ekki forseti þingsins geti nú leyft sér það að nota aðstöðu sína í einhverja prívat herferð gegn Sigmundi Davíð. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi áfram grein sem hann ritaði í Morgunblaðið í gær. Þar hélt hann því fram að Steingrímur væri að brjóta þingskaparlög með tillögu sinni um að kjósa sérstaka forsætisnefnd til að fjalla um Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd er öll vanhæf til að fjalla um málið.Steingrímur segir það hafið yfir allan vafa að þinginu sé heimilt að skipa nýja forsætisnefnd Alþingi mun í dag kjósa tvo varaforseta tímabundið í sérstaka forsætisnefnd ef kosningin verður leyfð. Kosningin fer fram á grundvelli heimildar til að leita svokallaðra afbrigða til að bregða frá þingsköpum en tveir þriðju hlutar þingmanna þurfa að samþykkja að leyfa slíkt. Steingrímur sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að það væri hafið yfir allan vafa að þinginu sé heimilt að skipa nýja forsætisnefnd. Sigmundur Davíð heldur því fram að þetta sé ekki rétt og telur pólitík, persónulega óvild og popúlisma Steingríms spila inn í þá ákvörðun að fara þessa leið með málið. „Þeir sem hafa fylgst með stjórnmálum undanfarinn áratug hafa nú fylgst með okkur elda grátt silfur í mörgum stórum málum þar sem hann hefur talið sig fara illa út úr niðurstöðunni af því að dæma hvernig hann hefur brugðist við, reiðst mjög. Ég nefni nokkur þessara atriða sem eru atriði sem Steingrímur J. Sigfússon ætti kannski að biðjast afsökunar á frekar en að biðjast afsökunar fyrir hönd einhverra annarra,“ sagði Sigmundur í Bítinu í morgun.Segir Steingrím sjá tækifæri í málinu fyrir „sinn hóp“ Spurður út í það hvers vegna hann héldi því fram að málið væri persónulegt þegar þjóðin fór á annan endann út af Klaustursmálinu sagði Sigmundur að það breytti því að ekki að þingforseti gæti ekki brotið lög þingsins. „Þú getur ekki breytt ekki aðeins hefðum heldur gengið gegn lögum og stjórnarskrá í tilraunum þínum til þess að taka einhvern hóp fyrir með öðrum hætti en aðra. Þá hlýtur maður líka að ætla að bera málin saman. Þú segir „fór á annan endann“ og ef að það er þá nýja viðmiðið, þegar það tekst að setja hlutina á annan endann en ekki raunverulegar staðreyndir mála og lögin, þá erum við komin á mjög hættulegan stað sem þjóðfélag. Því það er einmitt þegar hlutirnir hafa farið á annan endann og menn ákveða af þeim sökum að líta fram hjá lögum og ganga á hlut einhverra hópa í krafti þess að allt fór á annan endann, þá erum við komin á hættulegan stað.“ Þá sagði Sigmundur fleiri skýringar á því hvers vegna Steingrímur gengi fram með þessum hætti. Hann væri popúlisti. „Hann er popúlisti og einhver mesti popúlisti íslenskrar stjórnmála að mínu viti svo þetta hefur örugglega áhrif á hann líka. Hann er líka mjög harður vinstri maður og sér þarna tækifæri fyrir sinn hóp,“ sagði Sigmundur Davíð í Bítinu í morgun en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fullyrðingar Sigmundar um brot á þingskaparlögum standast ekki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur kosningu nýrrar forsætisnefndar Alþingis til að fjalla um Klaustursmálið stangast á við lög um þingsköp á „víðtækan hátt.“ Til stendur að kjósa forsætisnefndina þegar leitað hefur verið afbrigða eins og skýr heimild er fyrir í þingskaparlögum. 21. janúar 2019 13:30 „Forseti þingsins misnotar stöðu sína sem þingforseti“ Forseti Alþingis segir það hafið yfir allan vafa að þinginu sé heimilt að skipa nýja forsætisnefnd sem á að fjalla um Klaustursmálið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur fyrirkomulagið stangast á við þingskaparlög. Staðan í stjórnmálum var til umræðu á Alþingi í dag á fyrsta þingfundi eftir jólaleyfi. 21. janúar 2019 22:56 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Fullyrðingar Sigmundar um brot á þingskaparlögum standast ekki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur kosningu nýrrar forsætisnefndar Alþingis til að fjalla um Klaustursmálið stangast á við lög um þingsköp á „víðtækan hátt.“ Til stendur að kjósa forsætisnefndina þegar leitað hefur verið afbrigða eins og skýr heimild er fyrir í þingskaparlögum. 21. janúar 2019 13:30
„Forseti þingsins misnotar stöðu sína sem þingforseti“ Forseti Alþingis segir það hafið yfir allan vafa að þinginu sé heimilt að skipa nýja forsætisnefnd sem á að fjalla um Klaustursmálið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur fyrirkomulagið stangast á við þingskaparlög. Staðan í stjórnmálum var til umræðu á Alþingi í dag á fyrsta þingfundi eftir jólaleyfi. 21. janúar 2019 22:56