Segir Steingrím J. Sigfússon einhvern mesta popúlista íslenskra stjórnmála Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2019 10:45 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að viðhorf Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, í sinn garð sé vel þekkt. Það þýði samt ekki forseti þingsins geti nú leyft sér það að nota aðstöðu sína í einhverja prívat herferð gegn Sigmundi Davíð. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi áfram grein sem hann ritaði í Morgunblaðið í gær. Þar hélt hann því fram að Steingrímur væri að brjóta þingskaparlög með tillögu sinni um að kjósa sérstaka forsætisnefnd til að fjalla um Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd er öll vanhæf til að fjalla um málið.Steingrímur segir það hafið yfir allan vafa að þinginu sé heimilt að skipa nýja forsætisnefnd Alþingi mun í dag kjósa tvo varaforseta tímabundið í sérstaka forsætisnefnd ef kosningin verður leyfð. Kosningin fer fram á grundvelli heimildar til að leita svokallaðra afbrigða til að bregða frá þingsköpum en tveir þriðju hlutar þingmanna þurfa að samþykkja að leyfa slíkt. Steingrímur sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að það væri hafið yfir allan vafa að þinginu sé heimilt að skipa nýja forsætisnefnd. Sigmundur Davíð heldur því fram að þetta sé ekki rétt og telur pólitík, persónulega óvild og popúlisma Steingríms spila inn í þá ákvörðun að fara þessa leið með málið. „Þeir sem hafa fylgst með stjórnmálum undanfarinn áratug hafa nú fylgst með okkur elda grátt silfur í mörgum stórum málum þar sem hann hefur talið sig fara illa út úr niðurstöðunni af því að dæma hvernig hann hefur brugðist við, reiðst mjög. Ég nefni nokkur þessara atriða sem eru atriði sem Steingrímur J. Sigfússon ætti kannski að biðjast afsökunar á frekar en að biðjast afsökunar fyrir hönd einhverra annarra,“ sagði Sigmundur í Bítinu í morgun.Segir Steingrím sjá tækifæri í málinu fyrir „sinn hóp“ Spurður út í það hvers vegna hann héldi því fram að málið væri persónulegt þegar þjóðin fór á annan endann út af Klaustursmálinu sagði Sigmundur að það breytti því að ekki að þingforseti gæti ekki brotið lög þingsins. „Þú getur ekki breytt ekki aðeins hefðum heldur gengið gegn lögum og stjórnarskrá í tilraunum þínum til þess að taka einhvern hóp fyrir með öðrum hætti en aðra. Þá hlýtur maður líka að ætla að bera málin saman. Þú segir „fór á annan endann“ og ef að það er þá nýja viðmiðið, þegar það tekst að setja hlutina á annan endann en ekki raunverulegar staðreyndir mála og lögin, þá erum við komin á mjög hættulegan stað sem þjóðfélag. Því það er einmitt þegar hlutirnir hafa farið á annan endann og menn ákveða af þeim sökum að líta fram hjá lögum og ganga á hlut einhverra hópa í krafti þess að allt fór á annan endann, þá erum við komin á hættulegan stað.“ Þá sagði Sigmundur fleiri skýringar á því hvers vegna Steingrímur gengi fram með þessum hætti. Hann væri popúlisti. „Hann er popúlisti og einhver mesti popúlisti íslenskrar stjórnmála að mínu viti svo þetta hefur örugglega áhrif á hann líka. Hann er líka mjög harður vinstri maður og sér þarna tækifæri fyrir sinn hóp,“ sagði Sigmundur Davíð í Bítinu í morgun en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fullyrðingar Sigmundar um brot á þingskaparlögum standast ekki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur kosningu nýrrar forsætisnefndar Alþingis til að fjalla um Klaustursmálið stangast á við lög um þingsköp á „víðtækan hátt.“ Til stendur að kjósa forsætisnefndina þegar leitað hefur verið afbrigða eins og skýr heimild er fyrir í þingskaparlögum. 21. janúar 2019 13:30 „Forseti þingsins misnotar stöðu sína sem þingforseti“ Forseti Alþingis segir það hafið yfir allan vafa að þinginu sé heimilt að skipa nýja forsætisnefnd sem á að fjalla um Klaustursmálið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur fyrirkomulagið stangast á við þingskaparlög. Staðan í stjórnmálum var til umræðu á Alþingi í dag á fyrsta þingfundi eftir jólaleyfi. 21. janúar 2019 22:56 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að viðhorf Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, í sinn garð sé vel þekkt. Það þýði samt ekki forseti þingsins geti nú leyft sér það að nota aðstöðu sína í einhverja prívat herferð gegn Sigmundi Davíð. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi áfram grein sem hann ritaði í Morgunblaðið í gær. Þar hélt hann því fram að Steingrímur væri að brjóta þingskaparlög með tillögu sinni um að kjósa sérstaka forsætisnefnd til að fjalla um Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd er öll vanhæf til að fjalla um málið.Steingrímur segir það hafið yfir allan vafa að þinginu sé heimilt að skipa nýja forsætisnefnd Alþingi mun í dag kjósa tvo varaforseta tímabundið í sérstaka forsætisnefnd ef kosningin verður leyfð. Kosningin fer fram á grundvelli heimildar til að leita svokallaðra afbrigða til að bregða frá þingsköpum en tveir þriðju hlutar þingmanna þurfa að samþykkja að leyfa slíkt. Steingrímur sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að það væri hafið yfir allan vafa að þinginu sé heimilt að skipa nýja forsætisnefnd. Sigmundur Davíð heldur því fram að þetta sé ekki rétt og telur pólitík, persónulega óvild og popúlisma Steingríms spila inn í þá ákvörðun að fara þessa leið með málið. „Þeir sem hafa fylgst með stjórnmálum undanfarinn áratug hafa nú fylgst með okkur elda grátt silfur í mörgum stórum málum þar sem hann hefur talið sig fara illa út úr niðurstöðunni af því að dæma hvernig hann hefur brugðist við, reiðst mjög. Ég nefni nokkur þessara atriða sem eru atriði sem Steingrímur J. Sigfússon ætti kannski að biðjast afsökunar á frekar en að biðjast afsökunar fyrir hönd einhverra annarra,“ sagði Sigmundur í Bítinu í morgun.Segir Steingrím sjá tækifæri í málinu fyrir „sinn hóp“ Spurður út í það hvers vegna hann héldi því fram að málið væri persónulegt þegar þjóðin fór á annan endann út af Klaustursmálinu sagði Sigmundur að það breytti því að ekki að þingforseti gæti ekki brotið lög þingsins. „Þú getur ekki breytt ekki aðeins hefðum heldur gengið gegn lögum og stjórnarskrá í tilraunum þínum til þess að taka einhvern hóp fyrir með öðrum hætti en aðra. Þá hlýtur maður líka að ætla að bera málin saman. Þú segir „fór á annan endann“ og ef að það er þá nýja viðmiðið, þegar það tekst að setja hlutina á annan endann en ekki raunverulegar staðreyndir mála og lögin, þá erum við komin á mjög hættulegan stað sem þjóðfélag. Því það er einmitt þegar hlutirnir hafa farið á annan endann og menn ákveða af þeim sökum að líta fram hjá lögum og ganga á hlut einhverra hópa í krafti þess að allt fór á annan endann, þá erum við komin á hættulegan stað.“ Þá sagði Sigmundur fleiri skýringar á því hvers vegna Steingrímur gengi fram með þessum hætti. Hann væri popúlisti. „Hann er popúlisti og einhver mesti popúlisti íslenskrar stjórnmála að mínu viti svo þetta hefur örugglega áhrif á hann líka. Hann er líka mjög harður vinstri maður og sér þarna tækifæri fyrir sinn hóp,“ sagði Sigmundur Davíð í Bítinu í morgun en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fullyrðingar Sigmundar um brot á þingskaparlögum standast ekki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur kosningu nýrrar forsætisnefndar Alþingis til að fjalla um Klaustursmálið stangast á við lög um þingsköp á „víðtækan hátt.“ Til stendur að kjósa forsætisnefndina þegar leitað hefur verið afbrigða eins og skýr heimild er fyrir í þingskaparlögum. 21. janúar 2019 13:30 „Forseti þingsins misnotar stöðu sína sem þingforseti“ Forseti Alþingis segir það hafið yfir allan vafa að þinginu sé heimilt að skipa nýja forsætisnefnd sem á að fjalla um Klaustursmálið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur fyrirkomulagið stangast á við þingskaparlög. Staðan í stjórnmálum var til umræðu á Alþingi í dag á fyrsta þingfundi eftir jólaleyfi. 21. janúar 2019 22:56 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
Fullyrðingar Sigmundar um brot á þingskaparlögum standast ekki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur kosningu nýrrar forsætisnefndar Alþingis til að fjalla um Klaustursmálið stangast á við lög um þingsköp á „víðtækan hátt.“ Til stendur að kjósa forsætisnefndina þegar leitað hefur verið afbrigða eins og skýr heimild er fyrir í þingskaparlögum. 21. janúar 2019 13:30
„Forseti þingsins misnotar stöðu sína sem þingforseti“ Forseti Alþingis segir það hafið yfir allan vafa að þinginu sé heimilt að skipa nýja forsætisnefnd sem á að fjalla um Klaustursmálið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur fyrirkomulagið stangast á við þingskaparlög. Staðan í stjórnmálum var til umræðu á Alþingi í dag á fyrsta þingfundi eftir jólaleyfi. 21. janúar 2019 22:56