Greiða 17.500 krónur fyrir nóttina í neyðarskýli Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. janúar 2019 21:00 Garðabær og Hafnafjörður hafa gengið að óskum Reykjavíkurborgar um að greiða 17.500 króna gistináttagjald fyrir íbúa sveitafélagsins sem gista í neyðarskýlum borgarinnar. Kópavogur tekur málið fyrir í næstu viku. Reykjavíkurborg hefur lengi talað fyrir því að önnur sveitarfélög taki þátt í kostnaði við þjónustu fyrir heimilislausa. Í nóvember samþykkti velferðarráð borgarinnar að heimila sviðsstjóra að setja gjaldskrá fyrir gistingu í neyðarskýlum fyrir íbúa annarra sveitarfélaga. Þjónustan er fólki í boði að kostnaðarlausu en nóttin kostar nú 17.500 krónur fyrir sveitarfélögin. „Við sendum þeim bréf um áramótin og sögðum þeim tölurnar fyrir 2018 og óskuðum eftir samkomulagi um 2019," segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Tölurnar sýna að 58 einstaklingar sem eiga lögheimili utan Reykjavíkur gistu alls 624 nætur í neyðarskýlum borgarinnar; gistiskýlinu við Lindargötu og í Konukoti. Alls gistu 301 í neyðarskýlunum og eru íbúar utan Reykjavíkur því um fimmtungur notenda. Hafnarfjörður og Garðabær hafa nú samþykkt að greiða gistináttagjaldið og málið verður tekið fyrir í Kópavogi á mánudag. Af hópnum eiga Kópavogsbúar tæpan helming gistináttanna, eða 277 nætur. „Peningurinn fer í rekstrarkostnað. Við erum að borga í dag um tvö hundruð milljónir fyrir tvö gistiskýli og svo er þriðja skýlið að bætast við í Grandagarði þannig við verðum komin með yfir fimmtíu pláss í neyðarskýlum," segir Regína. Gert er ráð fyrir að rekstrarkostnaðurinn fari upp í þrjú hundruð milljónir þegar nýja skýlið að Grandagarði verður tekið í notkun. Bregðist öll sveitarfélögin við gætu gistináttagjöldin á árinu numið tæplega ellefu milljónum króna. „Þannig að þetta er ekkert hátt hlutfall af heildarkostnaðinum en það munar um allt," segir Regína. Félagsmál Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Borgarstjórn Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Sjá meira
Garðabær og Hafnafjörður hafa gengið að óskum Reykjavíkurborgar um að greiða 17.500 króna gistináttagjald fyrir íbúa sveitafélagsins sem gista í neyðarskýlum borgarinnar. Kópavogur tekur málið fyrir í næstu viku. Reykjavíkurborg hefur lengi talað fyrir því að önnur sveitarfélög taki þátt í kostnaði við þjónustu fyrir heimilislausa. Í nóvember samþykkti velferðarráð borgarinnar að heimila sviðsstjóra að setja gjaldskrá fyrir gistingu í neyðarskýlum fyrir íbúa annarra sveitarfélaga. Þjónustan er fólki í boði að kostnaðarlausu en nóttin kostar nú 17.500 krónur fyrir sveitarfélögin. „Við sendum þeim bréf um áramótin og sögðum þeim tölurnar fyrir 2018 og óskuðum eftir samkomulagi um 2019," segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Tölurnar sýna að 58 einstaklingar sem eiga lögheimili utan Reykjavíkur gistu alls 624 nætur í neyðarskýlum borgarinnar; gistiskýlinu við Lindargötu og í Konukoti. Alls gistu 301 í neyðarskýlunum og eru íbúar utan Reykjavíkur því um fimmtungur notenda. Hafnarfjörður og Garðabær hafa nú samþykkt að greiða gistináttagjaldið og málið verður tekið fyrir í Kópavogi á mánudag. Af hópnum eiga Kópavogsbúar tæpan helming gistináttanna, eða 277 nætur. „Peningurinn fer í rekstrarkostnað. Við erum að borga í dag um tvö hundruð milljónir fyrir tvö gistiskýli og svo er þriðja skýlið að bætast við í Grandagarði þannig við verðum komin með yfir fimmtíu pláss í neyðarskýlum," segir Regína. Gert er ráð fyrir að rekstrarkostnaðurinn fari upp í þrjú hundruð milljónir þegar nýja skýlið að Grandagarði verður tekið í notkun. Bregðist öll sveitarfélögin við gætu gistináttagjöldin á árinu numið tæplega ellefu milljónum króna. „Þannig að þetta er ekkert hátt hlutfall af heildarkostnaðinum en það munar um allt," segir Regína.
Félagsmál Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Borgarstjórn Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Sjá meira