Greiða 17.500 krónur fyrir nóttina í neyðarskýli Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. janúar 2019 21:00 Garðabær og Hafnafjörður hafa gengið að óskum Reykjavíkurborgar um að greiða 17.500 króna gistináttagjald fyrir íbúa sveitafélagsins sem gista í neyðarskýlum borgarinnar. Kópavogur tekur málið fyrir í næstu viku. Reykjavíkurborg hefur lengi talað fyrir því að önnur sveitarfélög taki þátt í kostnaði við þjónustu fyrir heimilislausa. Í nóvember samþykkti velferðarráð borgarinnar að heimila sviðsstjóra að setja gjaldskrá fyrir gistingu í neyðarskýlum fyrir íbúa annarra sveitarfélaga. Þjónustan er fólki í boði að kostnaðarlausu en nóttin kostar nú 17.500 krónur fyrir sveitarfélögin. „Við sendum þeim bréf um áramótin og sögðum þeim tölurnar fyrir 2018 og óskuðum eftir samkomulagi um 2019," segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Tölurnar sýna að 58 einstaklingar sem eiga lögheimili utan Reykjavíkur gistu alls 624 nætur í neyðarskýlum borgarinnar; gistiskýlinu við Lindargötu og í Konukoti. Alls gistu 301 í neyðarskýlunum og eru íbúar utan Reykjavíkur því um fimmtungur notenda. Hafnarfjörður og Garðabær hafa nú samþykkt að greiða gistináttagjaldið og málið verður tekið fyrir í Kópavogi á mánudag. Af hópnum eiga Kópavogsbúar tæpan helming gistináttanna, eða 277 nætur. „Peningurinn fer í rekstrarkostnað. Við erum að borga í dag um tvö hundruð milljónir fyrir tvö gistiskýli og svo er þriðja skýlið að bætast við í Grandagarði þannig við verðum komin með yfir fimmtíu pláss í neyðarskýlum," segir Regína. Gert er ráð fyrir að rekstrarkostnaðurinn fari upp í þrjú hundruð milljónir þegar nýja skýlið að Grandagarði verður tekið í notkun. Bregðist öll sveitarfélögin við gætu gistináttagjöldin á árinu numið tæplega ellefu milljónum króna. „Þannig að þetta er ekkert hátt hlutfall af heildarkostnaðinum en það munar um allt," segir Regína. Félagsmál Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Borgarstjórn Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Garðabær og Hafnafjörður hafa gengið að óskum Reykjavíkurborgar um að greiða 17.500 króna gistináttagjald fyrir íbúa sveitafélagsins sem gista í neyðarskýlum borgarinnar. Kópavogur tekur málið fyrir í næstu viku. Reykjavíkurborg hefur lengi talað fyrir því að önnur sveitarfélög taki þátt í kostnaði við þjónustu fyrir heimilislausa. Í nóvember samþykkti velferðarráð borgarinnar að heimila sviðsstjóra að setja gjaldskrá fyrir gistingu í neyðarskýlum fyrir íbúa annarra sveitarfélaga. Þjónustan er fólki í boði að kostnaðarlausu en nóttin kostar nú 17.500 krónur fyrir sveitarfélögin. „Við sendum þeim bréf um áramótin og sögðum þeim tölurnar fyrir 2018 og óskuðum eftir samkomulagi um 2019," segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Tölurnar sýna að 58 einstaklingar sem eiga lögheimili utan Reykjavíkur gistu alls 624 nætur í neyðarskýlum borgarinnar; gistiskýlinu við Lindargötu og í Konukoti. Alls gistu 301 í neyðarskýlunum og eru íbúar utan Reykjavíkur því um fimmtungur notenda. Hafnarfjörður og Garðabær hafa nú samþykkt að greiða gistináttagjaldið og málið verður tekið fyrir í Kópavogi á mánudag. Af hópnum eiga Kópavogsbúar tæpan helming gistináttanna, eða 277 nætur. „Peningurinn fer í rekstrarkostnað. Við erum að borga í dag um tvö hundruð milljónir fyrir tvö gistiskýli og svo er þriðja skýlið að bætast við í Grandagarði þannig við verðum komin með yfir fimmtíu pláss í neyðarskýlum," segir Regína. Gert er ráð fyrir að rekstrarkostnaðurinn fari upp í þrjú hundruð milljónir þegar nýja skýlið að Grandagarði verður tekið í notkun. Bregðist öll sveitarfélögin við gætu gistináttagjöldin á árinu numið tæplega ellefu milljónum króna. „Þannig að þetta er ekkert hátt hlutfall af heildarkostnaðinum en það munar um allt," segir Regína.
Félagsmál Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Borgarstjórn Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira