Ýmsar ástæður fyrir minnkandi frjósemi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. janúar 2019 19:00 Fjöldi fæðinga á ævi hverrar konu var eitt komma sjö barn hér á landi á síðasta ári en var 2,8 börn árið 1970. Til að viðhalda mannfjöldanum þarf hún að vera um 2,1 barn. Ragnhildur Magnúsdóttir fæðingar-og kvensjúkdómalæknir hjá Livio Reykjavík segir skorta þekkingu á frjósemi en sífellt stærri hópur kvenna hugi ekki að barneignum fyrr en um 35 ára aldur sem sé of seint. „Þær eru að verða eldri en þá verða til færri börn því það er ekki nægur tími, eiga erfiðara með að ná þungun og missa frekar fóstur. Þær halda að þær geti átt börn miklu lengur en lífsklukkan segir til um,“ segir Ragnhildur. Signý Hersisdóttir, fósturfræðingur hjá Livio Reykjavík, segir að frjósemi hafi minnkað um 40% hjá körlum síðan 1970. Ýmsir þættir hafi áhrif á frjósemina. „Frjósemin hefur snarminnkað vegna hækkandi aldurs fólks, þyngdaraukningar en líka of lítil þyngdar. Reykingar og lífshættir hafi einnig mikil áhrif á frjósemi. Plast í umhverfinu getur haft áhrif á frjósemi karla og of mikil seta en hún getur valdið minni sæðisframleiðslu,“ segir Signý. Fyrirtækið Livio sem þær Ragnhildur og Signý starfa hjá sér um meðferðir við ófrjósemi en meðalaldur kvenna sem þurfa á meðferð að halda er 36 ára. Ragnhildur segir að ef konur séu orðnar of gamlar sé gjafaegg oft meðal síðustu úrræðanna í meðferð. Hins vegar sé löng bið eftir þeim. „Það er um árs biðslisti eftir gjafaeggjum og á þeim lista eru 60 konur. Í fyrra gáfu 40 konur egg en þörfin fyrir slíkt er sívaxandi,“ segir Ragnhildur að lokum. Málþingi um aldur og frjósemi er haldið á Læknadögum í Hörpu á morgun. Börn og uppeldi Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir „Miklar áhyggjur að EBU haldi áfram að lifa tvöföldu siðgæði“ Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sjá meira
Fjöldi fæðinga á ævi hverrar konu var eitt komma sjö barn hér á landi á síðasta ári en var 2,8 börn árið 1970. Til að viðhalda mannfjöldanum þarf hún að vera um 2,1 barn. Ragnhildur Magnúsdóttir fæðingar-og kvensjúkdómalæknir hjá Livio Reykjavík segir skorta þekkingu á frjósemi en sífellt stærri hópur kvenna hugi ekki að barneignum fyrr en um 35 ára aldur sem sé of seint. „Þær eru að verða eldri en þá verða til færri börn því það er ekki nægur tími, eiga erfiðara með að ná þungun og missa frekar fóstur. Þær halda að þær geti átt börn miklu lengur en lífsklukkan segir til um,“ segir Ragnhildur. Signý Hersisdóttir, fósturfræðingur hjá Livio Reykjavík, segir að frjósemi hafi minnkað um 40% hjá körlum síðan 1970. Ýmsir þættir hafi áhrif á frjósemina. „Frjósemin hefur snarminnkað vegna hækkandi aldurs fólks, þyngdaraukningar en líka of lítil þyngdar. Reykingar og lífshættir hafi einnig mikil áhrif á frjósemi. Plast í umhverfinu getur haft áhrif á frjósemi karla og of mikil seta en hún getur valdið minni sæðisframleiðslu,“ segir Signý. Fyrirtækið Livio sem þær Ragnhildur og Signý starfa hjá sér um meðferðir við ófrjósemi en meðalaldur kvenna sem þurfa á meðferð að halda er 36 ára. Ragnhildur segir að ef konur séu orðnar of gamlar sé gjafaegg oft meðal síðustu úrræðanna í meðferð. Hins vegar sé löng bið eftir þeim. „Það er um árs biðslisti eftir gjafaeggjum og á þeim lista eru 60 konur. Í fyrra gáfu 40 konur egg en þörfin fyrir slíkt er sívaxandi,“ segir Ragnhildur að lokum. Málþingi um aldur og frjósemi er haldið á Læknadögum í Hörpu á morgun.
Börn og uppeldi Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir „Miklar áhyggjur að EBU haldi áfram að lifa tvöföldu siðgæði“ Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sjá meira