Raunhæfar kröfur í vonlausu kerfi Elísa Björg Grímsdóttir skrifar 25. janúar 2019 08:59 Enginn sagði að námsárin ættu að vera auðveld. Þau geta verið erfið, krefjandi og tímafrek en þau eiga líka að vera skemmtileg. Veita okkur innblástur. Við menntum okkur til að miðla til samfélagsins með þekkingu okkar. Reynum að gefa til baka. Við borgum meira að segja til baka. Borgum Lánasjóði íslenskra námsmanna til baka fjárhæðina sem hann lánar okkur á meðan á náminu stendur. Grunnframfærsla námslána hjá einstaklingi í leigu- eða eigin húsnæði er 184.806 krónur á mánuði. Þar af er gert ráð fyrir 75.276 kr í húsnæðiskostnað. Þess má geta að leiguverð á stúdentagörðum er í flestum tilfellum hærri en sú upphæð auk þess sem Félagsstofnun stúdenta getur einungis þjónustað um 10% nemenda við Háskóla Íslands. Þegar áætlaður húsnæðiskostnaður LÍN er dreginn frá stendur að hámarki eftir 109.530 kr fyrir stúdent til að framfleyta sér út mánuðinn að því gefnu að viðkomandi hafi ekki farið yfir frítekjumarkið. Frítekjumark námslána er 930.000 á ári fyrir skatt, og hefur staðið í stað frá 2014, til samanburðar hafa laun í landinu hækkað um 43% frá janúar þess árs. Af einhverri ástæðu er sú upphæð sem stúdentar fá að láni frá LÍN til þess að framfleyta sér mun lægri en tekjur og bætur annarra samfélagshópa sem verst hafa það í þjóðfélaginu. Grunnatvinnuleysisbætur eru 270.000 krónur á mánuði og lágmarkslaun eru 300.000 krónur á mánuði. Þegar stúdent vinnur með náminu til að reyna að hífa sig upp í lágmarkstekjur en þénar umfram frítekjumark, skerðist sú framfærsla sem hann fær að láni frá LÍN um 45 krónur fyrir hverjar 100 krónur sem hann vinnur sér inn. Þetta þýðir að stúdent sem vinnur í þrjá mánuði að sumri til, má ekki hafa hærri laun en 310.000 kr. á mánuði vilji sá einstaklingur forðast að hljóta skerðingu af framfærslu vegna frítekjumarksins. Ætli stúdent sér að vinna með námi er hann því tilneyddur til að taka á sig áðurnefnda skerðingu. LÍN lánar einungis fyrir 9 mánuðum af árinu og er því gert ráð fyrir að þær tekjur sem stúdent nær að vinna sér inn yfir sumartíma geti nýst til að brúa bilið yfir vetrartímann. Þó virðist umræðan aldrei taka tillit til þess að þær tekjur sem stúdentar ná að afla yfir sumarið þurfa einnig að nýtast þeim til framfærslu á þeim tíma. Það hlýtur því að teljast sérkennileg afstaða að gera ráð fyrir því að stúdentar séu til þess búnir að geta lagt þann pening til hliðar sem þeir vinna sér inn yfir sumartímann þar sem þeir þurfa í versta falli að geta sinnt sínum brýnustu lífs nauðsynjum yfir þá mánuði sem sjóðurinn lánar ekki fyrir framfærslu. Í óbreyttu kerfi fara stúdentahreyfingarnar fram á að frítekjumark verði hækkað upp í 1.330.000 hið minnsta en breytingin jafngildir einungis hækkun nafnlauna frá síðustu hækkun frítekjumarks árið 2014. Auk þess er farið fram á að skerðingarhlutfallið verði lækkað niður í 35% úr 45% og að framfærslan sé hækkuð. Kröfur stúdenta um hækkun frítekjumarks og hærri framfærslu eru því langt frá því að vera óraunsæjar, hvað þá ef litið er til stöðu og krafna annarra hópa í þjóðfélaginu.Höfundur er lánasjóðsfulltrúi SHÍÞessi grein er hluti af greinaröð herferðar Landssamtaka íslenskra stúdenta um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Berjumst saman fyrir #betraLÍN Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stúdentar mega ekki hafa það gott Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkar og snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri. 21. janúar 2019 07:00 Námsmenn erlendis í útrýmingarhættu? Samband íslenskra námsmanna erlendis, SÍNE, var stofnað þann 13. ágúst 1961 og hefur æ síðan starfað að víðtækri hagsmunagæslu fyrir íslenska námsmenn á erlendri grundu. 23. janúar 2019 08:46 Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Enginn sagði að námsárin ættu að vera auðveld. Þau geta verið erfið, krefjandi og tímafrek en þau eiga líka að vera skemmtileg. Veita okkur innblástur. Við menntum okkur til að miðla til samfélagsins með þekkingu okkar. Reynum að gefa til baka. Við borgum meira að segja til baka. Borgum Lánasjóði íslenskra námsmanna til baka fjárhæðina sem hann lánar okkur á meðan á náminu stendur. Grunnframfærsla námslána hjá einstaklingi í leigu- eða eigin húsnæði er 184.806 krónur á mánuði. Þar af er gert ráð fyrir 75.276 kr í húsnæðiskostnað. Þess má geta að leiguverð á stúdentagörðum er í flestum tilfellum hærri en sú upphæð auk þess sem Félagsstofnun stúdenta getur einungis þjónustað um 10% nemenda við Háskóla Íslands. Þegar áætlaður húsnæðiskostnaður LÍN er dreginn frá stendur að hámarki eftir 109.530 kr fyrir stúdent til að framfleyta sér út mánuðinn að því gefnu að viðkomandi hafi ekki farið yfir frítekjumarkið. Frítekjumark námslána er 930.000 á ári fyrir skatt, og hefur staðið í stað frá 2014, til samanburðar hafa laun í landinu hækkað um 43% frá janúar þess árs. Af einhverri ástæðu er sú upphæð sem stúdentar fá að láni frá LÍN til þess að framfleyta sér mun lægri en tekjur og bætur annarra samfélagshópa sem verst hafa það í þjóðfélaginu. Grunnatvinnuleysisbætur eru 270.000 krónur á mánuði og lágmarkslaun eru 300.000 krónur á mánuði. Þegar stúdent vinnur með náminu til að reyna að hífa sig upp í lágmarkstekjur en þénar umfram frítekjumark, skerðist sú framfærsla sem hann fær að láni frá LÍN um 45 krónur fyrir hverjar 100 krónur sem hann vinnur sér inn. Þetta þýðir að stúdent sem vinnur í þrjá mánuði að sumri til, má ekki hafa hærri laun en 310.000 kr. á mánuði vilji sá einstaklingur forðast að hljóta skerðingu af framfærslu vegna frítekjumarksins. Ætli stúdent sér að vinna með námi er hann því tilneyddur til að taka á sig áðurnefnda skerðingu. LÍN lánar einungis fyrir 9 mánuðum af árinu og er því gert ráð fyrir að þær tekjur sem stúdent nær að vinna sér inn yfir sumartíma geti nýst til að brúa bilið yfir vetrartímann. Þó virðist umræðan aldrei taka tillit til þess að þær tekjur sem stúdentar ná að afla yfir sumarið þurfa einnig að nýtast þeim til framfærslu á þeim tíma. Það hlýtur því að teljast sérkennileg afstaða að gera ráð fyrir því að stúdentar séu til þess búnir að geta lagt þann pening til hliðar sem þeir vinna sér inn yfir sumartímann þar sem þeir þurfa í versta falli að geta sinnt sínum brýnustu lífs nauðsynjum yfir þá mánuði sem sjóðurinn lánar ekki fyrir framfærslu. Í óbreyttu kerfi fara stúdentahreyfingarnar fram á að frítekjumark verði hækkað upp í 1.330.000 hið minnsta en breytingin jafngildir einungis hækkun nafnlauna frá síðustu hækkun frítekjumarks árið 2014. Auk þess er farið fram á að skerðingarhlutfallið verði lækkað niður í 35% úr 45% og að framfærslan sé hækkuð. Kröfur stúdenta um hækkun frítekjumarks og hærri framfærslu eru því langt frá því að vera óraunsæjar, hvað þá ef litið er til stöðu og krafna annarra hópa í þjóðfélaginu.Höfundur er lánasjóðsfulltrúi SHÍÞessi grein er hluti af greinaröð herferðar Landssamtaka íslenskra stúdenta um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Berjumst saman fyrir #betraLÍN
Stúdentar mega ekki hafa það gott Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkar og snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri. 21. janúar 2019 07:00
Námsmenn erlendis í útrýmingarhættu? Samband íslenskra námsmanna erlendis, SÍNE, var stofnað þann 13. ágúst 1961 og hefur æ síðan starfað að víðtækri hagsmunagæslu fyrir íslenska námsmenn á erlendri grundu. 23. janúar 2019 08:46
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun