Skipasiglingar valda reiði í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2019 11:15 Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna segja að til greina komi að senda flugmóðurskip til Taívan, sem myndi án efa valda usla í Kína. EPA/JEON HEON-KYUN Tveimur bandarískum herskipum var siglt um Taívan-sund í gær en siglingar sem þessar eru iðulega gagnrýndar af yfirvöldum í Kína. Kínverjar líta á Taívan sem hluta af ríki þeirra og hafa ekki útilokað að beita hervaldi til þvinga sameiningu ríkjanna. Bandarískum herskipum var siglt um svæðið þrisvar sinnum í fyrra og segja yfirvöld Í bandaríkjunum að til greina komi að fljúga flugmóðurskipi um svæðið, þrátt fyrir að Kínverjar hafi þróað sérstakar eldflaugar til að granda stórum herskipum.Sjá einnig: Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipumForsvarsmenn herafla Bandaríkjanna segja siglingum sem þessum ætlað að tryggja frjálsar ferðir um heimshöfin. Það er þó ljóst að Bandaríkin hafa fjölgað siglingum á svæðinu og þá sérstaklega um Suður-Kínahaf, þar sem yfirvöld í Kína hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls hafsins. Heilu eyjurnar hafa verið byggðar upp sem og flotastöðvar og flugvellir og hefur vopnum verið komið þar fyrir. Kínverjar hafa beitt Taívan auknum þrýstingi á síðustu árum eftir að Tsai Ing-wen tók við embætti forseta landsins árið 2016. Hún er sjálfstæðissinni. Síðan þá hafa yfirvöld í Kína reglulega sent herflugvélar og skip í kringum Taívan. Fyrr í gær hafði herþotum og sprengjuflugvélum verið flogið fram hjá Taívan, samkvæmt Varnarmálaráðuneyti landsins. Talskona Utanríkisráðuneyti Kína segir siglinguna vera áhyggjuefni og hvatti hún Bandaríkin til að fylgja „eitt Kína“ stefnunni. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum hafa sífellt auknar áhyggjur af því að Kínverjar geri innrás í Taívan. Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninumKínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Ríkin hafa gert varnarsáttmála og Bandaríkin útvega Taívan vopn. Xi Jinping, forseti Kína, sagði í byrjun árs að til greina kæmi að gera innrás í Taívan. Bandaríkin Kína Suður-Kínahaf Taívan Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Tveimur bandarískum herskipum var siglt um Taívan-sund í gær en siglingar sem þessar eru iðulega gagnrýndar af yfirvöldum í Kína. Kínverjar líta á Taívan sem hluta af ríki þeirra og hafa ekki útilokað að beita hervaldi til þvinga sameiningu ríkjanna. Bandarískum herskipum var siglt um svæðið þrisvar sinnum í fyrra og segja yfirvöld Í bandaríkjunum að til greina komi að fljúga flugmóðurskipi um svæðið, þrátt fyrir að Kínverjar hafi þróað sérstakar eldflaugar til að granda stórum herskipum.Sjá einnig: Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipumForsvarsmenn herafla Bandaríkjanna segja siglingum sem þessum ætlað að tryggja frjálsar ferðir um heimshöfin. Það er þó ljóst að Bandaríkin hafa fjölgað siglingum á svæðinu og þá sérstaklega um Suður-Kínahaf, þar sem yfirvöld í Kína hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls hafsins. Heilu eyjurnar hafa verið byggðar upp sem og flotastöðvar og flugvellir og hefur vopnum verið komið þar fyrir. Kínverjar hafa beitt Taívan auknum þrýstingi á síðustu árum eftir að Tsai Ing-wen tók við embætti forseta landsins árið 2016. Hún er sjálfstæðissinni. Síðan þá hafa yfirvöld í Kína reglulega sent herflugvélar og skip í kringum Taívan. Fyrr í gær hafði herþotum og sprengjuflugvélum verið flogið fram hjá Taívan, samkvæmt Varnarmálaráðuneyti landsins. Talskona Utanríkisráðuneyti Kína segir siglinguna vera áhyggjuefni og hvatti hún Bandaríkin til að fylgja „eitt Kína“ stefnunni. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum hafa sífellt auknar áhyggjur af því að Kínverjar geri innrás í Taívan. Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninumKínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Ríkin hafa gert varnarsáttmála og Bandaríkin útvega Taívan vopn. Xi Jinping, forseti Kína, sagði í byrjun árs að til greina kæmi að gera innrás í Taívan.
Bandaríkin Kína Suður-Kínahaf Taívan Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira