Segir ávinning þess að Sjúkratryggingar niðurgreiði sálfræðikostnað vega upp á móti kostnaði ríkisins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. janúar 2019 19:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi nema Framsókn eru flutningsmenn frumvarps um að ríkið greiði sálfræðikostnað. Formaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er afar ánægð með samstöðuna á þinginu og er vongóð um að málið nái fram að ganga. Verði það að veruleika gæti kostnaðurinn numið hundruðum milljóna króna. Tuttugu og tveir þingmenn á Alþingi eru flutningsmenn frumvarps til laga um að sjúkratryggingar taki til sálfræðimeðferðar og koma þeir úr öllum flokkum nema Framsóknarflokki. Fyrsti flutningamaður frumvarpsins segir gilda ástæðu fyrir því. „Það er mikill vilji meðal Framsóknarmanna að gera þetta. Þetta er nú eins og gengur á þinginu að eðlilega er þingmeirihlutinn varfærnari en ég vil meina að það mikill hugur sem að er jákvæður innan þeirra flokka líka,“ segir Þorgerður. Þorgerður leggur frumvarpið fram á Alþingi morgun og er vongóð um að málið hljóti brautargengi þó hún sé í stjórnarandstöðu. „Ég lít á þetta sem mál alls þingsins af því við erum með þennan breiða stuðning en ég vona bara að þau hugsi með sjálfum sér það skiptir ekki máli hvaðan gott kemur,“ segir Þorgerður. Í greinagerð með frumvarpinu kemur m.a. fram að samkvæmt upplýsingum Hagstofu telja um 33% fólks sig ekki hafa efni á geðheilbrigðisþjónustu og samkvæmt evrópskri heilsufarsrannsókn frá árinu 2015 mældust fleiri ungar konur með þunglyndiseinkenni á Íslandi en í nokkru öðru Evrópuríki.Algengasta dánarorsök íslenskra karlmanna á aldrinum 18–25 ára eru sjálfsvíg, en árlega deyja um sex karlmenn á þeim aldri af þeim völdum. Rekja má brotthvarf íslenskra háskólanema úr háskólum að miklu leyti til slæmrar geðheilsu. Stærstur hluti örorkubóta er greiddur vegna geðrænna veikinda fólks. Árið 2017 höfðu því 18% allra kvenna á Íslandi fengið ávísað þunglyndislyfjum og rúmlega 10% allra karla og samkvæmt upplýsingum frá Landlækni hafa Íslendingar notað 37% meira af svefnlyfjum en næsta Norðurlandaþjóð, Svíþjóð. Alma Möller Landlæknir sagði í samtali við fréttastofu að henni lítist vel á að sjálfræðiþjónusta fari undir sama hatt og önnur heilbrigðisþjónusta. Þá sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra jákvætt að frumvarpið komi til kasta þingsins og mikilvægt sé að ræða skipulag kaup ríkisins á sérfræðiþjónustu í heilbrigðiskerfinu. Það þurfi hins vegar að vera vel skilgreint hvers konar þjónusta er keypt og, hvert skipulag hennar eigi að vera. Það sjónarmið verði skoðað gaumgæfilega í umræðum um heilbrigðisstefnu til framtíðar í meðförum þingsins. Þorgerður Katrín telur viðbrögð heilbrigðisráðherra jákvæð. „Ég vil fagna því sérstaklega að heilbrigðisráðherra hefur tekið jákvætt í málið og ég efa það ekki að hún sé að skoða málið gaumgæfilega innan sinnar heilbrigðisstefnu,“ segir Þorgerður. Hún segir að verði frumvarpið að lögum sé gert ráð fyrir talsverðum kostnaði en ávinningurinn vegi uppá móti. „Ja það hleypur á hundruðum milljóna króna upphaflega,“ segir Þorgerður Katrín. Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
Þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi nema Framsókn eru flutningsmenn frumvarps um að ríkið greiði sálfræðikostnað. Formaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er afar ánægð með samstöðuna á þinginu og er vongóð um að málið nái fram að ganga. Verði það að veruleika gæti kostnaðurinn numið hundruðum milljóna króna. Tuttugu og tveir þingmenn á Alþingi eru flutningsmenn frumvarps til laga um að sjúkratryggingar taki til sálfræðimeðferðar og koma þeir úr öllum flokkum nema Framsóknarflokki. Fyrsti flutningamaður frumvarpsins segir gilda ástæðu fyrir því. „Það er mikill vilji meðal Framsóknarmanna að gera þetta. Þetta er nú eins og gengur á þinginu að eðlilega er þingmeirihlutinn varfærnari en ég vil meina að það mikill hugur sem að er jákvæður innan þeirra flokka líka,“ segir Þorgerður. Þorgerður leggur frumvarpið fram á Alþingi morgun og er vongóð um að málið hljóti brautargengi þó hún sé í stjórnarandstöðu. „Ég lít á þetta sem mál alls þingsins af því við erum með þennan breiða stuðning en ég vona bara að þau hugsi með sjálfum sér það skiptir ekki máli hvaðan gott kemur,“ segir Þorgerður. Í greinagerð með frumvarpinu kemur m.a. fram að samkvæmt upplýsingum Hagstofu telja um 33% fólks sig ekki hafa efni á geðheilbrigðisþjónustu og samkvæmt evrópskri heilsufarsrannsókn frá árinu 2015 mældust fleiri ungar konur með þunglyndiseinkenni á Íslandi en í nokkru öðru Evrópuríki.Algengasta dánarorsök íslenskra karlmanna á aldrinum 18–25 ára eru sjálfsvíg, en árlega deyja um sex karlmenn á þeim aldri af þeim völdum. Rekja má brotthvarf íslenskra háskólanema úr háskólum að miklu leyti til slæmrar geðheilsu. Stærstur hluti örorkubóta er greiddur vegna geðrænna veikinda fólks. Árið 2017 höfðu því 18% allra kvenna á Íslandi fengið ávísað þunglyndislyfjum og rúmlega 10% allra karla og samkvæmt upplýsingum frá Landlækni hafa Íslendingar notað 37% meira af svefnlyfjum en næsta Norðurlandaþjóð, Svíþjóð. Alma Möller Landlæknir sagði í samtali við fréttastofu að henni lítist vel á að sjálfræðiþjónusta fari undir sama hatt og önnur heilbrigðisþjónusta. Þá sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra jákvætt að frumvarpið komi til kasta þingsins og mikilvægt sé að ræða skipulag kaup ríkisins á sérfræðiþjónustu í heilbrigðiskerfinu. Það þurfi hins vegar að vera vel skilgreint hvers konar þjónusta er keypt og, hvert skipulag hennar eigi að vera. Það sjónarmið verði skoðað gaumgæfilega í umræðum um heilbrigðisstefnu til framtíðar í meðförum þingsins. Þorgerður Katrín telur viðbrögð heilbrigðisráðherra jákvæð. „Ég vil fagna því sérstaklega að heilbrigðisráðherra hefur tekið jákvætt í málið og ég efa það ekki að hún sé að skoða málið gaumgæfilega innan sinnar heilbrigðisstefnu,“ segir Þorgerður. Hún segir að verði frumvarpið að lögum sé gert ráð fyrir talsverðum kostnaði en ávinningurinn vegi uppá móti. „Ja það hleypur á hundruðum milljóna króna upphaflega,“ segir Þorgerður Katrín.
Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira