Formaður Landssambands lögreglumanna undrandi á ákæru á hendur lögreglumanni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. janúar 2019 20:24 Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Vísir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, er undrandi á ákæru sem embætti héraðssaksóknara gaf út á hendur lögreglumanni á Suðurlandi. Var lögreglumaðurinn ákærður fyrir gáleysi og brot í starfi með því að hafa ekki beitt lögmætum aðferðum þegar hann þvingaði bíl út af Þjórsárdalsvegi í maí í fyrra. Snorri var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar sagðist hann undrandi á ákærunni þar sem aðferðin sem lögreglumaðurinn hafi beitt sé viðurkennd þegar komi að því að stöðva bifreiðar á flótta undan lögreglu, bæði hérlendis og á öðrum vesturlöndum. Í viðtalinu segir Snorri að maðurinn hafi verið á flótta undan lögreglu og kominn út í almenna umferð. Hann segir augljóst að af því hljóti að skapast hætta og bendir á þann mikla fjölda erlendra ferðamanna á bílaleigubílum sem finna megi í umferðinni, ásamt fleiru. „Ég veit ekki hvernig lögregla á að bregðast við í svona málum í framtíðinni ef að þær starfsaðferðir sem kenndar hafa verið teljast allt í einu vera gáleysi, ég átta mig ekki alveg á því.“ Snorri kveðst ekki þess kunnugur að mál af svipuðum toga hafi ratað dómstólaleiðina og segir lögreglu í fjöldamörg ár hafa beitt þessari aðferð við að stöðva för fólks. Þá staðfestir Snorri að lögreglumaðurinn sem um ræðir hafi hlotið sérþjálfun í hvernig eigi að stöðva för ökutækja sem lögregla veitir eftirför.Ef þetta verður dæmd ólögmæt stöðvun, í hvaða stöðu er lögreglan þá?„Ja, þá er ljóst að það þarf að fara að taka upp einhverjar aðrar vinnuaðferðir við þetta og kenna þær þá ítarlega. Ég veit ekki hvaða aðferðir það ættu að vera sem við gætum verið að taka upp, öðruvísi eða betri en þær sem kenndar eru úti um allan hinn vestræna heim. Ég get bara ekki svarað því,“ sagði Snorri. Viðtalið við Snorra má heyra í heild sinni hér að neðan. Lögreglumál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Lögreglumaður sakaður um að beita ólögmætum aðferðum við að þvinga bíl af veginum Ökumaðurinn brotnaði á hálslið og hlaut langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. 28. janúar 2019 14:08 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, er undrandi á ákæru sem embætti héraðssaksóknara gaf út á hendur lögreglumanni á Suðurlandi. Var lögreglumaðurinn ákærður fyrir gáleysi og brot í starfi með því að hafa ekki beitt lögmætum aðferðum þegar hann þvingaði bíl út af Þjórsárdalsvegi í maí í fyrra. Snorri var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar sagðist hann undrandi á ákærunni þar sem aðferðin sem lögreglumaðurinn hafi beitt sé viðurkennd þegar komi að því að stöðva bifreiðar á flótta undan lögreglu, bæði hérlendis og á öðrum vesturlöndum. Í viðtalinu segir Snorri að maðurinn hafi verið á flótta undan lögreglu og kominn út í almenna umferð. Hann segir augljóst að af því hljóti að skapast hætta og bendir á þann mikla fjölda erlendra ferðamanna á bílaleigubílum sem finna megi í umferðinni, ásamt fleiru. „Ég veit ekki hvernig lögregla á að bregðast við í svona málum í framtíðinni ef að þær starfsaðferðir sem kenndar hafa verið teljast allt í einu vera gáleysi, ég átta mig ekki alveg á því.“ Snorri kveðst ekki þess kunnugur að mál af svipuðum toga hafi ratað dómstólaleiðina og segir lögreglu í fjöldamörg ár hafa beitt þessari aðferð við að stöðva för fólks. Þá staðfestir Snorri að lögreglumaðurinn sem um ræðir hafi hlotið sérþjálfun í hvernig eigi að stöðva för ökutækja sem lögregla veitir eftirför.Ef þetta verður dæmd ólögmæt stöðvun, í hvaða stöðu er lögreglan þá?„Ja, þá er ljóst að það þarf að fara að taka upp einhverjar aðrar vinnuaðferðir við þetta og kenna þær þá ítarlega. Ég veit ekki hvaða aðferðir það ættu að vera sem við gætum verið að taka upp, öðruvísi eða betri en þær sem kenndar eru úti um allan hinn vestræna heim. Ég get bara ekki svarað því,“ sagði Snorri. Viðtalið við Snorra má heyra í heild sinni hér að neðan.
Lögreglumál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Lögreglumaður sakaður um að beita ólögmætum aðferðum við að þvinga bíl af veginum Ökumaðurinn brotnaði á hálslið og hlaut langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. 28. janúar 2019 14:08 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Lögreglumaður sakaður um að beita ólögmætum aðferðum við að þvinga bíl af veginum Ökumaðurinn brotnaði á hálslið og hlaut langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. 28. janúar 2019 14:08