Metkuldi í vændum í miðvesturríkjum Bandaríkjanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. janúar 2019 23:15 Mikils snjóþunga og kulda hefur gætt víða í Bandaríkjunum, meðal annars í Chicago. Kuldinn hefur þó ekki náð hámarki. Erin Hooley/Getty Búist er við metkulda í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna í þessari viku. Gert er ráð fyrir að kuldinn fari alla leið niður í 54 gráður undir frostmarki. Kuldastrókur frá norðurheimskautsbaugnum mun skella á miðvesturríkjum Bandaríkjanna um þessa viku miðja, samkvæmt veðurstofu Bandaríkjanna. Hitastig muni verða slíkt að kal eða ofkæling geti hlotist á nokkrum mínútum, hætti fólk sér út í kuldann. Þá er gert ráð fyrir að á þó nokkrum stöðum verði kaldara en verið hefur í áratugi, eða jafnvel síðan mælingar hófust. Waterloo í Iowa er einn þeirra staða, en þar mun kuldinn að öllum líkindum fara niður fyrir 36 gráður undir frostmarki á miðvikudag, sem er það lægsta sem mælst hefur á svæðinu. Í Chicago í Illinois verður 25 ára gamalt kuldamet jafnað, gangi spáin eftir, en áætlað er að þar verði lofthitastig um 29 gráðum undir frostmarki, einnig á miðvikudag. „Borgin vindasama“ stendur þó undir nafni og mun vindkæling draga hitastigið niður undir 42 gráður fyrir neðan frostmark. Ökumenn á svæðinu eru hvattir til þess að hafa meðferðis birgðir og útbúnað til þess að verjast kuldanum ef ske kynni að þeir kæmust ekki leiðar sinnar sökum veðurs. Þá eru íbúar svæðisins þar sem kuldinn verður hvað mestur minntir á að sjá til þess að nóg sé til af gasi og eldivið til upphitunar á heimilum þeirra. Búið er að loka hundruðum skóla og opinberra stofnana vegna ástandsins, en snjóþungt hefur verið í miðvesturríkjunum og hefur meðal annars þurft að gera hlé á flugumferð frá nokkrum flugvöllum á svæðinu. Bandaríkin Veður Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Búist er við metkulda í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna í þessari viku. Gert er ráð fyrir að kuldinn fari alla leið niður í 54 gráður undir frostmarki. Kuldastrókur frá norðurheimskautsbaugnum mun skella á miðvesturríkjum Bandaríkjanna um þessa viku miðja, samkvæmt veðurstofu Bandaríkjanna. Hitastig muni verða slíkt að kal eða ofkæling geti hlotist á nokkrum mínútum, hætti fólk sér út í kuldann. Þá er gert ráð fyrir að á þó nokkrum stöðum verði kaldara en verið hefur í áratugi, eða jafnvel síðan mælingar hófust. Waterloo í Iowa er einn þeirra staða, en þar mun kuldinn að öllum líkindum fara niður fyrir 36 gráður undir frostmarki á miðvikudag, sem er það lægsta sem mælst hefur á svæðinu. Í Chicago í Illinois verður 25 ára gamalt kuldamet jafnað, gangi spáin eftir, en áætlað er að þar verði lofthitastig um 29 gráðum undir frostmarki, einnig á miðvikudag. „Borgin vindasama“ stendur þó undir nafni og mun vindkæling draga hitastigið niður undir 42 gráður fyrir neðan frostmark. Ökumenn á svæðinu eru hvattir til þess að hafa meðferðis birgðir og útbúnað til þess að verjast kuldanum ef ske kynni að þeir kæmust ekki leiðar sinnar sökum veðurs. Þá eru íbúar svæðisins þar sem kuldinn verður hvað mestur minntir á að sjá til þess að nóg sé til af gasi og eldivið til upphitunar á heimilum þeirra. Búið er að loka hundruðum skóla og opinberra stofnana vegna ástandsins, en snjóþungt hefur verið í miðvesturríkjunum og hefur meðal annars þurft að gera hlé á flugumferð frá nokkrum flugvöllum á svæðinu.
Bandaríkin Veður Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira