Niðurskurður til Hafró „allt of mikið í einu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. janúar 2019 12:11 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, telur að hægt verði að koma í veg fyrir að starfsemi Hafrannsóknarstofnunar raskist vegna niðurskurðarkröfunnar. vísir/vilhelm Sjómannasamband Íslands, VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Félag skipstjórnarmanna og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi skora á stjórnvöld að endurskoða hið fyrsta fyrirhugaðan niðurskurð á fjárframlagi til Hafrannsóknarstofnunar. Sjávarútvegsráðherra segir að brugðist verði við gagnrýni.Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem félögin fjögur sendu frá sér í morgun. Hafrannsóknastofnun hefur verið gert að skera niður í rekstri sínum um sem nemur ríflega 300 milljónum króna. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist taka undir þau sjónarmið að höggið sé mikið. „Það er ekkert óeðlilegt við það þó að ríkisstofnanir þurfi að taka á sig hagræðingarkröfu en ég segi það og tekur undir með þeim sjónarmiðum sem segja að þetta sé allt of mikið í einu. Þess vegna erum við að leita leiða inn í ráðuneytinu, í málaflokknum, til þess að draga úr þessu höggi sem að óbreyttu yrði fyrir rannsóknarstarfsemi Hafró. Ég hef fulla trú á að við munum varna því og koma í veg fyrir það að starfsemin raskist verulega að öllu óbreyttu,“ segir Kristján Þór.Sjá einnig: Tugum starfsmanna Hafró sagt upp og Bjarna Sæmundssyni lagtForstjóri Hafrannsóknastofnunar hefur sagt að til að mæta hagræðingarkröfunni verði að segja upp á bilinu 20 til 30 starfsmönnum og leggja rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni. „Ég er mjög vongóður um það að þessi 300 milljón króna lækkun gjalda verði ekki - það er að segja að við getum mætt því með öðrum hætti en forstjórinn hefur kynnt. Ég hef fulla trúa á því að okkur muni ganga það að mæta því að verulegu leyti,“ segir Kristján Þór.Ekki í anda Þingvallafundarins Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir ákvörðunina sérstaka. „Það er auðvitað frumforsenda þess að okkur takist að skapa verðmæti úr sjávarauðlindinni að við stundum öflugar hafrannsóknir. Það var nú það sem hefur verið tekið fram, sérstaklega í stjórnarsáttmála og þingsályktun núna á hátíðarfundi á Þingvöllum í sumar, að það ætti að efla hafrannsóknir. Enda leiða þær til beinna, aukinna verðmætasköpunar og af þessum sökum komu þessar fréttir á óvart,“ segir Heiðrún Lind. Alþingi Sjávarútvegur Vísindi Tengdar fréttir Krefjast þess að stjórnvöld falli frá „óskiljanlegri“ ákvörðun Sjómannasamband Íslands, VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Félag skipstjórnarmanna og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi skrifa undir yfirlýsinguna. 10. janúar 2019 10:58 Tugum starfsmanna Hafró sagt upp og Bjarna Sæmundssyni lagt Hafró hefur verið gert að hagræða í rekstri um 303,5 milljónir króna líkt og fram kemur á heimasíðu Hafró. 9. janúar 2019 18:05 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Sjómannasamband Íslands, VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Félag skipstjórnarmanna og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi skora á stjórnvöld að endurskoða hið fyrsta fyrirhugaðan niðurskurð á fjárframlagi til Hafrannsóknarstofnunar. Sjávarútvegsráðherra segir að brugðist verði við gagnrýni.Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem félögin fjögur sendu frá sér í morgun. Hafrannsóknastofnun hefur verið gert að skera niður í rekstri sínum um sem nemur ríflega 300 milljónum króna. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist taka undir þau sjónarmið að höggið sé mikið. „Það er ekkert óeðlilegt við það þó að ríkisstofnanir þurfi að taka á sig hagræðingarkröfu en ég segi það og tekur undir með þeim sjónarmiðum sem segja að þetta sé allt of mikið í einu. Þess vegna erum við að leita leiða inn í ráðuneytinu, í málaflokknum, til þess að draga úr þessu höggi sem að óbreyttu yrði fyrir rannsóknarstarfsemi Hafró. Ég hef fulla trú á að við munum varna því og koma í veg fyrir það að starfsemin raskist verulega að öllu óbreyttu,“ segir Kristján Þór.Sjá einnig: Tugum starfsmanna Hafró sagt upp og Bjarna Sæmundssyni lagtForstjóri Hafrannsóknastofnunar hefur sagt að til að mæta hagræðingarkröfunni verði að segja upp á bilinu 20 til 30 starfsmönnum og leggja rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni. „Ég er mjög vongóður um það að þessi 300 milljón króna lækkun gjalda verði ekki - það er að segja að við getum mætt því með öðrum hætti en forstjórinn hefur kynnt. Ég hef fulla trúa á því að okkur muni ganga það að mæta því að verulegu leyti,“ segir Kristján Þór.Ekki í anda Þingvallafundarins Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir ákvörðunina sérstaka. „Það er auðvitað frumforsenda þess að okkur takist að skapa verðmæti úr sjávarauðlindinni að við stundum öflugar hafrannsóknir. Það var nú það sem hefur verið tekið fram, sérstaklega í stjórnarsáttmála og þingsályktun núna á hátíðarfundi á Þingvöllum í sumar, að það ætti að efla hafrannsóknir. Enda leiða þær til beinna, aukinna verðmætasköpunar og af þessum sökum komu þessar fréttir á óvart,“ segir Heiðrún Lind.
Alþingi Sjávarútvegur Vísindi Tengdar fréttir Krefjast þess að stjórnvöld falli frá „óskiljanlegri“ ákvörðun Sjómannasamband Íslands, VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Félag skipstjórnarmanna og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi skrifa undir yfirlýsinguna. 10. janúar 2019 10:58 Tugum starfsmanna Hafró sagt upp og Bjarna Sæmundssyni lagt Hafró hefur verið gert að hagræða í rekstri um 303,5 milljónir króna líkt og fram kemur á heimasíðu Hafró. 9. janúar 2019 18:05 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Krefjast þess að stjórnvöld falli frá „óskiljanlegri“ ákvörðun Sjómannasamband Íslands, VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Félag skipstjórnarmanna og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi skrifa undir yfirlýsinguna. 10. janúar 2019 10:58
Tugum starfsmanna Hafró sagt upp og Bjarna Sæmundssyni lagt Hafró hefur verið gert að hagræða í rekstri um 303,5 milljónir króna líkt og fram kemur á heimasíðu Hafró. 9. janúar 2019 18:05