Selta frá Grænlandi átti þátt í mengun í Reykjavík Kjartan Kjartansson og Atli Ísleifsson skrifa 10. janúar 2019 17:30 Mengunin hefur dregið úr skyggni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þessi mynd var tekin á Kringlumýrarbraut í suðurátt fyrir klukkan 14:00. Vísir/Vilhelm Mistur svifryks lá yfir höfuðborginni í dag og sýndu loftgæðamælar Umhverfisstofnunar í Reykjavík há gildi svifryksmengunar á sumum stöðum. Við Grensásveg teljast loftgæði mjög slæm á mælikvarða stofnunarinnar og eru vísbendingar um að mengunin sé ekki aðeins frá umferð heldur sé ryk sem hafi borist yfir borgina. Veðurfræðingur segir líklegustu skýringuna vera að saltagnir hafi borist í sterkum vindinum frá Grænlandi. Eins og sjá má á myndum ljósmyndara Vísis var skyggni sums staðar slæmt vegna mengunar. Á vef Umhverfisstofnunar má sjá að gildi PM10-svifryks óx mikið frá því í morgun. Klukkan 14 í dag náði styrkur þess 127 míkrógrömmum á rúmmetra sem skilgreint er sem mjög slæm loftgæði. Á sama tíma hefur styrkur niturdíoxíðs vaxið töluvert en hann er talinn innan ásættanlegra marka.Svifryk í Reykjavík.Vísir/VilhelmAnnar uppruni Þorsteinn Jóhannsson hjá Umhverfisstofnun segir Vísi að hluti af svifrykinu komi frá umferð. Mengunin hafi hins vegar mælst há yfir allri borginni í morgun, til dæmis við Egilshöll þegar lítil umferð var þar. Mistrið liggi yfir allri borginni og byrgi meðal annars útsýni að Esjunni. Þetta séu vísbendingar um að hluti ryksins eigi sér annan uppruna en bílaumferð. Stundum hafi það gerst að sandi af ströndum á Suðurlandi hafi blásið yfir borgina en það geti ekki verið skýringin í vestanáttinni nú. Veður hefur verið nokkuð stillt og svalt í borginni í dag sem kemur í veg fyrir að svifrykið dreifist og hverfi. Líkur eru á að mengunin staldri ekki lengi við því Veðurstofan spáir úrkomu og hvassara veðri í nótt og á morgun.Saltagnir frá Grænlandi Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur telur fullvíst að um sé að ræða selta sem hafi borist í sterkri vestanáttinni. „Það voru vindar sem komu úr vestri og að hluta ofan af Grænlandsjökli sem steypast svo niður af jökli.“ Sjávarlöður hafi þeyst upp og smágerðar saltagnir orðið eftir í loftinu sem bárust svo til Íslands. „Þetta er alls ekki algengt en gerist af og til. Við sáum alveg hvað var í vændum þannig að þetta er líklegasta skýringin,“ segir Einar. Umferðin hafi svo bætt við þetta hefðbundna svifryk í borginni. Grænland Umhverfismál Veður Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Mistur svifryks lá yfir höfuðborginni í dag og sýndu loftgæðamælar Umhverfisstofnunar í Reykjavík há gildi svifryksmengunar á sumum stöðum. Við Grensásveg teljast loftgæði mjög slæm á mælikvarða stofnunarinnar og eru vísbendingar um að mengunin sé ekki aðeins frá umferð heldur sé ryk sem hafi borist yfir borgina. Veðurfræðingur segir líklegustu skýringuna vera að saltagnir hafi borist í sterkum vindinum frá Grænlandi. Eins og sjá má á myndum ljósmyndara Vísis var skyggni sums staðar slæmt vegna mengunar. Á vef Umhverfisstofnunar má sjá að gildi PM10-svifryks óx mikið frá því í morgun. Klukkan 14 í dag náði styrkur þess 127 míkrógrömmum á rúmmetra sem skilgreint er sem mjög slæm loftgæði. Á sama tíma hefur styrkur niturdíoxíðs vaxið töluvert en hann er talinn innan ásættanlegra marka.Svifryk í Reykjavík.Vísir/VilhelmAnnar uppruni Þorsteinn Jóhannsson hjá Umhverfisstofnun segir Vísi að hluti af svifrykinu komi frá umferð. Mengunin hafi hins vegar mælst há yfir allri borginni í morgun, til dæmis við Egilshöll þegar lítil umferð var þar. Mistrið liggi yfir allri borginni og byrgi meðal annars útsýni að Esjunni. Þetta séu vísbendingar um að hluti ryksins eigi sér annan uppruna en bílaumferð. Stundum hafi það gerst að sandi af ströndum á Suðurlandi hafi blásið yfir borgina en það geti ekki verið skýringin í vestanáttinni nú. Veður hefur verið nokkuð stillt og svalt í borginni í dag sem kemur í veg fyrir að svifrykið dreifist og hverfi. Líkur eru á að mengunin staldri ekki lengi við því Veðurstofan spáir úrkomu og hvassara veðri í nótt og á morgun.Saltagnir frá Grænlandi Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur telur fullvíst að um sé að ræða selta sem hafi borist í sterkri vestanáttinni. „Það voru vindar sem komu úr vestri og að hluta ofan af Grænlandsjökli sem steypast svo niður af jökli.“ Sjávarlöður hafi þeyst upp og smágerðar saltagnir orðið eftir í loftinu sem bárust svo til Íslands. „Þetta er alls ekki algengt en gerist af og til. Við sáum alveg hvað var í vændum þannig að þetta er líklegasta skýringin,“ segir Einar. Umferðin hafi svo bætt við þetta hefðbundna svifryk í borginni.
Grænland Umhverfismál Veður Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira