Síbrotamaður hótaði starfsmönnum: „I will cut your throat, I will kill your family“ Birgir Olgeirsson skrifar 10. janúar 2019 17:47 Maðurinn sagðist ekki ætla aftur í fangelsi. Vísir/vilhelm Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem lögreglan óttast að haldi áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinna. Lögreglan hefur til rannsóknar fjöldamörg brot sem maðurinn er grunaður um að hafa framið síðastliðna ellefu mánuði. Um er að ræða innbrot í bíla á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglu barst tilkynning klukkan sex að morgni sunnudaginn 30. desember síðastliðinn vegna manns sem hafði dregið upp hníf og ógnað starfsmönnum í Reykjavík. Þegar lögregla kom á vettvang sá hún manninn hlaupa frá starfsmönnum og hvarf sjónum lögreglu á iðnaðarsvæði. Maðurinn hafði skilið eftir bakpoka sem geymdi fatnað ásamt ýmsum munum sem staðfest er að hafa verið stolið í innbrotum í bifreiðar. Lögreglan ræddi við vitni á vettvangi sem sagðist hafa komið að manninum í bifreið sinni. Var búið að brjóta rúðu farþegamegin en vitnið sagðist hafa leitt manninn með sér til að hringja á lögreglu. Maðurinn hafi þá dregið upp hníf og otað að nærstöddum. Samkvæmt vitninu sagði maðurinn: „I will cut your throat, I will kill your family, do you want to die“. Einnig hafi hann sagt „ég fer ekki í fangelsi aftur“. Maðurinn lét sig hverfa en framburður tveggja annarra á vettvangi var á sama veg. Lögreglan handtók manninn klukkan 18 sama dag en maðurinn gekkst við því að hafa brotist inn í bifreiðina og tekið þaðan tvö þúsund krónur í smámynt. Hann kannaðist ekki við að hafa hótað neinum né að hafa dregið upp hníf til að komast undan. Hann sagðist hafa tekið hnífinn upp úr vasa sínum ásamt öðru og var þá hótað af mönnum á vettvangi. Þegar lögreglan spurði hann út í munina sem fundust í bakpoka hans sagði hann hafa fengið þá frá vini hans. Í greinargerð lögreglu kemur fram að hún sé með tólf önnur mál gegn manninum til rannsóknar. Hefur hann áður verið dæmdur fyrir auðgunarbrot og sérrefsilagabrot. Hann lauk afplánun á tveggja mánaða dómi í september síðastliðnum. Er hann sagður framfleyta sér og fjármagna vímuefnafíkn sína að einhverju eða öllu leyti með afbrotum.Féllst Landsréttur á að maðurinn skuli sæta gæsluvarðhaldi til 28. janúar næstkomandi. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem lögreglan óttast að haldi áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinna. Lögreglan hefur til rannsóknar fjöldamörg brot sem maðurinn er grunaður um að hafa framið síðastliðna ellefu mánuði. Um er að ræða innbrot í bíla á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglu barst tilkynning klukkan sex að morgni sunnudaginn 30. desember síðastliðinn vegna manns sem hafði dregið upp hníf og ógnað starfsmönnum í Reykjavík. Þegar lögregla kom á vettvang sá hún manninn hlaupa frá starfsmönnum og hvarf sjónum lögreglu á iðnaðarsvæði. Maðurinn hafði skilið eftir bakpoka sem geymdi fatnað ásamt ýmsum munum sem staðfest er að hafa verið stolið í innbrotum í bifreiðar. Lögreglan ræddi við vitni á vettvangi sem sagðist hafa komið að manninum í bifreið sinni. Var búið að brjóta rúðu farþegamegin en vitnið sagðist hafa leitt manninn með sér til að hringja á lögreglu. Maðurinn hafi þá dregið upp hníf og otað að nærstöddum. Samkvæmt vitninu sagði maðurinn: „I will cut your throat, I will kill your family, do you want to die“. Einnig hafi hann sagt „ég fer ekki í fangelsi aftur“. Maðurinn lét sig hverfa en framburður tveggja annarra á vettvangi var á sama veg. Lögreglan handtók manninn klukkan 18 sama dag en maðurinn gekkst við því að hafa brotist inn í bifreiðina og tekið þaðan tvö þúsund krónur í smámynt. Hann kannaðist ekki við að hafa hótað neinum né að hafa dregið upp hníf til að komast undan. Hann sagðist hafa tekið hnífinn upp úr vasa sínum ásamt öðru og var þá hótað af mönnum á vettvangi. Þegar lögreglan spurði hann út í munina sem fundust í bakpoka hans sagði hann hafa fengið þá frá vini hans. Í greinargerð lögreglu kemur fram að hún sé með tólf önnur mál gegn manninum til rannsóknar. Hefur hann áður verið dæmdur fyrir auðgunarbrot og sérrefsilagabrot. Hann lauk afplánun á tveggja mánaða dómi í september síðastliðnum. Er hann sagður framfleyta sér og fjármagna vímuefnafíkn sína að einhverju eða öllu leyti með afbrotum.Féllst Landsréttur á að maðurinn skuli sæta gæsluvarðhaldi til 28. janúar næstkomandi.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira