Úr Skúmaskoti Kári Stefánsson skrifar 11. janúar 2019 08:00 Einu sinni fyrir langalöngu lagði faðir minn fram þingsályktunartillögu þess efnis að launamunur í landinu ætti aldrei að vera meiri en svo að þeir sem bæru mest úr býtum hlytu tvisvar sinnum meira en þeir sem minnst fengju. Hann byggði þetta á býsna gamalli aflaskiptareglu sem hafði reynst vel á fátæku Íslandi. Ég er nokkuð viss um að hann reiknaði ekki með því að tillagan yrði samþykkt og það má vel vera að hann hafi ekki einu sinni verið á þeirri skoðun að hún væri framkvæmanleg. Kveikjan að tillögunni var hins vegar sú trú að launamunur væri of mikill í landinu, að munurinn á þeim sem áttu og þeim sem áttu ekki væri of mikill og það væri mikilvægt að lítilmagninn ætti rödd á Alþingi. Þetta var á þeim tíma þegar það hefði þótt hlægileg bjartsýni að reikna með því að tveir valdamestu einstaklingarnir á Íslandi, forsætisráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík, gætu einhvern tíma verið báðir úr röðum félagshyggjuflokkanna. Nú er liðin tæp hálf öld síðan faðir minn lagði fram þingsályktunartillöguna og tæpt ár síðan Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, varð forsætisráðherra á sama tíma og borgarstjórinn er Samfylkingarmaður. Tíminn er ólíkindatól. Það er engin lykt af honum, ekkert bragð og engin áferð sem má finna með næmum fingurgómum og hann sést ekki en það sjást á öllu breytingar við það eitt að hann líði. Eitt af því sem hefur breyst á hálfri öld er að félagshyggjuflokkarnir eru ekki lengur málsvarar verkalýðsins á Íslandi. Þeir hlúa ekki lengur að minni máttar í íslensku samfélagi þó að fyrir kosningar segist þeir gera það heldur hlúa þeir að öðrum þeim sem segjast vilja hlúa að minni máttar en gera það ekki. Það liggur við að þeir sýni verkalýðnum fyrirlitningu af því að hann talar ekki nægilega gott mál, les ekki bækur og er með vitlausar skoðanir á alls konar málum. Bæði forsætisráðherra og borgarstjóra gengur illa að tjá sig þannig að nokkur maður trúi því að þeim sé hagur lítilmagnans ofarlega í huga þótt enginn vafi leiki á því að þau vildu hann sem mestan svo fremi sem ekki þurfi að fórna miklu fyrir hann. Til dæmis um vanda forsætisráðherra er útvarpsþáttur sem hún mætti í ásamt Styrmi Gunnarssyni rétt fyrir áramótin þar sem honum var tíðrætt um misskiptingu veraldlegra gæða á Íslandi. Svar hennar við því var að hún hefði ekki komið inn í VG úr gamla Alþýðubandalaginu heldur sem umhverfissinni. Það mátti skilja þau ummæli þannig að hún væri enginn gamaldags sósíalisti og þar af leiðandi væri misskipting auðs ekki hennar stóra mál. Þau orð sem hún hefur látið falla um ákvarðanir kjararáðs eru líka þess eðlis að þau verða ekki túlkuð á annan veg en þann að henni finnist að mörgu leyti erfitt að vera talsmaður meira launajafnræðis í samfélaginu. Borgarstjóranum okkar er ekki tíðrætt um mikilvægi þess að jafna tækifæri barna úr fjölskyldum fátæktar og annarra vandræða með því að hlúa betur að leikskólum og grunnskólum. Í þess stað lætur hann skreyta fjölbýlishús með málverkum eftir Erró, punta upp á Miklubrautina og reynir að setja einhvers konar met í því hversu miklu fé megi koma fyrir í einum bragga. Kannski hin sósíaldemókratíska hugsun á bak við braggaævintýrið sé sú að vegna þess að það bjó fátækt fólk í bröggum hér áður fyrr sé göfugt að sólunda ævintýralega miklu fé í að endurbyggja einn af þeim sem einhvers konar legstein yfir fátækt í borginni. Og svo talar hann um borgarlínu eins og hún komi til með að leysa húsnæðisvanda unga fólksins, tekjuvanda fátæka fólksins, leikskólavanda barnafólksins og gera alla jafna í borginni. Þess ber að geta að það er ekki séríslenskt fyrirbrigði að félagshyggjuflokkar séu búnir að tapa tengslum sínum við verkalýðinn og það má færa fyrir því rök að það sé ein af ástæðum þess að utangarðsfólk flykkist að hægri öfgaflokkum beggja vegna hafs. Það breytir ekki þeirri staðreynd að svona er þetta hjá okkur og það er bæði dapurlegt og hættulegt. Ég reis úr rekkju um miðja nótt fyrir nokkrum dögum og gekk fram í stofu þar sem faðir minn heitinn sat og reykti pípu eins og hans var von og vísa. Við fórum að tala um vandræði félagshyggjuflokkanna tveggja og Katrínar og Dags. Hann kvaðst hissa á því hvað þau nýttu valdatíma sinn illa og hann sæi þess engin merki að þau væru að reyna að auka jafnræði í íslensku samfélagi. Hann hélt því fram að vera þeirra á valdastólum væri orðin aðför að þeim sem minna mega sín, þeirra fátæku og þeirra sem eru utangarðs af öðrum sökum. Þessari skoðun til stuðnings notaði hann röksemdir sem eru svipaðar því og að halda því fram að sá sem horfir á mann drukkna án þess að reyna að hjálpa honum sé að vissu leyti ábyrgur fyrir dauða hans. Þessi skoðun endurspeglast í tuttugustu og annarri grein almennra hegningarlaga og er því hvorki framandi né nýstárleg. Hann reis svo úr sæti og bað mig fyrir eftirfarandi vísu til Katrínar og Dags: Á meðan á burtu tíminn tikkar tíminn sem átti að nýta til góðs týnd eru hjörtun, helvítin ykkar sem hruflið fátækar sálir til blóðs. Mér varð það á að segja við föður minn að það kæmi mér á óvart að hann hefði komið fyrir blótsyrði í vísunni. Það væri ekki honum líkt. Hann svaraði: „Strákur, það er ekkert blótsyrði í þessari vísu. Þegar maður er búsettur í helvíti er helvíti ekki blótsyrði heldur hluti af heimilisfangi.“ Og svo brosti hann og sagði: „Just joking.“ Ég vil leggja á það áherslu að faðir minn hefði aldrei sett enskuslettu í blaðagrein og var spar á þær almennt í lifanda lífi. Eina ástæða þess að ég segi frá henni er að ég vil vera nákvæmur í frásögn minni af því sem gerðist í raun og veru þessa nótt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Stefánsson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Skoðun Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Einu sinni fyrir langalöngu lagði faðir minn fram þingsályktunartillögu þess efnis að launamunur í landinu ætti aldrei að vera meiri en svo að þeir sem bæru mest úr býtum hlytu tvisvar sinnum meira en þeir sem minnst fengju. Hann byggði þetta á býsna gamalli aflaskiptareglu sem hafði reynst vel á fátæku Íslandi. Ég er nokkuð viss um að hann reiknaði ekki með því að tillagan yrði samþykkt og það má vel vera að hann hafi ekki einu sinni verið á þeirri skoðun að hún væri framkvæmanleg. Kveikjan að tillögunni var hins vegar sú trú að launamunur væri of mikill í landinu, að munurinn á þeim sem áttu og þeim sem áttu ekki væri of mikill og það væri mikilvægt að lítilmagninn ætti rödd á Alþingi. Þetta var á þeim tíma þegar það hefði þótt hlægileg bjartsýni að reikna með því að tveir valdamestu einstaklingarnir á Íslandi, forsætisráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík, gætu einhvern tíma verið báðir úr röðum félagshyggjuflokkanna. Nú er liðin tæp hálf öld síðan faðir minn lagði fram þingsályktunartillöguna og tæpt ár síðan Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, varð forsætisráðherra á sama tíma og borgarstjórinn er Samfylkingarmaður. Tíminn er ólíkindatól. Það er engin lykt af honum, ekkert bragð og engin áferð sem má finna með næmum fingurgómum og hann sést ekki en það sjást á öllu breytingar við það eitt að hann líði. Eitt af því sem hefur breyst á hálfri öld er að félagshyggjuflokkarnir eru ekki lengur málsvarar verkalýðsins á Íslandi. Þeir hlúa ekki lengur að minni máttar í íslensku samfélagi þó að fyrir kosningar segist þeir gera það heldur hlúa þeir að öðrum þeim sem segjast vilja hlúa að minni máttar en gera það ekki. Það liggur við að þeir sýni verkalýðnum fyrirlitningu af því að hann talar ekki nægilega gott mál, les ekki bækur og er með vitlausar skoðanir á alls konar málum. Bæði forsætisráðherra og borgarstjóra gengur illa að tjá sig þannig að nokkur maður trúi því að þeim sé hagur lítilmagnans ofarlega í huga þótt enginn vafi leiki á því að þau vildu hann sem mestan svo fremi sem ekki þurfi að fórna miklu fyrir hann. Til dæmis um vanda forsætisráðherra er útvarpsþáttur sem hún mætti í ásamt Styrmi Gunnarssyni rétt fyrir áramótin þar sem honum var tíðrætt um misskiptingu veraldlegra gæða á Íslandi. Svar hennar við því var að hún hefði ekki komið inn í VG úr gamla Alþýðubandalaginu heldur sem umhverfissinni. Það mátti skilja þau ummæli þannig að hún væri enginn gamaldags sósíalisti og þar af leiðandi væri misskipting auðs ekki hennar stóra mál. Þau orð sem hún hefur látið falla um ákvarðanir kjararáðs eru líka þess eðlis að þau verða ekki túlkuð á annan veg en þann að henni finnist að mörgu leyti erfitt að vera talsmaður meira launajafnræðis í samfélaginu. Borgarstjóranum okkar er ekki tíðrætt um mikilvægi þess að jafna tækifæri barna úr fjölskyldum fátæktar og annarra vandræða með því að hlúa betur að leikskólum og grunnskólum. Í þess stað lætur hann skreyta fjölbýlishús með málverkum eftir Erró, punta upp á Miklubrautina og reynir að setja einhvers konar met í því hversu miklu fé megi koma fyrir í einum bragga. Kannski hin sósíaldemókratíska hugsun á bak við braggaævintýrið sé sú að vegna þess að það bjó fátækt fólk í bröggum hér áður fyrr sé göfugt að sólunda ævintýralega miklu fé í að endurbyggja einn af þeim sem einhvers konar legstein yfir fátækt í borginni. Og svo talar hann um borgarlínu eins og hún komi til með að leysa húsnæðisvanda unga fólksins, tekjuvanda fátæka fólksins, leikskólavanda barnafólksins og gera alla jafna í borginni. Þess ber að geta að það er ekki séríslenskt fyrirbrigði að félagshyggjuflokkar séu búnir að tapa tengslum sínum við verkalýðinn og það má færa fyrir því rök að það sé ein af ástæðum þess að utangarðsfólk flykkist að hægri öfgaflokkum beggja vegna hafs. Það breytir ekki þeirri staðreynd að svona er þetta hjá okkur og það er bæði dapurlegt og hættulegt. Ég reis úr rekkju um miðja nótt fyrir nokkrum dögum og gekk fram í stofu þar sem faðir minn heitinn sat og reykti pípu eins og hans var von og vísa. Við fórum að tala um vandræði félagshyggjuflokkanna tveggja og Katrínar og Dags. Hann kvaðst hissa á því hvað þau nýttu valdatíma sinn illa og hann sæi þess engin merki að þau væru að reyna að auka jafnræði í íslensku samfélagi. Hann hélt því fram að vera þeirra á valdastólum væri orðin aðför að þeim sem minna mega sín, þeirra fátæku og þeirra sem eru utangarðs af öðrum sökum. Þessari skoðun til stuðnings notaði hann röksemdir sem eru svipaðar því og að halda því fram að sá sem horfir á mann drukkna án þess að reyna að hjálpa honum sé að vissu leyti ábyrgur fyrir dauða hans. Þessi skoðun endurspeglast í tuttugustu og annarri grein almennra hegningarlaga og er því hvorki framandi né nýstárleg. Hann reis svo úr sæti og bað mig fyrir eftirfarandi vísu til Katrínar og Dags: Á meðan á burtu tíminn tikkar tíminn sem átti að nýta til góðs týnd eru hjörtun, helvítin ykkar sem hruflið fátækar sálir til blóðs. Mér varð það á að segja við föður minn að það kæmi mér á óvart að hann hefði komið fyrir blótsyrði í vísunni. Það væri ekki honum líkt. Hann svaraði: „Strákur, það er ekkert blótsyrði í þessari vísu. Þegar maður er búsettur í helvíti er helvíti ekki blótsyrði heldur hluti af heimilisfangi.“ Og svo brosti hann og sagði: „Just joking.“ Ég vil leggja á það áherslu að faðir minn hefði aldrei sett enskuslettu í blaðagrein og var spar á þær almennt í lifanda lífi. Eina ástæða þess að ég segi frá henni er að ég vil vera nákvæmur í frásögn minni af því sem gerðist í raun og veru þessa nótt.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun