Veitingamaður Braggans ósáttur við „óábyrga umræðu stjórnmálamanna“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2019 19:28 Bragginn er afar umdeildur. Vísir/Vilhelm Daði Agnarsson veitingamaður á Bragganum í Nauthólsvík gagnrýnir „óvægna umræðu“ minnihlutans í borgarstjórn um Braggann. Hann segir orðræðu ákveðinna borgarfulltrúa hafa m.a. gert það að verkum að starfsfólk Braggans þurfi sífellt að afsaka vinnustað sinn. Framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík og aðrar byggingar í grennd við hann fóru um 350 milljónir fram úr áætlun borgarinnar, eins og frægt er orðið. Borgarfulltrúar minnihlutans í borgarstjórn hafa verið afar harðorðir í garð meirihlutans vegna framúrkeyrslunnar og nú síðast lögðu fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins til að málinu verði vísað til héraðssaksóknara.Afsakar ekki bruðlið Daði tjáir sig um málið í Facebook-færslu sem hann birti í dag. Hann segist sjálfur hafa „óbeit á bruðli“ og tekur sérstaklega fram að hann hyggist ekki afsaka framúrkeyrsluna við framkvæmd Braggans. Hins vegar vilji hann nefna nokkra hluti í tengslum við málið sem hann telur hafa verið hlunnfarna í umræðunni. „Ég er ekki að afsaka framkvæmd, kostnað eða skipulag Reykjavíkurborgar í þessu máli. Þvert á móti finnst mér að umræðan ætti að snúast um rétta hluti, hluti sem kosnir fulltrúar hafa á undanförnum mánuðum afbakað og skælt og sér í lagi Vigdís Hauksdóttir.“ Í því samhengi bendir Daði á að Bragginn sé aðeins eitt hús af þremur ásamt lóðum. „Þetta eru því Bragginn, frumkvöðlasetur, náðhús og tengibyggingar ásamt lóðum sem málið snýst um, ekki “bara” einhver braggi. Ég býð hverjum sem hefur áhuga á að koma og skoða húsin og lóðirnar til að gera það. Sjá hversu viðamikið þetta verkefni er,“ skrifar Daði. Starfsmenn neyðast til að svara fyrir „óábyrga umræðu stjórnmálamanna“ Þá segir hann áðurnefnda Vigdísi borgarfulltrúa Miðflokksins, Eyþór Arnalds borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og aðra í minnihlutanum halda á lofti „óábyrgri umræðu“, til að mynda með því að lýsa Bragganum sem „kofaskrifli“. Orðræða minnihlutans geri það jafnframt að verkum að starfsfólk Braggans þurfi sífellt að afsaka vinnustað sinn. „Þetta er fólk sem þarf að svara fyrir mistök annara, svara fyrir óábyrga umræðu stjórnmálamanna og reyna að útskýra að hvorki þau né þeir aðilar sem koma að rekstri Braggans Bar & Bistró hafa ekkert með þann kostnað, framkvæmdir eða annað sem misfórst í byggingu húsana að gera.“Færslu Daða má nálgast í heild hér að neðan. Borgarstjórn Braggamálið Veitingastaðir Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún um braggamálið: „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“ Tillaga um að vísa skýrslu innri endurskoðunar til embættis héraðssaksóknara verður lögð fyrir borgarfulltrúa á þriðjudag. 13. janúar 2019 07:35 Minnist þess ekki að framúrkeyrslumálum hafi verið vísað til héraðssaksóknara Hátt í tíu nýleg dæmi eru um að Reykjavíkurborg hafi farið fram úr áætlunum við framkvæmdir. Borgarstjóri segir framúrkeyrsluna vegna framkvæmda við Braggans í Nauthólsvík hins vegar frávik. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er undrandi á tillögu um að vísa málinu til héraðssaksóknara. 13. janúar 2019 19:00 Vilja vísa braggamáli til héraðssaksóknara Fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur ætla að leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi í næstu viku um að braggamálinu verði vísað til héraðssaksóknara. 10. janúar 2019 15:21 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Daði Agnarsson veitingamaður á Bragganum í Nauthólsvík gagnrýnir „óvægna umræðu“ minnihlutans í borgarstjórn um Braggann. Hann segir orðræðu ákveðinna borgarfulltrúa hafa m.a. gert það að verkum að starfsfólk Braggans þurfi sífellt að afsaka vinnustað sinn. Framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík og aðrar byggingar í grennd við hann fóru um 350 milljónir fram úr áætlun borgarinnar, eins og frægt er orðið. Borgarfulltrúar minnihlutans í borgarstjórn hafa verið afar harðorðir í garð meirihlutans vegna framúrkeyrslunnar og nú síðast lögðu fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins til að málinu verði vísað til héraðssaksóknara.Afsakar ekki bruðlið Daði tjáir sig um málið í Facebook-færslu sem hann birti í dag. Hann segist sjálfur hafa „óbeit á bruðli“ og tekur sérstaklega fram að hann hyggist ekki afsaka framúrkeyrsluna við framkvæmd Braggans. Hins vegar vilji hann nefna nokkra hluti í tengslum við málið sem hann telur hafa verið hlunnfarna í umræðunni. „Ég er ekki að afsaka framkvæmd, kostnað eða skipulag Reykjavíkurborgar í þessu máli. Þvert á móti finnst mér að umræðan ætti að snúast um rétta hluti, hluti sem kosnir fulltrúar hafa á undanförnum mánuðum afbakað og skælt og sér í lagi Vigdís Hauksdóttir.“ Í því samhengi bendir Daði á að Bragginn sé aðeins eitt hús af þremur ásamt lóðum. „Þetta eru því Bragginn, frumkvöðlasetur, náðhús og tengibyggingar ásamt lóðum sem málið snýst um, ekki “bara” einhver braggi. Ég býð hverjum sem hefur áhuga á að koma og skoða húsin og lóðirnar til að gera það. Sjá hversu viðamikið þetta verkefni er,“ skrifar Daði. Starfsmenn neyðast til að svara fyrir „óábyrga umræðu stjórnmálamanna“ Þá segir hann áðurnefnda Vigdísi borgarfulltrúa Miðflokksins, Eyþór Arnalds borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og aðra í minnihlutanum halda á lofti „óábyrgri umræðu“, til að mynda með því að lýsa Bragganum sem „kofaskrifli“. Orðræða minnihlutans geri það jafnframt að verkum að starfsfólk Braggans þurfi sífellt að afsaka vinnustað sinn. „Þetta er fólk sem þarf að svara fyrir mistök annara, svara fyrir óábyrga umræðu stjórnmálamanna og reyna að útskýra að hvorki þau né þeir aðilar sem koma að rekstri Braggans Bar & Bistró hafa ekkert með þann kostnað, framkvæmdir eða annað sem misfórst í byggingu húsana að gera.“Færslu Daða má nálgast í heild hér að neðan.
Borgarstjórn Braggamálið Veitingastaðir Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún um braggamálið: „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“ Tillaga um að vísa skýrslu innri endurskoðunar til embættis héraðssaksóknara verður lögð fyrir borgarfulltrúa á þriðjudag. 13. janúar 2019 07:35 Minnist þess ekki að framúrkeyrslumálum hafi verið vísað til héraðssaksóknara Hátt í tíu nýleg dæmi eru um að Reykjavíkurborg hafi farið fram úr áætlunum við framkvæmdir. Borgarstjóri segir framúrkeyrsluna vegna framkvæmda við Braggans í Nauthólsvík hins vegar frávik. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er undrandi á tillögu um að vísa málinu til héraðssaksóknara. 13. janúar 2019 19:00 Vilja vísa braggamáli til héraðssaksóknara Fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur ætla að leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi í næstu viku um að braggamálinu verði vísað til héraðssaksóknara. 10. janúar 2019 15:21 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Ingibjörg Sólrún um braggamálið: „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“ Tillaga um að vísa skýrslu innri endurskoðunar til embættis héraðssaksóknara verður lögð fyrir borgarfulltrúa á þriðjudag. 13. janúar 2019 07:35
Minnist þess ekki að framúrkeyrslumálum hafi verið vísað til héraðssaksóknara Hátt í tíu nýleg dæmi eru um að Reykjavíkurborg hafi farið fram úr áætlunum við framkvæmdir. Borgarstjóri segir framúrkeyrsluna vegna framkvæmda við Braggans í Nauthólsvík hins vegar frávik. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er undrandi á tillögu um að vísa málinu til héraðssaksóknara. 13. janúar 2019 19:00
Vilja vísa braggamáli til héraðssaksóknara Fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur ætla að leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi í næstu viku um að braggamálinu verði vísað til héraðssaksóknara. 10. janúar 2019 15:21
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu