Allir græða Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 14. janúar 2019 07:00 Íslendingar hafa venjulega nokkuð gaman af að monta sig af því þegar þeir fara fram úr öðrum þjóðum. Þeir ættu þó ekki að hreykja sér af þeirri staðreynd að þeir vinna meir en flestar nágrannaþjóðir þeirra. Vissulega er það svo að enginn þrífst verulega vel í iðjuleysi og vinnan göfgar manninn svo lengi sem hún er uppbyggileg. Þegar hún er orðin slítandi er alls ekkert göfugt við hana. Við búum í ríku samfélagi en ansi oft er eins og ætlast sé til þess að almenningur fái ekki að njóta góðs af því. Það er eins og gróðinn eigi bara að vera fyrir útvalda. Ekki er heldur hugað að því í nógu ríkum mæli að breyta hlutum til batnaðar. Það er eins og talið sé að íslenska leiðin eigi að vera sú að gera almenningi lífið hæfilega erfitt. Dæmi um þetta er að æ erfiðara er fyrir ungt fólk að eignast þak yfir höfuðið, fjölmargir í þeim hópi eiga ekki annan kost en að hírast í foreldrahúsum langt fram á fullorðinsár eða fara á leigumarkað með þeim afarkostum sem því fylgja. Slíkt hlutskipti rýrir kjör fólks verulega. Til hvers eru svo stjórnmálamenn ef ekki einmitt til að leysa slíkan vanda? Það er hlutverk þeirra að þjóna þjóð sinni, en því miður muna þeir það alltof sjaldan og taka sérhagsmuni áberandi oft fram yfir almannahag. Vinnuálag er annað mein í íslensku samfélagi. Þjóðin vinnur mikið en uppsker ekki í samræmi við það. Þetta eru tímar þegar æ fleiri líða vegna of mikils álags í vinnu. „Kulnun í starfi“ er ekki tilbúið hugtak sérfræðinga sem hafa unun af að gefa öllu sérstakt heiti, heldur mein sem margir á vinnumarkaði þekkja af eigin reynslu. Svo að segja allir þekkja síðan einstakling sem hefur að læknisráði þurft að taka sér frí frá vinnu vegna þess að álag var að buga hann. Einmitt á þeim tíma þegar kulnun í starfi og vinnuálag er mjög til umræðu kemur hugmynd inn í kjaraviðræður sem er svo skynsamleg og líkleg til árangurs að ekki er hægt að hafna henni. Hún snýst um styttingu vinnuviku, án launaskerðingar. Slík breyting myndi leiða margt gott af sér, skapa meiri vellíðan og öryggi meðal starfsmanna og um leið gera þeim kleift að eiga aukinn frítíma fyrir fjölskyldu og áhugamál sín og njóta þannig lífsins í enn ríkara mæli en áður. Atvinnurekandinn ætti ekki að fyllast kvíða eða pirringi við tilhugsun um að vinnuvika starfsmanna hans styttist. Þar sem vinnuvikan hefur verið stytt hafa afköst starfsmanna aukist og þeir eru einnig ánægðari í vinnunni. Vellíðan starfsmanna á að skipta atvinnurekandann máli, ef hann lætur sér á sama standa um velferð þeirra þá er hann ekki sérlega vel heppnuð manngerð. Enn eitt skref í átt til þess að skapa vellíðan í starfi er síðan að hafa vinnutíma sveigjanlegan, sé þess nokkur kostur. Stytting vinnuvikunnar verður vonandi að raunveruleika á þessu ári. Það, ásamt sveigjanlegum vinnutíma, er framfaraspor sem kemur öllum til góða. Niðurstaðan getur ekki orðið önnur en afar ánægjuleg, semsagt sú að allir græða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa venjulega nokkuð gaman af að monta sig af því þegar þeir fara fram úr öðrum þjóðum. Þeir ættu þó ekki að hreykja sér af þeirri staðreynd að þeir vinna meir en flestar nágrannaþjóðir þeirra. Vissulega er það svo að enginn þrífst verulega vel í iðjuleysi og vinnan göfgar manninn svo lengi sem hún er uppbyggileg. Þegar hún er orðin slítandi er alls ekkert göfugt við hana. Við búum í ríku samfélagi en ansi oft er eins og ætlast sé til þess að almenningur fái ekki að njóta góðs af því. Það er eins og gróðinn eigi bara að vera fyrir útvalda. Ekki er heldur hugað að því í nógu ríkum mæli að breyta hlutum til batnaðar. Það er eins og talið sé að íslenska leiðin eigi að vera sú að gera almenningi lífið hæfilega erfitt. Dæmi um þetta er að æ erfiðara er fyrir ungt fólk að eignast þak yfir höfuðið, fjölmargir í þeim hópi eiga ekki annan kost en að hírast í foreldrahúsum langt fram á fullorðinsár eða fara á leigumarkað með þeim afarkostum sem því fylgja. Slíkt hlutskipti rýrir kjör fólks verulega. Til hvers eru svo stjórnmálamenn ef ekki einmitt til að leysa slíkan vanda? Það er hlutverk þeirra að þjóna þjóð sinni, en því miður muna þeir það alltof sjaldan og taka sérhagsmuni áberandi oft fram yfir almannahag. Vinnuálag er annað mein í íslensku samfélagi. Þjóðin vinnur mikið en uppsker ekki í samræmi við það. Þetta eru tímar þegar æ fleiri líða vegna of mikils álags í vinnu. „Kulnun í starfi“ er ekki tilbúið hugtak sérfræðinga sem hafa unun af að gefa öllu sérstakt heiti, heldur mein sem margir á vinnumarkaði þekkja af eigin reynslu. Svo að segja allir þekkja síðan einstakling sem hefur að læknisráði þurft að taka sér frí frá vinnu vegna þess að álag var að buga hann. Einmitt á þeim tíma þegar kulnun í starfi og vinnuálag er mjög til umræðu kemur hugmynd inn í kjaraviðræður sem er svo skynsamleg og líkleg til árangurs að ekki er hægt að hafna henni. Hún snýst um styttingu vinnuviku, án launaskerðingar. Slík breyting myndi leiða margt gott af sér, skapa meiri vellíðan og öryggi meðal starfsmanna og um leið gera þeim kleift að eiga aukinn frítíma fyrir fjölskyldu og áhugamál sín og njóta þannig lífsins í enn ríkara mæli en áður. Atvinnurekandinn ætti ekki að fyllast kvíða eða pirringi við tilhugsun um að vinnuvika starfsmanna hans styttist. Þar sem vinnuvikan hefur verið stytt hafa afköst starfsmanna aukist og þeir eru einnig ánægðari í vinnunni. Vellíðan starfsmanna á að skipta atvinnurekandann máli, ef hann lætur sér á sama standa um velferð þeirra þá er hann ekki sérlega vel heppnuð manngerð. Enn eitt skref í átt til þess að skapa vellíðan í starfi er síðan að hafa vinnutíma sveigjanlegan, sé þess nokkur kostur. Stytting vinnuvikunnar verður vonandi að raunveruleika á þessu ári. Það, ásamt sveigjanlegum vinnutíma, er framfaraspor sem kemur öllum til góða. Niðurstaðan getur ekki orðið önnur en afar ánægjuleg, semsagt sú að allir græða.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun