Líklegt að fleiri hvalastofnar þoli sjálfbærar veiðar Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. janúar 2019 12:00 Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu. Hvalveiðum Íslendinga er einungis beint að stórum hvalastofnum í góðu ástandi en einu tegundirnar sem Íslendinga veiða í dag eru hrefna og langreyður. Veiðarnar byggjast á vísindarannsóknum en þær eru sjálfbærar, undir eftirliti og í samræmi við alþjóðalög. Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða kemur fram að hvölum hafi fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Skilgreina megi fleiri hvalategundir sem nytjastofna en með þessu er í raun verið að mæla með frekari hvalveiðum. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri tegundir. „Sennilega eru fleiri hvalastofnar en þessir tveir sem myndu þola sjálfbærar veiðar. En til þess að svo megi verða þarf að gera mjög viðamiklar úttektir á ástandi stofna og það hefur ekki verið gert ennþá,“ segir Gísli. Úttektirnar eru gerðar á vettvangi vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins og þær taka nokkur ár. „Þetta hefur í raun virkað þannig að við gerum þetta eftir því sem við erum beðnir um af stjórnvöldum. Ef það er áhugi fyrir því að gera mat á nýjum tegundum þá eru þær teknar inn en hingað til hefur það ekki gerst. Sandreyður var veidd fram að banni Alþjóðahvalveiðiráðsins á níunda áratugnum og hún er ein þeirra tegunda sem ekkert bendir til annars en að sé í góðu ástandi. Síðan má líka nefna hnúfubak sem hefur reyndar verið friðaður mjög lengi en á undanförnum áratugum hefur stofninn stækkað mikið,“ segir Gísli. Í skýrslu Hagfræðistofnunar er einnig fjallað nokkuð um hvalaskoðun en talið er að hvalaskoðun geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. Höfundar telja eðlilegt að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun. Alþjóðahvalveiðiráðið hefur gefið út handbók með verklagsreglum sem miða að því að draga sem mest úr truflunum af völdum hvalaskoðunar. Gísli segir eðlilegt að skoða þetta. „Þetta hefur auðvitað aukist mikið og eru á sömu svæðunum. Víða erlendis hafa verið settar reglur um þetta en oft eru þetta oft reglur sem fyrirtækin sjálf setja, eins og hefur verið gert hér. En þetta er eitthvað sem má skoða fyrir þau svæði þar sem mestur ágangurinn er. Rannsóknir sem gerðar hafa verið í Faxaflóa og í Skjálfanda sýna þessa truflun,“ segir Gísli. Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu. Hvalveiðum Íslendinga er einungis beint að stórum hvalastofnum í góðu ástandi en einu tegundirnar sem Íslendinga veiða í dag eru hrefna og langreyður. Veiðarnar byggjast á vísindarannsóknum en þær eru sjálfbærar, undir eftirliti og í samræmi við alþjóðalög. Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða kemur fram að hvölum hafi fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Skilgreina megi fleiri hvalategundir sem nytjastofna en með þessu er í raun verið að mæla með frekari hvalveiðum. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri tegundir. „Sennilega eru fleiri hvalastofnar en þessir tveir sem myndu þola sjálfbærar veiðar. En til þess að svo megi verða þarf að gera mjög viðamiklar úttektir á ástandi stofna og það hefur ekki verið gert ennþá,“ segir Gísli. Úttektirnar eru gerðar á vettvangi vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins og þær taka nokkur ár. „Þetta hefur í raun virkað þannig að við gerum þetta eftir því sem við erum beðnir um af stjórnvöldum. Ef það er áhugi fyrir því að gera mat á nýjum tegundum þá eru þær teknar inn en hingað til hefur það ekki gerst. Sandreyður var veidd fram að banni Alþjóðahvalveiðiráðsins á níunda áratugnum og hún er ein þeirra tegunda sem ekkert bendir til annars en að sé í góðu ástandi. Síðan má líka nefna hnúfubak sem hefur reyndar verið friðaður mjög lengi en á undanförnum áratugum hefur stofninn stækkað mikið,“ segir Gísli. Í skýrslu Hagfræðistofnunar er einnig fjallað nokkuð um hvalaskoðun en talið er að hvalaskoðun geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. Höfundar telja eðlilegt að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun. Alþjóðahvalveiðiráðið hefur gefið út handbók með verklagsreglum sem miða að því að draga sem mest úr truflunum af völdum hvalaskoðunar. Gísli segir eðlilegt að skoða þetta. „Þetta hefur auðvitað aukist mikið og eru á sömu svæðunum. Víða erlendis hafa verið settar reglur um þetta en oft eru þetta oft reglur sem fyrirtækin sjálf setja, eins og hefur verið gert hér. En þetta er eitthvað sem má skoða fyrir þau svæði þar sem mestur ágangurinn er. Rannsóknir sem gerðar hafa verið í Faxaflóa og í Skjálfanda sýna þessa truflun,“ segir Gísli.
Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00