Gleðilegt ár! Dagur B. Eggertsson skrifar 2. janúar 2019 06:45 Á síðasta degi ársins getum við horft stolt til baka og hlakkað til komandi árs í Reykjavík. Borgin er að vaxa og dafna á öllum sviðum. Þriðja árið í röð mun rekstur borgarinnar skila afgangi. Þar skipta vel heppnaðar björgunaraðgerðir hjá Orkuveitunni lykilmáli en ekki síður ábyrgur rekstur borgarsjóðs. Vegna bættrar stöðu höfum við aukið fjárveitingar til skóla- og velferðarmála umtalsvert, fjármagnað nýja menntastefnu og framþróun í þjónustu við börn, atvinnulíf, eldri borgara og fatlað fólk. Aldrei hafa verið fleiri íbúðir í byggingu í borginni. Til viðbótar við þær fjölmörgu sem eru að koma á sölumarkað bætast við á þriðja þúsund íbúða sem reistar eru í samvinnu við óhagnaðardrifin húsnæðisfélög, auk hagkvæmra íbúða fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Þessi verkefni munu hafa afgerandi, jákvæð áhrif á húsnæðis- og leigumarkaðinn og koma mjög til móts við marga. Komandi ár verður lykilár í jákvæðri umbreytingu borgarinnar. Við sjáum Hafnartorg og Austurhöfn taka á sig mynd. Fjölda uppbyggingarreita við Hverfisgötu mun ljúka og endurnýjun Hlemmtorgs er næst á dagskrá. Stærstu fjárfestingarverkefni borgarinnar eru skóli, menningarmiðstöð og sundlaug í Úlfarsárdal, nýjar leikskóladeildir og íþróttamannvirki fyrir ÍR í Breiðholti. Uppsteypa á nýju hverfi á Hlíðarenda verður líka langt komin og nýtt hverfi í Vogbyggð komið af stað. Framtíðarsýn og rammaskipulag fyrir Borgarlínu frá Hlemmi austur á Ártúnshöfða og suður á Kársnes mun líta dagsins ljós, ásamt því að skipulag vegna Miklubrautar í stokk fer af stað. Fyrstu stórmyndirnar verða líklega festar á filmu í kvikmyndaverinu í Gufunesi, frumkvöðlasetrið Gróska rís í Vatnsmýrinni, Hús íslenskunnar á Melunum og langþráður meðferðarkjarni Landspítalans við Hringbraut. Skipulagssamkeppni og uppbygging á nýrri samgöngumiðstöð á svæði BSÍ mun einnig marka tímamót. Þannig mætti áfram telja. Borgir þróast í samvinnu borgarbúa, borgaryfirvalda og öflugs og fjölbreytts atvinnulífs. Við erum sannarlega að þróa kraftmikla, skemmtilega og fjölbreytta lífsgæðaborg í Reykjavík, borg fyrir fólk. Takk fyrir samstarfið 2018 og gleðilegt ár 2019! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dagur B. Eggertsson Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Á síðasta degi ársins getum við horft stolt til baka og hlakkað til komandi árs í Reykjavík. Borgin er að vaxa og dafna á öllum sviðum. Þriðja árið í röð mun rekstur borgarinnar skila afgangi. Þar skipta vel heppnaðar björgunaraðgerðir hjá Orkuveitunni lykilmáli en ekki síður ábyrgur rekstur borgarsjóðs. Vegna bættrar stöðu höfum við aukið fjárveitingar til skóla- og velferðarmála umtalsvert, fjármagnað nýja menntastefnu og framþróun í þjónustu við börn, atvinnulíf, eldri borgara og fatlað fólk. Aldrei hafa verið fleiri íbúðir í byggingu í borginni. Til viðbótar við þær fjölmörgu sem eru að koma á sölumarkað bætast við á þriðja þúsund íbúða sem reistar eru í samvinnu við óhagnaðardrifin húsnæðisfélög, auk hagkvæmra íbúða fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Þessi verkefni munu hafa afgerandi, jákvæð áhrif á húsnæðis- og leigumarkaðinn og koma mjög til móts við marga. Komandi ár verður lykilár í jákvæðri umbreytingu borgarinnar. Við sjáum Hafnartorg og Austurhöfn taka á sig mynd. Fjölda uppbyggingarreita við Hverfisgötu mun ljúka og endurnýjun Hlemmtorgs er næst á dagskrá. Stærstu fjárfestingarverkefni borgarinnar eru skóli, menningarmiðstöð og sundlaug í Úlfarsárdal, nýjar leikskóladeildir og íþróttamannvirki fyrir ÍR í Breiðholti. Uppsteypa á nýju hverfi á Hlíðarenda verður líka langt komin og nýtt hverfi í Vogbyggð komið af stað. Framtíðarsýn og rammaskipulag fyrir Borgarlínu frá Hlemmi austur á Ártúnshöfða og suður á Kársnes mun líta dagsins ljós, ásamt því að skipulag vegna Miklubrautar í stokk fer af stað. Fyrstu stórmyndirnar verða líklega festar á filmu í kvikmyndaverinu í Gufunesi, frumkvöðlasetrið Gróska rís í Vatnsmýrinni, Hús íslenskunnar á Melunum og langþráður meðferðarkjarni Landspítalans við Hringbraut. Skipulagssamkeppni og uppbygging á nýrri samgöngumiðstöð á svæði BSÍ mun einnig marka tímamót. Þannig mætti áfram telja. Borgir þróast í samvinnu borgarbúa, borgaryfirvalda og öflugs og fjölbreytts atvinnulífs. Við erum sannarlega að þróa kraftmikla, skemmtilega og fjölbreytta lífsgæðaborg í Reykjavík, borg fyrir fólk. Takk fyrir samstarfið 2018 og gleðilegt ár 2019!
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun