Næstu skref Framsýnar í kjaramálum skýrast á fyrstu tveimur vikum ársins Sighvatur Arnmundsson skrifar 3. janúar 2019 06:00 Framsýn er enn með í samfloti félaga innan SGS. Fréttablaðið/Auðunn „Ég ber þá von í brjósti að stéttarfélögin innan Starfsgreinasambandsins muni öll vísa núna fyrir miðjan janúar ef fer sem horfir og það gerist ekkert. Framsýn mun aldrei sætta sig við að sitja við eitthvert eldhúsborð og drekka kaffi. Við viljum vera við sjálft samningaborðið,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík. Samþykkt var á fjölmennum fundi félagsmanna fyrir helgi að veita Aðalsteini umboð til þess að draga samningsumboðið til baka frá SGS komist ekki skriður á kjaraviðræður nú í byrjun janúar eða SGS verði ekki þegar búið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Þetta mun skýrast á fyrstu tveimur vikum ársins. Við ætlum að gefa þessu þann tíma vegna þess að það er búið að setja upp stífa dagskrá og svo sjáum við hvernig staðan verður þá. Það er samt alveg ljóst að Framsýn er í startholunum með þetta.“ Aðalsteinn segir að draumur Framsýnar hafi orðið að veruleika þegar ljóst varð að Starfsgreinasambandið færi fram sem ein heild. „Við börðumst mikið fyrir því en síðan kemur á daginn að innan okkar raða eru aðilar sem eru herskárri en aðrir. Það vildu sjö félög vísa til ríkissáttasemjara fyrir jól til að reyna að fá verkstjórn á þetta og láta þetta ganga. Því miður brást það.“ Hann segist ekki vera svartsýnn á framhaldið þótt leiðir hafi skilið milli aðila innan SGS en Efling og Verkalýðsfélag Akraness drógu sig út úr samstarfi SGS fyrir jól og hafa tekið upp samstarf við VR. „Ég fagna harðari verkalýðsbaráttu. Ástæðan fyrir því að okkar fólk er svona illa statt í dag er sú að það hefur vantað meiri hörku í íslenska verkalýðsbaráttu. Ég hef fulla trú á því að ef SGS vísar núna um miðjan mánuðinn þá muni þessir aðilar vinna mjög náið saman í sérmálum og öðrum sem tengjast ekki beint launaliðnum.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Sjá meira
„Ég ber þá von í brjósti að stéttarfélögin innan Starfsgreinasambandsins muni öll vísa núna fyrir miðjan janúar ef fer sem horfir og það gerist ekkert. Framsýn mun aldrei sætta sig við að sitja við eitthvert eldhúsborð og drekka kaffi. Við viljum vera við sjálft samningaborðið,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík. Samþykkt var á fjölmennum fundi félagsmanna fyrir helgi að veita Aðalsteini umboð til þess að draga samningsumboðið til baka frá SGS komist ekki skriður á kjaraviðræður nú í byrjun janúar eða SGS verði ekki þegar búið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Þetta mun skýrast á fyrstu tveimur vikum ársins. Við ætlum að gefa þessu þann tíma vegna þess að það er búið að setja upp stífa dagskrá og svo sjáum við hvernig staðan verður þá. Það er samt alveg ljóst að Framsýn er í startholunum með þetta.“ Aðalsteinn segir að draumur Framsýnar hafi orðið að veruleika þegar ljóst varð að Starfsgreinasambandið færi fram sem ein heild. „Við börðumst mikið fyrir því en síðan kemur á daginn að innan okkar raða eru aðilar sem eru herskárri en aðrir. Það vildu sjö félög vísa til ríkissáttasemjara fyrir jól til að reyna að fá verkstjórn á þetta og láta þetta ganga. Því miður brást það.“ Hann segist ekki vera svartsýnn á framhaldið þótt leiðir hafi skilið milli aðila innan SGS en Efling og Verkalýðsfélag Akraness drógu sig út úr samstarfi SGS fyrir jól og hafa tekið upp samstarf við VR. „Ég fagna harðari verkalýðsbaráttu. Ástæðan fyrir því að okkar fólk er svona illa statt í dag er sú að það hefur vantað meiri hörku í íslenska verkalýðsbaráttu. Ég hef fulla trú á því að ef SGS vísar núna um miðjan mánuðinn þá muni þessir aðilar vinna mjög náið saman í sérmálum og öðrum sem tengjast ekki beint launaliðnum.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Sjá meira